Verbúðin tilnefnd sem besta handrit eftir allt saman Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. mars 2023 17:02 Nína Dögg Filippusdóttir í hlutverki í Hörpu í Verbúðinni. Verbúðin Handritið að sjónvarpsþáttunum Verbúðin verður tilnefnt til Edduverðlauna eftir allt saman. Þetta er niðurstaða kjörnefndar Edduverðlaunanna. Þetta staðfestir Auður Elísabet Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Íslensku sjónvarps- og kvikmyndaakademíunnar í samtali við fréttastofu. Verbúðin sópaði til sín tilnefningum til Edduverðlauna þegar þær voru kunngjörðar á föstudaginn. Athygli vakti að handrit þáttanna var ekki tilnefnt. Misskilningur milli framleiðanda og framkvæmdastjóra Eddunar olli því að umsókn í flokknum handrit ársins var ekki fullkláruð inni í innsendingarkerfinu. Því kom umsóknin aldrei til kasta kjörnefndar. Stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademían fól í gær framkvæmdastjóra sínum að kalla valnefnd í flokknum handrit ársins til starfa til að meta hvort tilnefna ætti Verbúðina fyrir handrit ársins. Yrði það niðurstaðan sú að tilnefna Verbúðina þá yrðu sex handrit tilefnd í þeim flokki í stað fimm. Ekki hlutverk framkvæmdastjóra eða stjórnar að staðreyna innsendingar Stjórn ÍKSA sagðist hafa orðið þess áskynja síðdegis á föstudag að innsending í flokkinn hefði ekki borist frá aðstandendum Verbúðarinnar ólíkt öðrum flokkum sem bárust. Aðstandendur Verbúðarinnar hefðu þó talið sig í góðri trú hafa sent slíka umsókn og að handrit þáttarins kæmi því til greina. „Eftir að stjórn hafði gert sér grein fyrir þessari stöðu var farið í að skoða alla verkferla málsins. Eftir ítarlega skoðun á gögnum og samskiptum er ljóst að misskilningur milli framkvæmdastjóra og framleiðanda í samskiptum er varða innsendingarkerfið olli því að framleiðandi taldi umsókn um handrit ársins afgreidda þegar raunin var að umsóknin hafði ekki verið fullkláruð inni í innsendingarkerfinu,“ sagði í tilkynningu til meðlima í akademíunni í gær. Þó var áréttað að það væri ekki hlutverk framkvæmdastjóra eða stjórnar að staðreyna hvort aðstandendur verka hefðu sótt um einstaka flokka fagverðlauna í innsendingarferlinu. „Þetta er ákvörðun og á ábyrgð þeirra sem senda inn verk. Hlutverk stjórnar varðandi innsendingar eftir að fresti lýkur er fyrst og fremst að skoða hvort verkefni uppfylli þau skilyrði sem kveðið er á um í starfsreglum.“ Einn stjórnarmaður mótfallinn Þá kom fram í tilkynningunni að mikilvægt væri að allir lúti sömu reglum þar á meðal um skilafrest, og að þeim sé ekki breytt meðan ferli innsendinga, tilnefninga og kosninga stendur yfir. Í ljósi þess að hér kom upp misskilningur milli aðila telur stjórn ÍKSA rétt að heimila valnefnd að fjalla um handrit Verbúðarinnar. Í þeirri rýnivinnu sem nú stendur yfir varðandi tilhögun Edduverðlaunanna, verða gerðar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að uppákomur sem þessar eigi sér stað síðar.“ Ekki var einhugur í stjórn ÍKSA að skoða á ný hvort handrit Verbúðarinnar yrði tilnefnd. Þetta upplýsir Ásgrímur Sverrisson, stjórnarmaður og ritstjóri kvikmyndavefsins Klapptré, í pistli á vef sínum í dag. Hann segir óréttanlegt að Verbúðin fái að senda handritið inn sex vikum eftir að fresturinn rann út. „Reglur liggja auðvitað fyrir áður en innsendingar hefjast og ekkert í þessu máli gerir það verjanlegt að breyta þeim meðan á ferlinu stendur,“ segir Ásgrímur í pistli sínum. Sex í flokki í andstöðu við reglur „Ákvörðun meirihluta stjórnar skapar það fordæmi að tiltekinn aðili þurfi ekki að lúta sömu reglum og aðrir, að gera megi sérstakar ívilnanir í hans þágu.“ Þá standi skýrt í reglum að tilnefningar í flokkum skuli vera þrjár eða fimm. Nú séu þær sex í flokknum handrit ársins. Ekki gangi upp að breyta reglum meðan á ferlinu stendur. „Ljóst er að aðstandendur Verbúðarinnar völdu ekki flokkinn Handrit ársins í innsendingarferlinu sem lauk 24. janúar síðastliðinn, sendu ekki inn handrit eins og reglur kveða á um og greiddu ekki innsendingargjald vegna handritsflokks. Þetta gerðu aðrir.“ Tilnefningarnar orðnar fjórtán Verbúðin hlaut tilnefningu í þrettán flokkum og nú hefur fjórtánda tilnefningin bæst við. Því má eiga von á verðlaunaflóði þegar verðlaunin verða veitt sunnudaginn 19. mars. Björn Hlynur Haraldsson, Gísli Örn Garðarsson og Mikael Torfason skrifuðu handritið sem hlotið hefur verðlaun Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins. Hér má sjá lista yfir allar tilnefningar til verðlaunanna en eftirtaldir sex aðilar berjast nú um verðlaunin fyrir handrit ársins. Heimir Bjarnason - Þrot Bergsveinn Birgisson, Ottó G. Borg og Ása Helga Hjörleifsdóttir- Svar við Bréfi Helgu Guðmundur Arnar Guðmundsson - Berdreymi Hlynur Pálmason - Volaða land Vala Þórsdóttir, Kolbrún Anna Björnsdóttir & Eva Sigurðardóttir - Vitjanir Björn Hlynur Haraldsson, Gísli Örn Garðarsson og Mikael Torfason - Verbúðin Edduverðlaunin Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Valnefnd handrita beðin um að skoða Verbúð upp á nýtt Stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademían hefur falið framkvæmdastjóra að kalla valnefnd í flokknum handrit ársins til starfa til að meta hvort tilnefna eigi Verbúðina fyrir handrit ársins. Stjórn harmar að málið hafi komið upp. 6. mars 2023 16:54 Kurr í menningarbransanum vegna tilnefninga til Edduverðlauna Margir aðilar innan leikhúss, leiklistar og sjónvarpssbransans á Íslandi hafa tjáð sig um tilnefningar til Edduverðlaunanna sem gefnar voru út á dögunum. Það hefur vakið sérstaka athygli að kvikmyndin Skjálfti í leikstjórn Tinnu Hrafnsdóttur hafi ekki hlotið fleiri tilnefningar en raun ber vitni. 5. mars 2023 11:31 Verbúðin sópar að sér tilnefningum til Edduverðlauna Tilnefningar til Edduverðlaunanna 2023 voru tilkynntar í dag. Sjónvarpsþættirnir vinsælu Verbúðin hljóta flestar tilnefningarnar í ár en þar á eftir kemur kvikmyndin Svar við bréfi Helgu. Verðlaunin verða veitt í Háskólabíói þann 19. mars næstkomandi. 3. mars 2023 15:09 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Þetta staðfestir Auður Elísabet Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Íslensku sjónvarps- og kvikmyndaakademíunnar í samtali við fréttastofu. Verbúðin sópaði til sín tilnefningum til Edduverðlauna þegar þær voru kunngjörðar á föstudaginn. Athygli vakti að handrit þáttanna var ekki tilnefnt. Misskilningur milli framleiðanda og framkvæmdastjóra Eddunar olli því að umsókn í flokknum handrit ársins var ekki fullkláruð inni í innsendingarkerfinu. Því kom umsóknin aldrei til kasta kjörnefndar. Stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademían fól í gær framkvæmdastjóra sínum að kalla valnefnd í flokknum handrit ársins til starfa til að meta hvort tilnefna ætti Verbúðina fyrir handrit ársins. Yrði það niðurstaðan sú að tilnefna Verbúðina þá yrðu sex handrit tilefnd í þeim flokki í stað fimm. Ekki hlutverk framkvæmdastjóra eða stjórnar að staðreyna innsendingar Stjórn ÍKSA sagðist hafa orðið þess áskynja síðdegis á föstudag að innsending í flokkinn hefði ekki borist frá aðstandendum Verbúðarinnar ólíkt öðrum flokkum sem bárust. Aðstandendur Verbúðarinnar hefðu þó talið sig í góðri trú hafa sent slíka umsókn og að handrit þáttarins kæmi því til greina. „Eftir að stjórn hafði gert sér grein fyrir þessari stöðu var farið í að skoða alla verkferla málsins. Eftir ítarlega skoðun á gögnum og samskiptum er ljóst að misskilningur milli framkvæmdastjóra og framleiðanda í samskiptum er varða innsendingarkerfið olli því að framleiðandi taldi umsókn um handrit ársins afgreidda þegar raunin var að umsóknin hafði ekki verið fullkláruð inni í innsendingarkerfinu,“ sagði í tilkynningu til meðlima í akademíunni í gær. Þó var áréttað að það væri ekki hlutverk framkvæmdastjóra eða stjórnar að staðreyna hvort aðstandendur verka hefðu sótt um einstaka flokka fagverðlauna í innsendingarferlinu. „Þetta er ákvörðun og á ábyrgð þeirra sem senda inn verk. Hlutverk stjórnar varðandi innsendingar eftir að fresti lýkur er fyrst og fremst að skoða hvort verkefni uppfylli þau skilyrði sem kveðið er á um í starfsreglum.“ Einn stjórnarmaður mótfallinn Þá kom fram í tilkynningunni að mikilvægt væri að allir lúti sömu reglum þar á meðal um skilafrest, og að þeim sé ekki breytt meðan ferli innsendinga, tilnefninga og kosninga stendur yfir. Í ljósi þess að hér kom upp misskilningur milli aðila telur stjórn ÍKSA rétt að heimila valnefnd að fjalla um handrit Verbúðarinnar. Í þeirri rýnivinnu sem nú stendur yfir varðandi tilhögun Edduverðlaunanna, verða gerðar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að uppákomur sem þessar eigi sér stað síðar.“ Ekki var einhugur í stjórn ÍKSA að skoða á ný hvort handrit Verbúðarinnar yrði tilnefnd. Þetta upplýsir Ásgrímur Sverrisson, stjórnarmaður og ritstjóri kvikmyndavefsins Klapptré, í pistli á vef sínum í dag. Hann segir óréttanlegt að Verbúðin fái að senda handritið inn sex vikum eftir að fresturinn rann út. „Reglur liggja auðvitað fyrir áður en innsendingar hefjast og ekkert í þessu máli gerir það verjanlegt að breyta þeim meðan á ferlinu stendur,“ segir Ásgrímur í pistli sínum. Sex í flokki í andstöðu við reglur „Ákvörðun meirihluta stjórnar skapar það fordæmi að tiltekinn aðili þurfi ekki að lúta sömu reglum og aðrir, að gera megi sérstakar ívilnanir í hans þágu.“ Þá standi skýrt í reglum að tilnefningar í flokkum skuli vera þrjár eða fimm. Nú séu þær sex í flokknum handrit ársins. Ekki gangi upp að breyta reglum meðan á ferlinu stendur. „Ljóst er að aðstandendur Verbúðarinnar völdu ekki flokkinn Handrit ársins í innsendingarferlinu sem lauk 24. janúar síðastliðinn, sendu ekki inn handrit eins og reglur kveða á um og greiddu ekki innsendingargjald vegna handritsflokks. Þetta gerðu aðrir.“ Tilnefningarnar orðnar fjórtán Verbúðin hlaut tilnefningu í þrettán flokkum og nú hefur fjórtánda tilnefningin bæst við. Því má eiga von á verðlaunaflóði þegar verðlaunin verða veitt sunnudaginn 19. mars. Björn Hlynur Haraldsson, Gísli Örn Garðarsson og Mikael Torfason skrifuðu handritið sem hlotið hefur verðlaun Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins. Hér má sjá lista yfir allar tilnefningar til verðlaunanna en eftirtaldir sex aðilar berjast nú um verðlaunin fyrir handrit ársins. Heimir Bjarnason - Þrot Bergsveinn Birgisson, Ottó G. Borg og Ása Helga Hjörleifsdóttir- Svar við Bréfi Helgu Guðmundur Arnar Guðmundsson - Berdreymi Hlynur Pálmason - Volaða land Vala Þórsdóttir, Kolbrún Anna Björnsdóttir & Eva Sigurðardóttir - Vitjanir Björn Hlynur Haraldsson, Gísli Örn Garðarsson og Mikael Torfason - Verbúðin
Edduverðlaunin Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Valnefnd handrita beðin um að skoða Verbúð upp á nýtt Stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademían hefur falið framkvæmdastjóra að kalla valnefnd í flokknum handrit ársins til starfa til að meta hvort tilnefna eigi Verbúðina fyrir handrit ársins. Stjórn harmar að málið hafi komið upp. 6. mars 2023 16:54 Kurr í menningarbransanum vegna tilnefninga til Edduverðlauna Margir aðilar innan leikhúss, leiklistar og sjónvarpssbransans á Íslandi hafa tjáð sig um tilnefningar til Edduverðlaunanna sem gefnar voru út á dögunum. Það hefur vakið sérstaka athygli að kvikmyndin Skjálfti í leikstjórn Tinnu Hrafnsdóttur hafi ekki hlotið fleiri tilnefningar en raun ber vitni. 5. mars 2023 11:31 Verbúðin sópar að sér tilnefningum til Edduverðlauna Tilnefningar til Edduverðlaunanna 2023 voru tilkynntar í dag. Sjónvarpsþættirnir vinsælu Verbúðin hljóta flestar tilnefningarnar í ár en þar á eftir kemur kvikmyndin Svar við bréfi Helgu. Verðlaunin verða veitt í Háskólabíói þann 19. mars næstkomandi. 3. mars 2023 15:09 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Valnefnd handrita beðin um að skoða Verbúð upp á nýtt Stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademían hefur falið framkvæmdastjóra að kalla valnefnd í flokknum handrit ársins til starfa til að meta hvort tilnefna eigi Verbúðina fyrir handrit ársins. Stjórn harmar að málið hafi komið upp. 6. mars 2023 16:54
Kurr í menningarbransanum vegna tilnefninga til Edduverðlauna Margir aðilar innan leikhúss, leiklistar og sjónvarpssbransans á Íslandi hafa tjáð sig um tilnefningar til Edduverðlaunanna sem gefnar voru út á dögunum. Það hefur vakið sérstaka athygli að kvikmyndin Skjálfti í leikstjórn Tinnu Hrafnsdóttur hafi ekki hlotið fleiri tilnefningar en raun ber vitni. 5. mars 2023 11:31
Verbúðin sópar að sér tilnefningum til Edduverðlauna Tilnefningar til Edduverðlaunanna 2023 voru tilkynntar í dag. Sjónvarpsþættirnir vinsælu Verbúðin hljóta flestar tilnefningarnar í ár en þar á eftir kemur kvikmyndin Svar við bréfi Helgu. Verðlaunin verða veitt í Háskólabíói þann 19. mars næstkomandi. 3. mars 2023 15:09