Miðlunartillagan samþykkt Bjarki Sigurðsson skrifar 8. mars 2023 11:25 Miðlunartillaga í deilu Eflingar og SA var samþykkt rétt í þessu. Vísir Miðlunartillaga ríkissáttasemjara sem lögð var fram í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) var samþykkt. 98,5 prósent aðildarfélaga SA og 85 prósent þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni hjá Eflingu samþykktu tillöguna. Kjörsókn hjá meðlimum SA var 81 prósent en hjá Eflingu tæp 23 prósent. Tillagan var lögð fram miðvikudaginn 1. mars síðastliðinn eftir fund deiluaðila í húsnæði ríkissáttasemjara. Aðilar samþykktu þá að fresta öllum verkföllum og verkbönnum sem höfðu verið skipulögð dagana á undan. Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í deilunni, segir í samtali við fréttastofu að hann muni ekki veita viðtöl vegna málsins heldur snúa sér strax að öðrum málum. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir það vera ánægjulegt að fá þessar niðurstöður og að þær hafi verið fyrirséðar. Um er að ræða sömu launahækkanir og eru í samningi annarra félaga Starfsgreinasambandsins og gildir samningurinn til 31. janúar 2024. Kauptaxtar aðalkjarasamnings hækka á bilinu 35 þúsund krónur til rúmlega 52 þúsund krónur á mánuði samkvæmt miðlunartillögunni og er meðalhækkun um 42 þúsund krónur. Hlutfallsleg hækkun kauptaxta er á bilinu 9,5 til 13 prósent og meðalhækkun rúmlega 11 prósent. Kjaratengdir liðir, svo sem bónusar, hækka um fimm prósent nema um annað sé samið, bónusar og akkorð í fiskvinnslu hækka um átta prósent, desemberuppbót hækkar í 103 þúsund krónur, og hagvaxtarauka flýtt. Mánaðarlaun þeirra sem ekki taka laun samkvæmt kauptöxtum kjarasamnings hækka um 33 þúsund krónur. Allar hækkanir eru afturvirkar frá 1. nóvember 2022. Þá hefur nýtt starfsheiti verið stofnað, Almennt starfsfólk gistihúsa, og þau hækkuð um launaflokk. Einnig höfðu náðst samningar hjá bílstjórum olíufélaganna og Samskipa um betri kjör og áhættuþóknun. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Tillagan var lögð fram miðvikudaginn 1. mars síðastliðinn eftir fund deiluaðila í húsnæði ríkissáttasemjara. Aðilar samþykktu þá að fresta öllum verkföllum og verkbönnum sem höfðu verið skipulögð dagana á undan. Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í deilunni, segir í samtali við fréttastofu að hann muni ekki veita viðtöl vegna málsins heldur snúa sér strax að öðrum málum. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir það vera ánægjulegt að fá þessar niðurstöður og að þær hafi verið fyrirséðar. Um er að ræða sömu launahækkanir og eru í samningi annarra félaga Starfsgreinasambandsins og gildir samningurinn til 31. janúar 2024. Kauptaxtar aðalkjarasamnings hækka á bilinu 35 þúsund krónur til rúmlega 52 þúsund krónur á mánuði samkvæmt miðlunartillögunni og er meðalhækkun um 42 þúsund krónur. Hlutfallsleg hækkun kauptaxta er á bilinu 9,5 til 13 prósent og meðalhækkun rúmlega 11 prósent. Kjaratengdir liðir, svo sem bónusar, hækka um fimm prósent nema um annað sé samið, bónusar og akkorð í fiskvinnslu hækka um átta prósent, desemberuppbót hækkar í 103 þúsund krónur, og hagvaxtarauka flýtt. Mánaðarlaun þeirra sem ekki taka laun samkvæmt kauptöxtum kjarasamnings hækka um 33 þúsund krónur. Allar hækkanir eru afturvirkar frá 1. nóvember 2022. Þá hefur nýtt starfsheiti verið stofnað, Almennt starfsfólk gistihúsa, og þau hækkuð um launaflokk. Einnig höfðu náðst samningar hjá bílstjórum olíufélaganna og Samskipa um betri kjör og áhættuþóknun.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira