Bakhjarlar Úkraínu leggja til undanhald frá Bakhmut Samúel Karl Ólason skrifar 6. mars 2023 23:35 Úkraínskir hermenn nærri Bakhmut. Getty/John Moore Úkraínumenn segjast ætla að halda Bakhmut í Dónetskhéraði, þrátt fyrir erfitt ástand þar og að Rússum hafi vaxið ásmegin. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fundaði með herforingjaráði Úkraínu þar sem talað var um að senda meiri liðsauka á svæðið. Í yfirlýsingu á vef forsetaembættisins frá því í dag segir að farið hafi verið yfir stöðuna við Bakhmut og á öðrum víglínum í Úkraínu. Herforingjaráðið hafi lýst yfir vilja til að halda áfram að verja Bakhmut og styrkja stöðu úkraínska hersins þar. Fregnir hafa þó borist af því að Úkraínumenn hafi dregið einhverjar hersveitir frá Bakhmut en þeim færslum hefur ekki verið lýst sem undanhaldi af embættismönnum, heldur hafi verið að skipta út hersveitum á víglínunum. Sérfræðingar segja mögulegt að Úkraínumenn séu byrjaðir að hörfa frá Bakhmut. Hvetja til undanhalds Ráðamenn í Bandaríkjunum og öðrum ríkjum sem styðja við bakið á Úkraínumönnum hafa kvatt þá til að hörfa frá bænum og byggja upp betri og hentugri varnir en Rússar hafa næstum því umkringt bæinn. Úkraínskir hermenn hafa gert gagnárásir gegn Rússum um helgina, eftir að liðsauki barst á föstudaginn en þær virðast ekki hafa skilað miklum árangri Rússar hafa reynt að ná Bakhmut frá síðasta sumri. Umfangsmiklir og harðir bardagar geisað þar og þúsundir manna hafa fallið. Þar sem Rússar hafa að mestu verið að sækja fram þá hefur mannfallið líklega verið meira hjá þeim en Úkraínumönnum. Það hefur þó að einhverju leyti breyst undanfarnar vikur, samhliða hægum árangri Rússa í að umkringja Bakhmut. Hér að neðan má sjá hreyfimynd af kortum sem byggja meðal annars á kortum bandarísku hugveitunnar Institute for the study of war sem sýnir hvernig víglínurnar við Bakhmut hafa breyst á undanförnum níu mánuðum. NEW: Latest update on the Battle for Bakhmut which has been one of the most costly and hard-fought of the Ukraine war, stretching over almost nine months of grinding combat.Read @felschwartz and Roman Olearchyk's reporthttps://t.co/dhI0vQaavM#gistribe #dataviz @TheStudyofWar pic.twitter.com/paemOMVRRV— Steven Bernard (@sdbernard) March 6, 2023 Bærinn hefur náð táknrænni merkingu fyrir báðar fylkingar. Hernám Bakhmut yrði fyrsti sigur Rússa í Úkraínu um langt skeið en Rússar vonast til þess að geta notað bæinn sem stökkpall lengra inn í Dónetskhérað og Donbas svæðið allt. Sjá einnig: Segjast enn verja Bakhmut Úkraínumenn vilja þvinga Rússa til að gera árásir á víggirtar varnir þeirra í og við Bakhmut og valda sem mestu mannfalli hjá Rússum, sem njóta töluverðra yfirburða varðandi mannafla eftir að á þrjú hundruð þúsund menn voru skikkaðir til herþjónustu í fyrra. Sannfærður um að varnirnar muni halda Blaðamaður New York Times ræddi við yfirmann hersveitanna í Bakhmut sen sá sagðist sannfærður um að varnir Úkraínumanna muni halda. Úkraínski herinn hefði burði til að reka Rússa á brott en enn sem komið er væri markmið þeirra að reyna að valda sem mestu mannfalli hjá Rússum. Hermenn sem NYT ræddi við sögðust þreyttir en voru ekki tilbúnir til að gefast upp. Einn hermaður sagði NYT að Úkraínumenn stöðvuðu um fimmtán til tuttugu árásir á dag. Það hafi gengið vel en skortur á skotfærum fyrir stórskotalið hafi komið niður á vörnum þeirra. Heimildarmenn CNN segja að Selenskí vilji halda Bakhmut. Það muni gera Úkraínumönnum auðveldara að ná aftur Donbassvæðinu svokallaða seinna meir. Hann er einnig sagður telja að fall Bakhmut myndi gefa Rússum tækifæri til að sækja fram í átt að borgunum Slovíansk og Kramatórsk. Fregnir hafa borist af því að Rússar hafi átt í vandræðum með skotfæri fyrir stórskotalið. Deilur auðjöfursins Yevgeny Prigozhin, sem rekur málaliðahópinn Wagner Group, við forsvarsmenn hersins, hafa gefið þessum fregnum byr undir báða vængi. Vilja leggja áherslu á sókn í suðri Þrír bandarískir embættismenn fóru til Kænugarðs í síðustu viku, samkvæmt heimildum CNN, og ræddu við ráðamenn þar. Þeir lögðu til að Úkraínumenn hörfuðu frá Bakhmut og einbeittu sér þess í stað að því að undirbúa sókn í suðurhluta Úkraínu í vor. Þessir embættismenn voru Jon Finer, aðstoðarþjóðaröryggisráðgjafi, Wendy Sherman, aðstoðarutanríkisráðherra, og Colin Kahl, aðstoðarvarnarmálaráðherra. Þau lögðu samkvæmt heimildum CNN til að Úkraínumenn reyndu losna úr þessum staðbundnu og mannskæðu átökum við Rússa og notast frekar við hraðskreiðar hersveitir til að gera árásir sem Rússar ættu ekki von á. Vestrænir skrið- og bryndrekar sem Úkraínumenn hafa fengið og eru að fá eru til þess ætlaðir að hjálpa til við slíkar árásir. Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði þar að auki í dag að hann teldi það hafa lítil áhrif á stríðið í Úkraínu ef Úkraínumenn hörfa frá Bakhmut. Rússar myndu vinna táknrænan sigur en ekki taktískan eða strategískan sigur. Þá sagði Austin að Rússar væru að dæla lítið þjálfuðum og illa búnum hermönnum í Bakhmut en á sama tíma væru Úkraínumenn að byggja upp nýjar sveitir annars staðar í landinu og undirbúa sig fyrir árásir í vor. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Segja Rússa dusta rykið af 60 ára gömlum skriðdrekum Breska varnarmálaráðuneytið segir hermálayfirvöld í Rússlandi hafa dregið fram um það bil 800 T-62 skriðdreka úr geymslum sínum, sem eiga að koma í stað þeirra sem tapast hafa í Úkraínu. 6. mars 2023 08:04 Leiðtogi Wagner segir Bakhmut fallna Yfirmaður rússnesku Wagner málaliðanna segir þá hafa umkringt borgina Bakhmut þar sem aðeins væru eftir börn og gamalmenni til að berjast gegn innrás þeirra. Yfirvöld í nágrannahéraðinu Kharkiv hafa síðan fyrirskipað fjölskyldum með börn og öðrum viðkvæmum hópum að yfirgefa borgina Kupiansk vegna látlausra loftárása Rússa. 3. mars 2023 20:01 Segjast enn verja Bakhmut Embættismenn í Úkraínu segja úkraínska hermenn enn verja bæinn Bakhmut í Dónetskhéraði. Yfirmaður herafla Úkraínu í austri er sagður hafa heimsótt hermennina þar í dag. Hersveitir Rússa eru þó nærri því að umkringja bæinn og eru sagðar beina fallbyssum sínum að einu birgðaleið Úkraínumanna inn og út úr bænum. 3. mars 2023 16:43 Sprengdu brýr við Bakhmut og virðast ætla hörfa Útlit er fyrir að úkraínskir hermenn ætli sér að hörfa eða séu þegar byrjaðir að hörfa frá Bakhmut í Dónetskhéraði. Rússar hafa gert umfangsmiklar árásir á bæinn um mánaða skeið og hafa nú nærri því umkringt hann. 3. mars 2023 11:06 Skilaboð Blinkens til Lavrovs voru einföld og skýr Skuggi innrásar Rússa í Úkraínu skyggði á öll önnur málefni á fundi utanríkisráðherra 20 helstu iðnríkja heims á Indlandi í dag. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna skoraði á Rússa að láta af hernaði sínum og utanríkisráðherra Rússlands sagði aldrei hafa staðið á Rússum að semja við Bandaríkin um örlög Úkraínu. 2. mars 2023 18:57 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Í yfirlýsingu á vef forsetaembættisins frá því í dag segir að farið hafi verið yfir stöðuna við Bakhmut og á öðrum víglínum í Úkraínu. Herforingjaráðið hafi lýst yfir vilja til að halda áfram að verja Bakhmut og styrkja stöðu úkraínska hersins þar. Fregnir hafa þó borist af því að Úkraínumenn hafi dregið einhverjar hersveitir frá Bakhmut en þeim færslum hefur ekki verið lýst sem undanhaldi af embættismönnum, heldur hafi verið að skipta út hersveitum á víglínunum. Sérfræðingar segja mögulegt að Úkraínumenn séu byrjaðir að hörfa frá Bakhmut. Hvetja til undanhalds Ráðamenn í Bandaríkjunum og öðrum ríkjum sem styðja við bakið á Úkraínumönnum hafa kvatt þá til að hörfa frá bænum og byggja upp betri og hentugri varnir en Rússar hafa næstum því umkringt bæinn. Úkraínskir hermenn hafa gert gagnárásir gegn Rússum um helgina, eftir að liðsauki barst á föstudaginn en þær virðast ekki hafa skilað miklum árangri Rússar hafa reynt að ná Bakhmut frá síðasta sumri. Umfangsmiklir og harðir bardagar geisað þar og þúsundir manna hafa fallið. Þar sem Rússar hafa að mestu verið að sækja fram þá hefur mannfallið líklega verið meira hjá þeim en Úkraínumönnum. Það hefur þó að einhverju leyti breyst undanfarnar vikur, samhliða hægum árangri Rússa í að umkringja Bakhmut. Hér að neðan má sjá hreyfimynd af kortum sem byggja meðal annars á kortum bandarísku hugveitunnar Institute for the study of war sem sýnir hvernig víglínurnar við Bakhmut hafa breyst á undanförnum níu mánuðum. NEW: Latest update on the Battle for Bakhmut which has been one of the most costly and hard-fought of the Ukraine war, stretching over almost nine months of grinding combat.Read @felschwartz and Roman Olearchyk's reporthttps://t.co/dhI0vQaavM#gistribe #dataviz @TheStudyofWar pic.twitter.com/paemOMVRRV— Steven Bernard (@sdbernard) March 6, 2023 Bærinn hefur náð táknrænni merkingu fyrir báðar fylkingar. Hernám Bakhmut yrði fyrsti sigur Rússa í Úkraínu um langt skeið en Rússar vonast til þess að geta notað bæinn sem stökkpall lengra inn í Dónetskhérað og Donbas svæðið allt. Sjá einnig: Segjast enn verja Bakhmut Úkraínumenn vilja þvinga Rússa til að gera árásir á víggirtar varnir þeirra í og við Bakhmut og valda sem mestu mannfalli hjá Rússum, sem njóta töluverðra yfirburða varðandi mannafla eftir að á þrjú hundruð þúsund menn voru skikkaðir til herþjónustu í fyrra. Sannfærður um að varnirnar muni halda Blaðamaður New York Times ræddi við yfirmann hersveitanna í Bakhmut sen sá sagðist sannfærður um að varnir Úkraínumanna muni halda. Úkraínski herinn hefði burði til að reka Rússa á brott en enn sem komið er væri markmið þeirra að reyna að valda sem mestu mannfalli hjá Rússum. Hermenn sem NYT ræddi við sögðust þreyttir en voru ekki tilbúnir til að gefast upp. Einn hermaður sagði NYT að Úkraínumenn stöðvuðu um fimmtán til tuttugu árásir á dag. Það hafi gengið vel en skortur á skotfærum fyrir stórskotalið hafi komið niður á vörnum þeirra. Heimildarmenn CNN segja að Selenskí vilji halda Bakhmut. Það muni gera Úkraínumönnum auðveldara að ná aftur Donbassvæðinu svokallaða seinna meir. Hann er einnig sagður telja að fall Bakhmut myndi gefa Rússum tækifæri til að sækja fram í átt að borgunum Slovíansk og Kramatórsk. Fregnir hafa borist af því að Rússar hafi átt í vandræðum með skotfæri fyrir stórskotalið. Deilur auðjöfursins Yevgeny Prigozhin, sem rekur málaliðahópinn Wagner Group, við forsvarsmenn hersins, hafa gefið þessum fregnum byr undir báða vængi. Vilja leggja áherslu á sókn í suðri Þrír bandarískir embættismenn fóru til Kænugarðs í síðustu viku, samkvæmt heimildum CNN, og ræddu við ráðamenn þar. Þeir lögðu til að Úkraínumenn hörfuðu frá Bakhmut og einbeittu sér þess í stað að því að undirbúa sókn í suðurhluta Úkraínu í vor. Þessir embættismenn voru Jon Finer, aðstoðarþjóðaröryggisráðgjafi, Wendy Sherman, aðstoðarutanríkisráðherra, og Colin Kahl, aðstoðarvarnarmálaráðherra. Þau lögðu samkvæmt heimildum CNN til að Úkraínumenn reyndu losna úr þessum staðbundnu og mannskæðu átökum við Rússa og notast frekar við hraðskreiðar hersveitir til að gera árásir sem Rússar ættu ekki von á. Vestrænir skrið- og bryndrekar sem Úkraínumenn hafa fengið og eru að fá eru til þess ætlaðir að hjálpa til við slíkar árásir. Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði þar að auki í dag að hann teldi það hafa lítil áhrif á stríðið í Úkraínu ef Úkraínumenn hörfa frá Bakhmut. Rússar myndu vinna táknrænan sigur en ekki taktískan eða strategískan sigur. Þá sagði Austin að Rússar væru að dæla lítið þjálfuðum og illa búnum hermönnum í Bakhmut en á sama tíma væru Úkraínumenn að byggja upp nýjar sveitir annars staðar í landinu og undirbúa sig fyrir árásir í vor.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Segja Rússa dusta rykið af 60 ára gömlum skriðdrekum Breska varnarmálaráðuneytið segir hermálayfirvöld í Rússlandi hafa dregið fram um það bil 800 T-62 skriðdreka úr geymslum sínum, sem eiga að koma í stað þeirra sem tapast hafa í Úkraínu. 6. mars 2023 08:04 Leiðtogi Wagner segir Bakhmut fallna Yfirmaður rússnesku Wagner málaliðanna segir þá hafa umkringt borgina Bakhmut þar sem aðeins væru eftir börn og gamalmenni til að berjast gegn innrás þeirra. Yfirvöld í nágrannahéraðinu Kharkiv hafa síðan fyrirskipað fjölskyldum með börn og öðrum viðkvæmum hópum að yfirgefa borgina Kupiansk vegna látlausra loftárása Rússa. 3. mars 2023 20:01 Segjast enn verja Bakhmut Embættismenn í Úkraínu segja úkraínska hermenn enn verja bæinn Bakhmut í Dónetskhéraði. Yfirmaður herafla Úkraínu í austri er sagður hafa heimsótt hermennina þar í dag. Hersveitir Rússa eru þó nærri því að umkringja bæinn og eru sagðar beina fallbyssum sínum að einu birgðaleið Úkraínumanna inn og út úr bænum. 3. mars 2023 16:43 Sprengdu brýr við Bakhmut og virðast ætla hörfa Útlit er fyrir að úkraínskir hermenn ætli sér að hörfa eða séu þegar byrjaðir að hörfa frá Bakhmut í Dónetskhéraði. Rússar hafa gert umfangsmiklar árásir á bæinn um mánaða skeið og hafa nú nærri því umkringt hann. 3. mars 2023 11:06 Skilaboð Blinkens til Lavrovs voru einföld og skýr Skuggi innrásar Rússa í Úkraínu skyggði á öll önnur málefni á fundi utanríkisráðherra 20 helstu iðnríkja heims á Indlandi í dag. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna skoraði á Rússa að láta af hernaði sínum og utanríkisráðherra Rússlands sagði aldrei hafa staðið á Rússum að semja við Bandaríkin um örlög Úkraínu. 2. mars 2023 18:57 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Segja Rússa dusta rykið af 60 ára gömlum skriðdrekum Breska varnarmálaráðuneytið segir hermálayfirvöld í Rússlandi hafa dregið fram um það bil 800 T-62 skriðdreka úr geymslum sínum, sem eiga að koma í stað þeirra sem tapast hafa í Úkraínu. 6. mars 2023 08:04
Leiðtogi Wagner segir Bakhmut fallna Yfirmaður rússnesku Wagner málaliðanna segir þá hafa umkringt borgina Bakhmut þar sem aðeins væru eftir börn og gamalmenni til að berjast gegn innrás þeirra. Yfirvöld í nágrannahéraðinu Kharkiv hafa síðan fyrirskipað fjölskyldum með börn og öðrum viðkvæmum hópum að yfirgefa borgina Kupiansk vegna látlausra loftárása Rússa. 3. mars 2023 20:01
Segjast enn verja Bakhmut Embættismenn í Úkraínu segja úkraínska hermenn enn verja bæinn Bakhmut í Dónetskhéraði. Yfirmaður herafla Úkraínu í austri er sagður hafa heimsótt hermennina þar í dag. Hersveitir Rússa eru þó nærri því að umkringja bæinn og eru sagðar beina fallbyssum sínum að einu birgðaleið Úkraínumanna inn og út úr bænum. 3. mars 2023 16:43
Sprengdu brýr við Bakhmut og virðast ætla hörfa Útlit er fyrir að úkraínskir hermenn ætli sér að hörfa eða séu þegar byrjaðir að hörfa frá Bakhmut í Dónetskhéraði. Rússar hafa gert umfangsmiklar árásir á bæinn um mánaða skeið og hafa nú nærri því umkringt hann. 3. mars 2023 11:06
Skilaboð Blinkens til Lavrovs voru einföld og skýr Skuggi innrásar Rússa í Úkraínu skyggði á öll önnur málefni á fundi utanríkisráðherra 20 helstu iðnríkja heims á Indlandi í dag. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna skoraði á Rússa að láta af hernaði sínum og utanríkisráðherra Rússlands sagði aldrei hafa staðið á Rússum að semja við Bandaríkin um örlög Úkraínu. 2. mars 2023 18:57
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent