Hvernig kennara þurfum við? Birgir U. Ásgeirsson skrifar 10. mars 2023 10:30 Börnin okkar alast upp í öðru samfélagi en við gerðum. Á uppvaxtarárunum skipa skólar veigamikinn sess. Markmið leik-, grunn- og framhaldsskóla er að veita börnum og nemendum menntun og umönnun, búa þeim hollt og hvetjandi námsumhverfi, stuðla að alhliða þroska þeirra og virkri þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Í skólum gegna kennarar og skólastjórnendur lykilhlutverki. Þess vegna er þýðingarmikið að þær ríku kröfur um hæfni sem gerðar eru til þeirra séu ljósar. Hæfni felur í sér getu til að hagnýta þekkingu og leikni. Sú hagnýting er í samræmi við aðstæður og aldur og þroska nemenda. Kröfur til kennara og skólastjórnenda eru skilgreindar í hæfniramma sem birtur hefur verið í reglugerð (nr. 1355/2022). Þar koma fram viðmið um almenna og sérhæfða hæfni kennara og skólastjórnenda. Almenna hæfnin á við um alla kennara, óháð námsgreinum og aldri og þroska nemenda. Þegar rýnt er í almennu hæfnina er ljóst að kröfur til kennara eru metnaðarfullar, hvort sem hæfnin snýr að uppeldis- og kennslufræði, námi og kennslu, samvinnu, samskiptum og starfsþróun eða hæfni í íslensku. Sérhæfða hæfnin er svo annars vegar sérhæfing kennara sem tekur t.d. mið af ákveðinni námsgrein eða aldri nemenda og hins vegar sérhæfing skólastjórnenda. Áhersla er lögð á hæfni allra kennara í íslensku þar sem tiltekin hæfniviðmið eru sett fram. Markmið stjórnvalda er að efla íslenskukennslu á öllum skólastigum og samhliða í menntun og starfsþróun kennara. Hæfniramminn skerpir á ábyrgð þeirra sem fara með ráðningar enda þekkja skólastjórnendur staðbundnar aðstæður hverju sinni. Kennararáð vann tillögu að innihaldi reglugerðarinnar um hæfnirammann. Kennararáð er skipað sérfræðingum þvert á stofnanir og samtök sem koma að skipulagi skólastarfs, kennslu og kennaramenntunar. Ráðherra mennta- og barnamála skipar kennararáð til þess að veita honum ráðgjöf og leiðbeiningar um þróun og útfærslu hæfnirammans. Kennararáði er jafnframt ætlað að veita ráðgjöf um starfsþróun á grundvelli hæfnirammans, fylgjast með alþjóðlegri þróun og áherslum í menntavísindum, veita leiðsögn um mat á sérhæfingu kennara við ráðningu og síðast en ekki síst efla vitund um mikilvægi kennarastarfsins í samfélaginu. Vandaður hæfnirammi sem byggir á breiðu og víðtæku samstarfi, þ.m.t. við starfandi kennara, er afrakstur vinnu kennararáðs. Hæfniramminn veitir leiðsögn um inntak kennaramenntunar og um starfsþróun kennara. Í honum kemur fram að kennarar og skólastjórnendur leggi áherslu á að auka hæfni sína, bæði almenna og sérhæfða og að starfsþróun sé markviss þáttur í skólastarfi. Starfsþróunarframboðið þarf því að taka mið af hæfnirammanum og þörfum skólasamfélagsins hverju sinni. Þannig verður unnt að gera kennurum og skólastjórnendum kleift að vera faglegir leiðtogar alla starfsævina í breytilegu samfélagi. Þjóðfélagið okkar er í sífelldri þróun og kröfur til kennara breytast. Hæfnirammi er því ekki meitlaður í stein heldur endurskoðaður reglulega af kennararáði. Þessar vikurnar stendur kennararáð fyrir kynningum á inntaki reglugerðarinnar fyrir kennara, skólastjórnendur, háskóla og einnig þá sem koma að mati á skólastarfi og starfsþróun. Virkt samtal við vettvanginn er mikilvægt og er það hér fyrsta skrefið í stöðugri endurskoðun hæfnirammans. Þannig stuðlum við að því að leik-, grunn- og framhaldsskólar uppfylli sín markmið, nemendum til góða. Höfundur er formaður kennararáðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Skoðun Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Sjá meira
Börnin okkar alast upp í öðru samfélagi en við gerðum. Á uppvaxtarárunum skipa skólar veigamikinn sess. Markmið leik-, grunn- og framhaldsskóla er að veita börnum og nemendum menntun og umönnun, búa þeim hollt og hvetjandi námsumhverfi, stuðla að alhliða þroska þeirra og virkri þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Í skólum gegna kennarar og skólastjórnendur lykilhlutverki. Þess vegna er þýðingarmikið að þær ríku kröfur um hæfni sem gerðar eru til þeirra séu ljósar. Hæfni felur í sér getu til að hagnýta þekkingu og leikni. Sú hagnýting er í samræmi við aðstæður og aldur og þroska nemenda. Kröfur til kennara og skólastjórnenda eru skilgreindar í hæfniramma sem birtur hefur verið í reglugerð (nr. 1355/2022). Þar koma fram viðmið um almenna og sérhæfða hæfni kennara og skólastjórnenda. Almenna hæfnin á við um alla kennara, óháð námsgreinum og aldri og þroska nemenda. Þegar rýnt er í almennu hæfnina er ljóst að kröfur til kennara eru metnaðarfullar, hvort sem hæfnin snýr að uppeldis- og kennslufræði, námi og kennslu, samvinnu, samskiptum og starfsþróun eða hæfni í íslensku. Sérhæfða hæfnin er svo annars vegar sérhæfing kennara sem tekur t.d. mið af ákveðinni námsgrein eða aldri nemenda og hins vegar sérhæfing skólastjórnenda. Áhersla er lögð á hæfni allra kennara í íslensku þar sem tiltekin hæfniviðmið eru sett fram. Markmið stjórnvalda er að efla íslenskukennslu á öllum skólastigum og samhliða í menntun og starfsþróun kennara. Hæfniramminn skerpir á ábyrgð þeirra sem fara með ráðningar enda þekkja skólastjórnendur staðbundnar aðstæður hverju sinni. Kennararáð vann tillögu að innihaldi reglugerðarinnar um hæfnirammann. Kennararáð er skipað sérfræðingum þvert á stofnanir og samtök sem koma að skipulagi skólastarfs, kennslu og kennaramenntunar. Ráðherra mennta- og barnamála skipar kennararáð til þess að veita honum ráðgjöf og leiðbeiningar um þróun og útfærslu hæfnirammans. Kennararáði er jafnframt ætlað að veita ráðgjöf um starfsþróun á grundvelli hæfnirammans, fylgjast með alþjóðlegri þróun og áherslum í menntavísindum, veita leiðsögn um mat á sérhæfingu kennara við ráðningu og síðast en ekki síst efla vitund um mikilvægi kennarastarfsins í samfélaginu. Vandaður hæfnirammi sem byggir á breiðu og víðtæku samstarfi, þ.m.t. við starfandi kennara, er afrakstur vinnu kennararáðs. Hæfniramminn veitir leiðsögn um inntak kennaramenntunar og um starfsþróun kennara. Í honum kemur fram að kennarar og skólastjórnendur leggi áherslu á að auka hæfni sína, bæði almenna og sérhæfða og að starfsþróun sé markviss þáttur í skólastarfi. Starfsþróunarframboðið þarf því að taka mið af hæfnirammanum og þörfum skólasamfélagsins hverju sinni. Þannig verður unnt að gera kennurum og skólastjórnendum kleift að vera faglegir leiðtogar alla starfsævina í breytilegu samfélagi. Þjóðfélagið okkar er í sífelldri þróun og kröfur til kennara breytast. Hæfnirammi er því ekki meitlaður í stein heldur endurskoðaður reglulega af kennararáði. Þessar vikurnar stendur kennararáð fyrir kynningum á inntaki reglugerðarinnar fyrir kennara, skólastjórnendur, háskóla og einnig þá sem koma að mati á skólastarfi og starfsþróun. Virkt samtal við vettvanginn er mikilvægt og er það hér fyrsta skrefið í stöðugri endurskoðun hæfnirammans. Þannig stuðlum við að því að leik-, grunn- og framhaldsskólar uppfylli sín markmið, nemendum til góða. Höfundur er formaður kennararáðs.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun