Hoppukastalamálinu ekki vísað frá Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. mars 2023 15:27 Frá vettvangi slyssins á Akureyri, sumarið 2021. Vísir/Lillý Dómari í Hoppukastalamálinu svokallaða féllst ekki á frávísun málsins. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra nú síðdegis. Málið verður því tekið til efnismeðferðar. Reiknað er með að aðalmeðferð málsins fari fram í maí en verjendur sakborninganna fimm fá nú um mánaðarfrest til að skila greinargerðum vegna málsins. Sakborningar í málinu, sem snýst um slys sem varð í stórum hoppukastala á Akureyri sumarið 2021, höfðu allir farið fram á að málinu yrði vísað frá, þegar það var þingfest í síðasta mánuði. Alls voru fimm ákærðir vegna málsins. Tveir sjálfboðaliðar á vegum íþróttafélagsins KA, sem hafði tekið að sér að útvega starfsmenn til að sinna miðasölu og umsjón með svæðinu, og þrír starfsmenn félagsins sem leigði hoppukastalann út. Voru þeir ákærðir fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi vegna fjögurra barna sem slösuðust í hoppukastalanum umræddan dag. Forseti bæjarstjórnar á meðal ákærða Á meðal sjálfboðaliða KA sem ákærðir voru vegna málsins er Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnar Akureyrarbæjar og oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn. Fimmmenningarnir neituðu allir sök þegar málið var þingfest í héraðsdómi Norðurlands eystra í síðasta mánuði. Sem fyrr segir fóru þeir einnig fram á að málinu yrði vísað frá. Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.Aðsend Málflutningur um frávísunina fór fram í upphafi mánaðarins. Samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins var þar helst tekist á um hvort að hoppukastalinn hafi verið nægjanlega vel festur niður eða ekki, og hver, ef einhver, hafi borið ábyrgð á því. Kastalinn tókst á loft í vindhviðu með fyrrgreindum afleiðingum. Sem fyrr segir var úrskurður um hvort frávísa ætti málinu kveðinn upp í dag, í gegnum fjarfundarbúnað í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Var það niðurstaða héraðsdóms að hafna kröfu sakborninganna um frávísun málsins og taka málið til efnismeðferðar. Næstu skref málsins eru þau að verjendur þeirra fá nú tæpan mánuð til þess að skila greinargerðum vegna málsins, áður en aðalmeðferð málsins fer fram. Horft er til þess að aðalmeðferð málsins fari fram í maímánuði. Akureyri Dómsmál Hoppukastalaslys á Akureyri Tengdar fréttir Neita sök í hoppukastalamáli Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnarinnar á Akureyri, neitaði sök þegar hoppukastalamálið svokallaða var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Það sama gerðu hinir fjórir sakborningarnir í málinu. Allir fimm krefjast þess að málinu verði vísað frá. 15. febrúar 2023 13:49 Harma að sjálfboðaliðar séu dregnir fyrir dóm Forsvarsmenn Knattspyrnufélags Akureyrar harma að ákæruvaldið hafi ákveðið að ákæra sjálfboðaliða sem fengnir voru til að sinna miðasölu og umsjón með risastórum hoppukastala á Akureyri sumarið 2021. Sér í lagi þar sem eigandi hoppukastalans hafi ítrekað lýst ábyrgð sinni í fjölmiðlum. Forseti bæjarstjórnar er annar sjálfboðaliðanna sem sætir ákæru. Meirihlutinn á Akureyri lýsir yfir fullu trausti við störf hans. 30. janúar 2023 10:18 Forseti bæjarstjórnar á Akureyri ákærður vegna hoppukastalaslyssins Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnar á Akureyri, er meðal fimm ákærðra í máli vegna slyss í hoppukastala á Akureyri fyrir einu og hálfu ári síðan. Sakborningarnir eru taldir hafa sýnt af sér aðgæsluleysi og vanrækslu. 27. janúar 2023 18:32 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Reiknað er með að aðalmeðferð málsins fari fram í maí en verjendur sakborninganna fimm fá nú um mánaðarfrest til að skila greinargerðum vegna málsins. Sakborningar í málinu, sem snýst um slys sem varð í stórum hoppukastala á Akureyri sumarið 2021, höfðu allir farið fram á að málinu yrði vísað frá, þegar það var þingfest í síðasta mánuði. Alls voru fimm ákærðir vegna málsins. Tveir sjálfboðaliðar á vegum íþróttafélagsins KA, sem hafði tekið að sér að útvega starfsmenn til að sinna miðasölu og umsjón með svæðinu, og þrír starfsmenn félagsins sem leigði hoppukastalann út. Voru þeir ákærðir fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi vegna fjögurra barna sem slösuðust í hoppukastalanum umræddan dag. Forseti bæjarstjórnar á meðal ákærða Á meðal sjálfboðaliða KA sem ákærðir voru vegna málsins er Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnar Akureyrarbæjar og oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn. Fimmmenningarnir neituðu allir sök þegar málið var þingfest í héraðsdómi Norðurlands eystra í síðasta mánuði. Sem fyrr segir fóru þeir einnig fram á að málinu yrði vísað frá. Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.Aðsend Málflutningur um frávísunina fór fram í upphafi mánaðarins. Samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins var þar helst tekist á um hvort að hoppukastalinn hafi verið nægjanlega vel festur niður eða ekki, og hver, ef einhver, hafi borið ábyrgð á því. Kastalinn tókst á loft í vindhviðu með fyrrgreindum afleiðingum. Sem fyrr segir var úrskurður um hvort frávísa ætti málinu kveðinn upp í dag, í gegnum fjarfundarbúnað í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Var það niðurstaða héraðsdóms að hafna kröfu sakborninganna um frávísun málsins og taka málið til efnismeðferðar. Næstu skref málsins eru þau að verjendur þeirra fá nú tæpan mánuð til þess að skila greinargerðum vegna málsins, áður en aðalmeðferð málsins fer fram. Horft er til þess að aðalmeðferð málsins fari fram í maímánuði.
Akureyri Dómsmál Hoppukastalaslys á Akureyri Tengdar fréttir Neita sök í hoppukastalamáli Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnarinnar á Akureyri, neitaði sök þegar hoppukastalamálið svokallaða var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Það sama gerðu hinir fjórir sakborningarnir í málinu. Allir fimm krefjast þess að málinu verði vísað frá. 15. febrúar 2023 13:49 Harma að sjálfboðaliðar séu dregnir fyrir dóm Forsvarsmenn Knattspyrnufélags Akureyrar harma að ákæruvaldið hafi ákveðið að ákæra sjálfboðaliða sem fengnir voru til að sinna miðasölu og umsjón með risastórum hoppukastala á Akureyri sumarið 2021. Sér í lagi þar sem eigandi hoppukastalans hafi ítrekað lýst ábyrgð sinni í fjölmiðlum. Forseti bæjarstjórnar er annar sjálfboðaliðanna sem sætir ákæru. Meirihlutinn á Akureyri lýsir yfir fullu trausti við störf hans. 30. janúar 2023 10:18 Forseti bæjarstjórnar á Akureyri ákærður vegna hoppukastalaslyssins Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnar á Akureyri, er meðal fimm ákærðra í máli vegna slyss í hoppukastala á Akureyri fyrir einu og hálfu ári síðan. Sakborningarnir eru taldir hafa sýnt af sér aðgæsluleysi og vanrækslu. 27. janúar 2023 18:32 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Neita sök í hoppukastalamáli Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnarinnar á Akureyri, neitaði sök þegar hoppukastalamálið svokallaða var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Það sama gerðu hinir fjórir sakborningarnir í málinu. Allir fimm krefjast þess að málinu verði vísað frá. 15. febrúar 2023 13:49
Harma að sjálfboðaliðar séu dregnir fyrir dóm Forsvarsmenn Knattspyrnufélags Akureyrar harma að ákæruvaldið hafi ákveðið að ákæra sjálfboðaliða sem fengnir voru til að sinna miðasölu og umsjón með risastórum hoppukastala á Akureyri sumarið 2021. Sér í lagi þar sem eigandi hoppukastalans hafi ítrekað lýst ábyrgð sinni í fjölmiðlum. Forseti bæjarstjórnar er annar sjálfboðaliðanna sem sætir ákæru. Meirihlutinn á Akureyri lýsir yfir fullu trausti við störf hans. 30. janúar 2023 10:18
Forseti bæjarstjórnar á Akureyri ákærður vegna hoppukastalaslyssins Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnar á Akureyri, er meðal fimm ákærðra í máli vegna slyss í hoppukastala á Akureyri fyrir einu og hálfu ári síðan. Sakborningarnir eru taldir hafa sýnt af sér aðgæsluleysi og vanrækslu. 27. janúar 2023 18:32