Atvinnubílstjóri keyrði framan á bíl á Borgarfjarðarbrú Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. mars 2023 23:22 Það stórsér á bíl ökukennarans Þorsteins sem er samt sem áður þakklátur fyrir að ekki fór verr. Þorsteinn Bjarki Bíll ökukennara er illa farinn eftir að annar bílstjóri keyrði á miklum hraða framan á bílinn á öfugum vegarhelmingi á Borgarfjarðarbrú. Sá er leiðsögumaður og ásamt honum voru tveir erlendir ferðamenn í bílnum. „Þriðjudaginn 3. janúar síðastliðinn var ég að kenna á bíl, eins og ég hef gert töluvert af síðasta árið. Undir stýri var ungur maður í sínum öðrum ökutíma. Við ætluðum að taka smá dreifbýlisrúnt,“ skrifar Þorsteinn Bjarki Pétursson ökukennari sem segir frá ákeyrslunni á Facebook. Vegna framkvæmda hafi önnur akreinin verið lokuð og og umferð hleypt í gegn til skiptis á hinni akreininni og stýrt með umferðarljósum. Á vinnusvæðinu er hámarkshraði jafnframt 50 km/klst. „Þegar við komum út úr þrengingunni eru fjórir bílar sem bíða á rauða ljósinu sunnan við vinnusvæðið. Fimmti bíllinn kemur aðvífandi undan Hafnarfjalli á fullri ferð. Við (kennarinn og neminn) vorum ansi samstíga á bremsuna þegar við sáum hann koma, en það er einungis um tvær sekúndur frá því að bíllinn kemur yfir á okkar vegarhelming þar til árekstur verður, eins og myndbandið sýnir. Myndavélin sýnir hraða bílsins okkar rétt fyrir áreksturinn: 43 km/klst. Hver ætli hraði hins bílsins sé við áreksturinn?“ spyr Þorsteinn. Þegar ökumaðurinn tekur loksins eftir bílunum sem hafa numið staðar keyrir hann yfir á hinn vegarhelminginn og loks framan á bíl Þorsteins. Myndband náðist af árekstrinum með mælaborðsmyndavél bílsins. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan. Það stórsér á bíl Þorsteins að gerð Skoda octavia eftir áreksturinn. Bíll Þorsteins er handónýtur eftir áreksturinn.Þorsteinn Bjarki „Til að bæta gráu ofaná svart var þarna á ferð íslenskur leiðsögumaður með tvo erlenda ferðamenn í bílnum. Atvinnubílstjóri.“ Minna sér á bíl ökuníðingsins sem er að gerð Land rover defender. Þorsteinn Bjarki Þorsteinn kveðst þakklátur að ekki hafi farið verr en bæði hann og ökuneminn hafa fundið fyrir töluverðum eymslum eftir slysið. „Kæru vinir, stöndum saman um að aka varlega og höfum hugann við aksturinn, ekki farsímann eða nokkuð annað.“ Samgönguslys Borgarbyggð Lögreglumál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Allir farþegarnir látnir Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Hamas lætur þrjá gísla lausa Djúp lægð beinir illviðri til landsins Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Stórir pollar leika bílstjóra grátt Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira
„Þriðjudaginn 3. janúar síðastliðinn var ég að kenna á bíl, eins og ég hef gert töluvert af síðasta árið. Undir stýri var ungur maður í sínum öðrum ökutíma. Við ætluðum að taka smá dreifbýlisrúnt,“ skrifar Þorsteinn Bjarki Pétursson ökukennari sem segir frá ákeyrslunni á Facebook. Vegna framkvæmda hafi önnur akreinin verið lokuð og og umferð hleypt í gegn til skiptis á hinni akreininni og stýrt með umferðarljósum. Á vinnusvæðinu er hámarkshraði jafnframt 50 km/klst. „Þegar við komum út úr þrengingunni eru fjórir bílar sem bíða á rauða ljósinu sunnan við vinnusvæðið. Fimmti bíllinn kemur aðvífandi undan Hafnarfjalli á fullri ferð. Við (kennarinn og neminn) vorum ansi samstíga á bremsuna þegar við sáum hann koma, en það er einungis um tvær sekúndur frá því að bíllinn kemur yfir á okkar vegarhelming þar til árekstur verður, eins og myndbandið sýnir. Myndavélin sýnir hraða bílsins okkar rétt fyrir áreksturinn: 43 km/klst. Hver ætli hraði hins bílsins sé við áreksturinn?“ spyr Þorsteinn. Þegar ökumaðurinn tekur loksins eftir bílunum sem hafa numið staðar keyrir hann yfir á hinn vegarhelminginn og loks framan á bíl Þorsteins. Myndband náðist af árekstrinum með mælaborðsmyndavél bílsins. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan. Það stórsér á bíl Þorsteins að gerð Skoda octavia eftir áreksturinn. Bíll Þorsteins er handónýtur eftir áreksturinn.Þorsteinn Bjarki „Til að bæta gráu ofaná svart var þarna á ferð íslenskur leiðsögumaður með tvo erlenda ferðamenn í bílnum. Atvinnubílstjóri.“ Minna sér á bíl ökuníðingsins sem er að gerð Land rover defender. Þorsteinn Bjarki Þorsteinn kveðst þakklátur að ekki hafi farið verr en bæði hann og ökuneminn hafa fundið fyrir töluverðum eymslum eftir slysið. „Kæru vinir, stöndum saman um að aka varlega og höfum hugann við aksturinn, ekki farsímann eða nokkuð annað.“
Samgönguslys Borgarbyggð Lögreglumál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Allir farþegarnir látnir Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Hamas lætur þrjá gísla lausa Djúp lægð beinir illviðri til landsins Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Stórir pollar leika bílstjóra grátt Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira