Fótbolti

Mbappe tryggði PSG sigur í uppbótartíma

Smári Jökull Jónsson skrifar
Mbappe var hetja PSG í kvöld.
Mbappe var hetja PSG í kvöld. Vísir/Getty

Kylian Mbappe var hetja PSG þegar liðið lagði Brest 2-1 í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Mbappe skoraði sigurmörk meistaranna í uppbótartíma.

PSG var með góða forystu á toppi deildarinnar í Frakklandi þegar liðið fór í heimsókn til Brest í kvöld. Heimamenn eru í baráttu rétt ofan við fallsætin og því bjuggust flestir við sigri gestanna.

Hann var þó torsóttur. Carlos Soler kom PSG yfir á 37. mínútu en Franck Honorat jafnaði skömmu fyrir hálfleik og staðan því 1-1 í leikhléi.

Það virtist lengi vel ætla að verða úrslit leiksins. PSG sótti mun meira en gekk erfiðlega að koma boltanum í netið þrátt fyrir að vera bæði með Lionel Messi og Kylian Mbappe í fremstu víglínu.

Mbappe reyndist þó hetjan undir lokin. Hann skoraði sigurmark PSG í uppbótartíma þegar hann skoraði úr þröngufæri eftir skyndisókn og sendingu frá Messi.

2-1 sigur PSG staðreynd og þeir eru nú með ellefu stiga forskot á Marseille á toppi Ligue 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×