Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar 7. apríl 2025 12:16 Næstum allir segja í orði kveðnu að sanngjarnt sé að þjóðinni sé greitt gjald fyrir að fá að veiða úr fiskveiðiauðlindinni sem er ótvírætt í hennar eigu. Svo er reynt að finna leið til að ákvarða það gjald. Búin er til leið (reiknistofn) þar sem vegnar eru saman ýmsar stærðir úr afkomutölum sjávarútvegs og út kemur tala sem ákvarðar veiðigjaldið. Ein af lykilstærðunum í þessari jöfnu er „markaðsverð“ á fiskinum. Þá vandast málið. Milliverðlagning Stór sjávarútvegsfyrirtæki kjósa að hafa allt á einni hendi, veiðar og vinnslu. Sú tilhögun hefur sýnt sig að geta verið heppileg þar sem hún á við. Engu að síður verðleggja þessi fyrirtæki sjávarfangið frá skipi til fiskvinnslu. Augljóst er að sú verðlagning getur verið með ýmsu móti þar sem hún ræðst ekki af framboði og eftirspurn á markaði. Þannig geta fyrirtæki séð sér hag í því að hafa verðið sem lægst milli veiða og vinnslu líkt og þau sjá sér hag í því milli vinnslu og sölu sbr. þegar stjórnandi í einu slíku fyrirtæki sendi eftirfarandi tölvupóst: „Tilgangurinn er eftirfarandi: Að búa til hagnað innan sölufyrirtækisins þar sem enginn skattur er á hagnað fyrirtækisins. Við teljum Kýpur vera rétta landið. Með því að búa til hagnað innan sölufyrirtækisins getum við lækkað skiptahlut sjómanna og stjórnað betur á hvaða verðum við myndum gera upp. Með því að draga úr hagnaði þar og láta hagnaðinn myndast hjá sölufyrirtækinu þá tækist okkur að auka hagnað heildarinnar.“ (Heimildin 16. nóv. 2019) Þetta er aðeins dæmi um hvernig má misnota verðlagningu sem á sér stað innan fyrirtækja úr einni deild þess í aðra en slík tilbúin verðlagning þekkist víða. Augljóst má því vera að hæpið er að styðjast við slíka „milliverðlagningu“ innan fyrirtækja til að byggja opinbera gjaldtöku á. Sanngjörn leið Fyrst ákveðið hefur verið að reikna veiðileyfagjald (sem rennur til þjóðarinnar sem sanngjarnt afgjald fyrir afnot fiskimiðanna) með lykilstærð sem getur leikið svo mikill vafi á að eigi sér stað í raunveruleikanum, þá hljóta allir réttsýnir menn að vilja leita sannleikans í þessum efnum og finna stærð sem kemst næst því að vera „rétt“ stærð. - Sú leið sem stungið er uppá í frumvarpi til laga um breytingu á lögum um aflaverðmæti í reiknistofni og miðar við meðalverð á hvert kg hvers mánaðar á fiskmarkaði yfir 12 mánaða tímabil, virðist því vera afar sanngjarnt og hógvært úrræði til að reyna að komast sem næst því hvað geti talist „rétt“ upphæð til viðmiðunar í útreikningi veiðigjalds. Þeir sem eru ekki sáttir við að loksins séu settar inn sannanlegar tölur í þann reiknistofn sem gildir um útreikning veiðigjalds ættu frekar að krefjast þess að aðrar aðferðir verði notaðar til að finna veiðigjald heldur en sú sem gilt hefur undanfarin ár. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Skattar og tollar Sjávarútvegur Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Næstum allir segja í orði kveðnu að sanngjarnt sé að þjóðinni sé greitt gjald fyrir að fá að veiða úr fiskveiðiauðlindinni sem er ótvírætt í hennar eigu. Svo er reynt að finna leið til að ákvarða það gjald. Búin er til leið (reiknistofn) þar sem vegnar eru saman ýmsar stærðir úr afkomutölum sjávarútvegs og út kemur tala sem ákvarðar veiðigjaldið. Ein af lykilstærðunum í þessari jöfnu er „markaðsverð“ á fiskinum. Þá vandast málið. Milliverðlagning Stór sjávarútvegsfyrirtæki kjósa að hafa allt á einni hendi, veiðar og vinnslu. Sú tilhögun hefur sýnt sig að geta verið heppileg þar sem hún á við. Engu að síður verðleggja þessi fyrirtæki sjávarfangið frá skipi til fiskvinnslu. Augljóst er að sú verðlagning getur verið með ýmsu móti þar sem hún ræðst ekki af framboði og eftirspurn á markaði. Þannig geta fyrirtæki séð sér hag í því að hafa verðið sem lægst milli veiða og vinnslu líkt og þau sjá sér hag í því milli vinnslu og sölu sbr. þegar stjórnandi í einu slíku fyrirtæki sendi eftirfarandi tölvupóst: „Tilgangurinn er eftirfarandi: Að búa til hagnað innan sölufyrirtækisins þar sem enginn skattur er á hagnað fyrirtækisins. Við teljum Kýpur vera rétta landið. Með því að búa til hagnað innan sölufyrirtækisins getum við lækkað skiptahlut sjómanna og stjórnað betur á hvaða verðum við myndum gera upp. Með því að draga úr hagnaði þar og láta hagnaðinn myndast hjá sölufyrirtækinu þá tækist okkur að auka hagnað heildarinnar.“ (Heimildin 16. nóv. 2019) Þetta er aðeins dæmi um hvernig má misnota verðlagningu sem á sér stað innan fyrirtækja úr einni deild þess í aðra en slík tilbúin verðlagning þekkist víða. Augljóst má því vera að hæpið er að styðjast við slíka „milliverðlagningu“ innan fyrirtækja til að byggja opinbera gjaldtöku á. Sanngjörn leið Fyrst ákveðið hefur verið að reikna veiðileyfagjald (sem rennur til þjóðarinnar sem sanngjarnt afgjald fyrir afnot fiskimiðanna) með lykilstærð sem getur leikið svo mikill vafi á að eigi sér stað í raunveruleikanum, þá hljóta allir réttsýnir menn að vilja leita sannleikans í þessum efnum og finna stærð sem kemst næst því að vera „rétt“ stærð. - Sú leið sem stungið er uppá í frumvarpi til laga um breytingu á lögum um aflaverðmæti í reiknistofni og miðar við meðalverð á hvert kg hvers mánaðar á fiskmarkaði yfir 12 mánaða tímabil, virðist því vera afar sanngjarnt og hógvært úrræði til að reyna að komast sem næst því hvað geti talist „rétt“ upphæð til viðmiðunar í útreikningi veiðigjalds. Þeir sem eru ekki sáttir við að loksins séu settar inn sannanlegar tölur í þann reiknistofn sem gildir um útreikning veiðigjalds ættu frekar að krefjast þess að aðrar aðferðir verði notaðar til að finna veiðigjald heldur en sú sem gilt hefur undanfarin ár. Höfundur er hagfræðingur.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun