Mögulegt að greinargerð um Lindarhvol verði aldrei birt Kjartan Kjartansson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 13. mars 2023 22:22 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, krefst svara um hvers vegna forseti Alþingis vill ekki birta greinargerð um Lindarhvol ehf. Vísir/Stöð 2 Andstaða forseta Alþingis við að birta umtalaða greinargerð um Lindahvol ehf. gæti þýtt að hún komi aldrei fyrir augu þingmanna eða almennings þrátt fyrir vilja meirihluta þingheims, að sögn þingmanns Viðreisnar. Hann saknar þess að heyra forseta rökstyðja afstöðu sína. Málefni Lindarhvols ehf. voru enn og aftur til umræðu á Alþingi. Þingmenn hafa krafist þess að fá aðgang að greinargerð sem fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi vann um starfsemi félagsins. Fjármálaráðherra setti félagið á fót til þess að fara með eignir föllnu bankanna sem féllu ríkinu í skaut við bankahrunið. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur neitað að verða við óskum þingmanna um að greinargerðin verði birt. Hann ítrekaði þá afstöðu sína á þingi í dag. Lindarhvoll birti fyrir helgi lögfræðiálit sem forsætisnefnd Alþingis óskaði eftir fyrir tveimur árum um hvort rétt væri að birta greinargerðina. Niðurstaðan var að skylt væri að veita almenningi aðgang að henni. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, var ein þeirra sem kallaði eftir svörum við því hvers vegna Birgir ætlaði að hunsa lögfræðiálitið. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Þorbjörg að forseti Alþingis væri í algerum minnihluta á þingi og í forsætisnefnd með þá afstöðu sína að birta ekki greinargerðina. Hann hafi þó sem forseti neitunarvald í málinu. Hún sakni þess að forseti færi rök fyrir því hvað valdi. „Ég veit að formaður Sjálfstæðisflokksins vill ekki birta þessa greinargerð. Ég veit ekkert hvað í henni stendur eða hvort þar sé eitthvað fréttnæmt en prinsippið er bara þetta gagnsæi um meðferð á fjármunum ríkisins,“ sagði Þorbjörg og vísaði til Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Mögulegt sé að greinargerðin komi aldrei fyrir augu almennings. „Það gæti orðið niðurstaðan ef forsetinn ætlar að halda sig við það að fara gegn mjög afdráttarlausu lögfræðiáliti sem segir að honum sé beinlínis skylt að gera þetta, já, því miður,“ sagði þingmaðurnin. Starfsemi Lindarhvols Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Tekist á um Lindarhvol á þinginu: „Hvers konar rugl erum við eiginlega komin í?“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar streymdu hver á fætur öðrum upp í pontu á Alþingi í dag og gagnrýndu forseta Alþingis fyrir að gera ekki greinargerð um Lindarhvol opinbera. Greinargerðin hefur verið mikið hitamál og furða þingmenn stjórnarandstöðunnar sig á því hvers vegna forseti Alþingis stendur í vegi fyrir því að greinargerðin sé birt. 13. mars 2023 16:37 Gefst ekki upp og leggur aðra fyrirspurn fyrir þingforseta Þrátt fyrir að Jóhanni Páli Jóhannssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, hafi síðastliðinn mánudag með atkvæðagreiðslu í þinginu verið bannað að spyrja þingforseta um greinargerð fyrrverandi ríkisendurskoðanda um Lindarhvol lætur hann ekki deigan síga og hefur enn á ný beint fyrirspurnum til forseta Alþingis um málið. 9. mars 2023 15:36 Lindarhvoli ber að afhenda álitsgerð MAGNA um félagið Lindarhvoli ehf. er skylt að veita Frigus II ehf. aðgang að álitsgerð MAGNA lögmanna sem lögmannsstofan vann fyrir forsætisnefnd Alþingis. Álitsgerðin fjallar um hvort afhenda ætti blaðamanni greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um starfsemi Lindarhvols. 8. mars 2023 21:29 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Málefni Lindarhvols ehf. voru enn og aftur til umræðu á Alþingi. Þingmenn hafa krafist þess að fá aðgang að greinargerð sem fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi vann um starfsemi félagsins. Fjármálaráðherra setti félagið á fót til þess að fara með eignir föllnu bankanna sem féllu ríkinu í skaut við bankahrunið. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur neitað að verða við óskum þingmanna um að greinargerðin verði birt. Hann ítrekaði þá afstöðu sína á þingi í dag. Lindarhvoll birti fyrir helgi lögfræðiálit sem forsætisnefnd Alþingis óskaði eftir fyrir tveimur árum um hvort rétt væri að birta greinargerðina. Niðurstaðan var að skylt væri að veita almenningi aðgang að henni. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, var ein þeirra sem kallaði eftir svörum við því hvers vegna Birgir ætlaði að hunsa lögfræðiálitið. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Þorbjörg að forseti Alþingis væri í algerum minnihluta á þingi og í forsætisnefnd með þá afstöðu sína að birta ekki greinargerðina. Hann hafi þó sem forseti neitunarvald í málinu. Hún sakni þess að forseti færi rök fyrir því hvað valdi. „Ég veit að formaður Sjálfstæðisflokksins vill ekki birta þessa greinargerð. Ég veit ekkert hvað í henni stendur eða hvort þar sé eitthvað fréttnæmt en prinsippið er bara þetta gagnsæi um meðferð á fjármunum ríkisins,“ sagði Þorbjörg og vísaði til Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Mögulegt sé að greinargerðin komi aldrei fyrir augu almennings. „Það gæti orðið niðurstaðan ef forsetinn ætlar að halda sig við það að fara gegn mjög afdráttarlausu lögfræðiáliti sem segir að honum sé beinlínis skylt að gera þetta, já, því miður,“ sagði þingmaðurnin.
Starfsemi Lindarhvols Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Tekist á um Lindarhvol á þinginu: „Hvers konar rugl erum við eiginlega komin í?“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar streymdu hver á fætur öðrum upp í pontu á Alþingi í dag og gagnrýndu forseta Alþingis fyrir að gera ekki greinargerð um Lindarhvol opinbera. Greinargerðin hefur verið mikið hitamál og furða þingmenn stjórnarandstöðunnar sig á því hvers vegna forseti Alþingis stendur í vegi fyrir því að greinargerðin sé birt. 13. mars 2023 16:37 Gefst ekki upp og leggur aðra fyrirspurn fyrir þingforseta Þrátt fyrir að Jóhanni Páli Jóhannssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, hafi síðastliðinn mánudag með atkvæðagreiðslu í þinginu verið bannað að spyrja þingforseta um greinargerð fyrrverandi ríkisendurskoðanda um Lindarhvol lætur hann ekki deigan síga og hefur enn á ný beint fyrirspurnum til forseta Alþingis um málið. 9. mars 2023 15:36 Lindarhvoli ber að afhenda álitsgerð MAGNA um félagið Lindarhvoli ehf. er skylt að veita Frigus II ehf. aðgang að álitsgerð MAGNA lögmanna sem lögmannsstofan vann fyrir forsætisnefnd Alþingis. Álitsgerðin fjallar um hvort afhenda ætti blaðamanni greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um starfsemi Lindarhvols. 8. mars 2023 21:29 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Tekist á um Lindarhvol á þinginu: „Hvers konar rugl erum við eiginlega komin í?“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar streymdu hver á fætur öðrum upp í pontu á Alþingi í dag og gagnrýndu forseta Alþingis fyrir að gera ekki greinargerð um Lindarhvol opinbera. Greinargerðin hefur verið mikið hitamál og furða þingmenn stjórnarandstöðunnar sig á því hvers vegna forseti Alþingis stendur í vegi fyrir því að greinargerðin sé birt. 13. mars 2023 16:37
Gefst ekki upp og leggur aðra fyrirspurn fyrir þingforseta Þrátt fyrir að Jóhanni Páli Jóhannssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, hafi síðastliðinn mánudag með atkvæðagreiðslu í þinginu verið bannað að spyrja þingforseta um greinargerð fyrrverandi ríkisendurskoðanda um Lindarhvol lætur hann ekki deigan síga og hefur enn á ný beint fyrirspurnum til forseta Alþingis um málið. 9. mars 2023 15:36
Lindarhvoli ber að afhenda álitsgerð MAGNA um félagið Lindarhvoli ehf. er skylt að veita Frigus II ehf. aðgang að álitsgerð MAGNA lögmanna sem lögmannsstofan vann fyrir forsætisnefnd Alþingis. Álitsgerðin fjallar um hvort afhenda ætti blaðamanni greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um starfsemi Lindarhvols. 8. mars 2023 21:29
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent