Verbúðin tilnefnd sem besta handrit eftir allt saman Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. mars 2023 17:02 Nína Dögg Filippusdóttir í hlutverki í Hörpu í Verbúðinni. Verbúðin Handritið að sjónvarpsþáttunum Verbúðin verður tilnefnt til Edduverðlauna eftir allt saman. Þetta er niðurstaða kjörnefndar Edduverðlaunanna. Þetta staðfestir Auður Elísabet Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Íslensku sjónvarps- og kvikmyndaakademíunnar í samtali við fréttastofu. Verbúðin sópaði til sín tilnefningum til Edduverðlauna þegar þær voru kunngjörðar á föstudaginn. Athygli vakti að handrit þáttanna var ekki tilnefnt. Misskilningur milli framleiðanda og framkvæmdastjóra Eddunar olli því að umsókn í flokknum handrit ársins var ekki fullkláruð inni í innsendingarkerfinu. Því kom umsóknin aldrei til kasta kjörnefndar. Stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademían fól í gær framkvæmdastjóra sínum að kalla valnefnd í flokknum handrit ársins til starfa til að meta hvort tilnefna ætti Verbúðina fyrir handrit ársins. Yrði það niðurstaðan sú að tilnefna Verbúðina þá yrðu sex handrit tilefnd í þeim flokki í stað fimm. Ekki hlutverk framkvæmdastjóra eða stjórnar að staðreyna innsendingar Stjórn ÍKSA sagðist hafa orðið þess áskynja síðdegis á föstudag að innsending í flokkinn hefði ekki borist frá aðstandendum Verbúðarinnar ólíkt öðrum flokkum sem bárust. Aðstandendur Verbúðarinnar hefðu þó talið sig í góðri trú hafa sent slíka umsókn og að handrit þáttarins kæmi því til greina. „Eftir að stjórn hafði gert sér grein fyrir þessari stöðu var farið í að skoða alla verkferla málsins. Eftir ítarlega skoðun á gögnum og samskiptum er ljóst að misskilningur milli framkvæmdastjóra og framleiðanda í samskiptum er varða innsendingarkerfið olli því að framleiðandi taldi umsókn um handrit ársins afgreidda þegar raunin var að umsóknin hafði ekki verið fullkláruð inni í innsendingarkerfinu,“ sagði í tilkynningu til meðlima í akademíunni í gær. Þó var áréttað að það væri ekki hlutverk framkvæmdastjóra eða stjórnar að staðreyna hvort aðstandendur verka hefðu sótt um einstaka flokka fagverðlauna í innsendingarferlinu. „Þetta er ákvörðun og á ábyrgð þeirra sem senda inn verk. Hlutverk stjórnar varðandi innsendingar eftir að fresti lýkur er fyrst og fremst að skoða hvort verkefni uppfylli þau skilyrði sem kveðið er á um í starfsreglum.“ Einn stjórnarmaður mótfallinn Þá kom fram í tilkynningunni að mikilvægt væri að allir lúti sömu reglum þar á meðal um skilafrest, og að þeim sé ekki breytt meðan ferli innsendinga, tilnefninga og kosninga stendur yfir. Í ljósi þess að hér kom upp misskilningur milli aðila telur stjórn ÍKSA rétt að heimila valnefnd að fjalla um handrit Verbúðarinnar. Í þeirri rýnivinnu sem nú stendur yfir varðandi tilhögun Edduverðlaunanna, verða gerðar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að uppákomur sem þessar eigi sér stað síðar.“ Ekki var einhugur í stjórn ÍKSA að skoða á ný hvort handrit Verbúðarinnar yrði tilnefnd. Þetta upplýsir Ásgrímur Sverrisson, stjórnarmaður og ritstjóri kvikmyndavefsins Klapptré, í pistli á vef sínum í dag. Hann segir óréttanlegt að Verbúðin fái að senda handritið inn sex vikum eftir að fresturinn rann út. „Reglur liggja auðvitað fyrir áður en innsendingar hefjast og ekkert í þessu máli gerir það verjanlegt að breyta þeim meðan á ferlinu stendur,“ segir Ásgrímur í pistli sínum. Sex í flokki í andstöðu við reglur „Ákvörðun meirihluta stjórnar skapar það fordæmi að tiltekinn aðili þurfi ekki að lúta sömu reglum og aðrir, að gera megi sérstakar ívilnanir í hans þágu.“ Þá standi skýrt í reglum að tilnefningar í flokkum skuli vera þrjár eða fimm. Nú séu þær sex í flokknum handrit ársins. Ekki gangi upp að breyta reglum meðan á ferlinu stendur. „Ljóst er að aðstandendur Verbúðarinnar völdu ekki flokkinn Handrit ársins í innsendingarferlinu sem lauk 24. janúar síðastliðinn, sendu ekki inn handrit eins og reglur kveða á um og greiddu ekki innsendingargjald vegna handritsflokks. Þetta gerðu aðrir.“ Tilnefningarnar orðnar fjórtán Verbúðin hlaut tilnefningu í þrettán flokkum og nú hefur fjórtánda tilnefningin bæst við. Því má eiga von á verðlaunaflóði þegar verðlaunin verða veitt sunnudaginn 19. mars. Björn Hlynur Haraldsson, Gísli Örn Garðarsson og Mikael Torfason skrifuðu handritið sem hlotið hefur verðlaun Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins. Hér má sjá lista yfir allar tilnefningar til verðlaunanna en eftirtaldir sex aðilar berjast nú um verðlaunin fyrir handrit ársins. Heimir Bjarnason - Þrot Bergsveinn Birgisson, Ottó G. Borg og Ása Helga Hjörleifsdóttir- Svar við Bréfi Helgu Guðmundur Arnar Guðmundsson - Berdreymi Hlynur Pálmason - Volaða land Vala Þórsdóttir, Kolbrún Anna Björnsdóttir & Eva Sigurðardóttir - Vitjanir Björn Hlynur Haraldsson, Gísli Örn Garðarsson og Mikael Torfason - Verbúðin Edduverðlaunin Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Valnefnd handrita beðin um að skoða Verbúð upp á nýtt Stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademían hefur falið framkvæmdastjóra að kalla valnefnd í flokknum handrit ársins til starfa til að meta hvort tilnefna eigi Verbúðina fyrir handrit ársins. Stjórn harmar að málið hafi komið upp. 6. mars 2023 16:54 Kurr í menningarbransanum vegna tilnefninga til Edduverðlauna Margir aðilar innan leikhúss, leiklistar og sjónvarpssbransans á Íslandi hafa tjáð sig um tilnefningar til Edduverðlaunanna sem gefnar voru út á dögunum. Það hefur vakið sérstaka athygli að kvikmyndin Skjálfti í leikstjórn Tinnu Hrafnsdóttur hafi ekki hlotið fleiri tilnefningar en raun ber vitni. 5. mars 2023 11:31 Verbúðin sópar að sér tilnefningum til Edduverðlauna Tilnefningar til Edduverðlaunanna 2023 voru tilkynntar í dag. Sjónvarpsþættirnir vinsælu Verbúðin hljóta flestar tilnefningarnar í ár en þar á eftir kemur kvikmyndin Svar við bréfi Helgu. Verðlaunin verða veitt í Háskólabíói þann 19. mars næstkomandi. 3. mars 2023 15:09 Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Fleiri fréttir Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Þetta staðfestir Auður Elísabet Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Íslensku sjónvarps- og kvikmyndaakademíunnar í samtali við fréttastofu. Verbúðin sópaði til sín tilnefningum til Edduverðlauna þegar þær voru kunngjörðar á föstudaginn. Athygli vakti að handrit þáttanna var ekki tilnefnt. Misskilningur milli framleiðanda og framkvæmdastjóra Eddunar olli því að umsókn í flokknum handrit ársins var ekki fullkláruð inni í innsendingarkerfinu. Því kom umsóknin aldrei til kasta kjörnefndar. Stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademían fól í gær framkvæmdastjóra sínum að kalla valnefnd í flokknum handrit ársins til starfa til að meta hvort tilnefna ætti Verbúðina fyrir handrit ársins. Yrði það niðurstaðan sú að tilnefna Verbúðina þá yrðu sex handrit tilefnd í þeim flokki í stað fimm. Ekki hlutverk framkvæmdastjóra eða stjórnar að staðreyna innsendingar Stjórn ÍKSA sagðist hafa orðið þess áskynja síðdegis á föstudag að innsending í flokkinn hefði ekki borist frá aðstandendum Verbúðarinnar ólíkt öðrum flokkum sem bárust. Aðstandendur Verbúðarinnar hefðu þó talið sig í góðri trú hafa sent slíka umsókn og að handrit þáttarins kæmi því til greina. „Eftir að stjórn hafði gert sér grein fyrir þessari stöðu var farið í að skoða alla verkferla málsins. Eftir ítarlega skoðun á gögnum og samskiptum er ljóst að misskilningur milli framkvæmdastjóra og framleiðanda í samskiptum er varða innsendingarkerfið olli því að framleiðandi taldi umsókn um handrit ársins afgreidda þegar raunin var að umsóknin hafði ekki verið fullkláruð inni í innsendingarkerfinu,“ sagði í tilkynningu til meðlima í akademíunni í gær. Þó var áréttað að það væri ekki hlutverk framkvæmdastjóra eða stjórnar að staðreyna hvort aðstandendur verka hefðu sótt um einstaka flokka fagverðlauna í innsendingarferlinu. „Þetta er ákvörðun og á ábyrgð þeirra sem senda inn verk. Hlutverk stjórnar varðandi innsendingar eftir að fresti lýkur er fyrst og fremst að skoða hvort verkefni uppfylli þau skilyrði sem kveðið er á um í starfsreglum.“ Einn stjórnarmaður mótfallinn Þá kom fram í tilkynningunni að mikilvægt væri að allir lúti sömu reglum þar á meðal um skilafrest, og að þeim sé ekki breytt meðan ferli innsendinga, tilnefninga og kosninga stendur yfir. Í ljósi þess að hér kom upp misskilningur milli aðila telur stjórn ÍKSA rétt að heimila valnefnd að fjalla um handrit Verbúðarinnar. Í þeirri rýnivinnu sem nú stendur yfir varðandi tilhögun Edduverðlaunanna, verða gerðar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að uppákomur sem þessar eigi sér stað síðar.“ Ekki var einhugur í stjórn ÍKSA að skoða á ný hvort handrit Verbúðarinnar yrði tilnefnd. Þetta upplýsir Ásgrímur Sverrisson, stjórnarmaður og ritstjóri kvikmyndavefsins Klapptré, í pistli á vef sínum í dag. Hann segir óréttanlegt að Verbúðin fái að senda handritið inn sex vikum eftir að fresturinn rann út. „Reglur liggja auðvitað fyrir áður en innsendingar hefjast og ekkert í þessu máli gerir það verjanlegt að breyta þeim meðan á ferlinu stendur,“ segir Ásgrímur í pistli sínum. Sex í flokki í andstöðu við reglur „Ákvörðun meirihluta stjórnar skapar það fordæmi að tiltekinn aðili þurfi ekki að lúta sömu reglum og aðrir, að gera megi sérstakar ívilnanir í hans þágu.“ Þá standi skýrt í reglum að tilnefningar í flokkum skuli vera þrjár eða fimm. Nú séu þær sex í flokknum handrit ársins. Ekki gangi upp að breyta reglum meðan á ferlinu stendur. „Ljóst er að aðstandendur Verbúðarinnar völdu ekki flokkinn Handrit ársins í innsendingarferlinu sem lauk 24. janúar síðastliðinn, sendu ekki inn handrit eins og reglur kveða á um og greiddu ekki innsendingargjald vegna handritsflokks. Þetta gerðu aðrir.“ Tilnefningarnar orðnar fjórtán Verbúðin hlaut tilnefningu í þrettán flokkum og nú hefur fjórtánda tilnefningin bæst við. Því má eiga von á verðlaunaflóði þegar verðlaunin verða veitt sunnudaginn 19. mars. Björn Hlynur Haraldsson, Gísli Örn Garðarsson og Mikael Torfason skrifuðu handritið sem hlotið hefur verðlaun Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins. Hér má sjá lista yfir allar tilnefningar til verðlaunanna en eftirtaldir sex aðilar berjast nú um verðlaunin fyrir handrit ársins. Heimir Bjarnason - Þrot Bergsveinn Birgisson, Ottó G. Borg og Ása Helga Hjörleifsdóttir- Svar við Bréfi Helgu Guðmundur Arnar Guðmundsson - Berdreymi Hlynur Pálmason - Volaða land Vala Þórsdóttir, Kolbrún Anna Björnsdóttir & Eva Sigurðardóttir - Vitjanir Björn Hlynur Haraldsson, Gísli Örn Garðarsson og Mikael Torfason - Verbúðin
Edduverðlaunin Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Valnefnd handrita beðin um að skoða Verbúð upp á nýtt Stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademían hefur falið framkvæmdastjóra að kalla valnefnd í flokknum handrit ársins til starfa til að meta hvort tilnefna eigi Verbúðina fyrir handrit ársins. Stjórn harmar að málið hafi komið upp. 6. mars 2023 16:54 Kurr í menningarbransanum vegna tilnefninga til Edduverðlauna Margir aðilar innan leikhúss, leiklistar og sjónvarpssbransans á Íslandi hafa tjáð sig um tilnefningar til Edduverðlaunanna sem gefnar voru út á dögunum. Það hefur vakið sérstaka athygli að kvikmyndin Skjálfti í leikstjórn Tinnu Hrafnsdóttur hafi ekki hlotið fleiri tilnefningar en raun ber vitni. 5. mars 2023 11:31 Verbúðin sópar að sér tilnefningum til Edduverðlauna Tilnefningar til Edduverðlaunanna 2023 voru tilkynntar í dag. Sjónvarpsþættirnir vinsælu Verbúðin hljóta flestar tilnefningarnar í ár en þar á eftir kemur kvikmyndin Svar við bréfi Helgu. Verðlaunin verða veitt í Háskólabíói þann 19. mars næstkomandi. 3. mars 2023 15:09 Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Fleiri fréttir Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Valnefnd handrita beðin um að skoða Verbúð upp á nýtt Stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademían hefur falið framkvæmdastjóra að kalla valnefnd í flokknum handrit ársins til starfa til að meta hvort tilnefna eigi Verbúðina fyrir handrit ársins. Stjórn harmar að málið hafi komið upp. 6. mars 2023 16:54
Kurr í menningarbransanum vegna tilnefninga til Edduverðlauna Margir aðilar innan leikhúss, leiklistar og sjónvarpssbransans á Íslandi hafa tjáð sig um tilnefningar til Edduverðlaunanna sem gefnar voru út á dögunum. Það hefur vakið sérstaka athygli að kvikmyndin Skjálfti í leikstjórn Tinnu Hrafnsdóttur hafi ekki hlotið fleiri tilnefningar en raun ber vitni. 5. mars 2023 11:31
Verbúðin sópar að sér tilnefningum til Edduverðlauna Tilnefningar til Edduverðlaunanna 2023 voru tilkynntar í dag. Sjónvarpsþættirnir vinsælu Verbúðin hljóta flestar tilnefningarnar í ár en þar á eftir kemur kvikmyndin Svar við bréfi Helgu. Verðlaunin verða veitt í Háskólabíói þann 19. mars næstkomandi. 3. mars 2023 15:09