Aldrei meiri fjölgun íbúa Kjartan Kjartansson skrifar 9. mars 2023 10:44 Um 63 prósent íbúa Íslands eru á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Vísir/Hanna Íbúum á Íslandi fjölgaði um rúmlega 11.500 manns eða 3,1 prósent á milli ára í upphafi árs. Það er mesta fjölgun í sögu mannfjöldatalna á Íslandi sem ná aftur til fyrri hluta átjándu aldar. Mannfjöldi á Íslandi var 387.758 1. janúar, 11.510 fleiri en 1. janúar árið 2022 samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Tölur um mannfjölda ná aftur til ársins 1734 og hefur íbúum landsins aldrei fjölgað jafnmikið á einu ári og í fyrra. Karlar voru 199.826 en konur 187.800. Þau sem voru skráð kynsegin eða annað voru 132, 0,03 prósent mannfjöldans, og fjölgaði um 80,8 prósent á milli ára. Hlutfallslega mesta fjölgunin var á Suðurnesjum þar sem íbúum fjölgaði um 6,7 prósent, 1.941 mann, á milli ára. Fjölgunin á Suðurlandi var einnig yfir landsmeðaltali, 4,2 prósent. Á Vesturlandi fjölgaði íbúum um 3,1 prósent en 2,8 prósent (6.651 mann) á höfuðborgarsvæðinu. Fjölgunin var undir meðaltali á Vestfjörðum, 2,4 prósent, Norðurlandi eystra, tvö prósent, og Austurlandi, 1,8 prósent. Minnst fjölgaði íbúum á Norðurlandi vestra, aðeins um 0,4 prósent, alls 27 einstaklinga. Meira en 240.000 manns á Stór-Reykjavíkursvæðinu Íbúum fækkaði í átta sveitarfélögum af 64 í fyrra. Sveitarfélögunum sjálfum fækkaði um fimm. Í 29 sveitarfélögum voru íbúar færri en þúsund en í ellefu voru þeir fimm þúsund eða fleiri. Reykjavík var fjölmennsta sveitarfélagið með 139.875 íbúa í fyrra. Árneshreppur á Ströndum var það fámennstasta með 47 íbúa. Um 63 prósent íbúa landsins bjuggu á Stór-Reykjavíkursvæðinu, alls 242.995 manns. Svæðið er skilgreint sem samfelld byggð frá Hafnarfirði til Mosfellsbæjar. Næst stærsta þéttbýlið var í Keflavík og Njarðvík þar sem 21.950 manns bjuggu og á Akureyri og nágrenni með 19.887 manns. Í strjálbýli bjuggu 22.752 manns eða 5,9 prósent íbúa Íslands. Strjálbýli er skilgreint sem sveit eða byggðakjarni með færri en tvö hundruð íbúa. Mannfjöldi Innflytjendamál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Mannfjöldi á Íslandi var 387.758 1. janúar, 11.510 fleiri en 1. janúar árið 2022 samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Tölur um mannfjölda ná aftur til ársins 1734 og hefur íbúum landsins aldrei fjölgað jafnmikið á einu ári og í fyrra. Karlar voru 199.826 en konur 187.800. Þau sem voru skráð kynsegin eða annað voru 132, 0,03 prósent mannfjöldans, og fjölgaði um 80,8 prósent á milli ára. Hlutfallslega mesta fjölgunin var á Suðurnesjum þar sem íbúum fjölgaði um 6,7 prósent, 1.941 mann, á milli ára. Fjölgunin á Suðurlandi var einnig yfir landsmeðaltali, 4,2 prósent. Á Vesturlandi fjölgaði íbúum um 3,1 prósent en 2,8 prósent (6.651 mann) á höfuðborgarsvæðinu. Fjölgunin var undir meðaltali á Vestfjörðum, 2,4 prósent, Norðurlandi eystra, tvö prósent, og Austurlandi, 1,8 prósent. Minnst fjölgaði íbúum á Norðurlandi vestra, aðeins um 0,4 prósent, alls 27 einstaklinga. Meira en 240.000 manns á Stór-Reykjavíkursvæðinu Íbúum fækkaði í átta sveitarfélögum af 64 í fyrra. Sveitarfélögunum sjálfum fækkaði um fimm. Í 29 sveitarfélögum voru íbúar færri en þúsund en í ellefu voru þeir fimm þúsund eða fleiri. Reykjavík var fjölmennsta sveitarfélagið með 139.875 íbúa í fyrra. Árneshreppur á Ströndum var það fámennstasta með 47 íbúa. Um 63 prósent íbúa landsins bjuggu á Stór-Reykjavíkursvæðinu, alls 242.995 manns. Svæðið er skilgreint sem samfelld byggð frá Hafnarfirði til Mosfellsbæjar. Næst stærsta þéttbýlið var í Keflavík og Njarðvík þar sem 21.950 manns bjuggu og á Akureyri og nágrenni með 19.887 manns. Í strjálbýli bjuggu 22.752 manns eða 5,9 prósent íbúa Íslands. Strjálbýli er skilgreint sem sveit eða byggðakjarni með færri en tvö hundruð íbúa.
Mannfjöldi Innflytjendamál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira