Viðskipti innlent

Ráðin mann­auðs­leið­togi Mal­bikunar­stöðvarinnar

Atli Ísleifsson skrifar
Guðrún Árný Guðmundsdóttir.
Guðrún Árný Guðmundsdóttir. Aðsend

Guðrún Árný Guðmundsdóttir hefur verið ráðin sem mannauðsleiðtogi hjá Malbikstöðinni og hefur nú þegar tekið til starfa.

Í tilkynningu kemur fram að Guðrún sé með meistarapróf í forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst en í náminu hafi hún lagt sérstaka áherslu á þjónandi forystu. 

„Eins er Guðrún með LSRM söngkennarapróf á vegum Royal School of Music, en prófið tók hún og útskrifaðist frá Söngskólanum í Reykjavík. Guðrún þekkir vel til starfsemi Malbikstöðvarinnar þar sem hún starfaði hjá fyrirtækinu á árunum 2014 – 2020,“ segir í tilkynningunni.

Þá segir að Guðrún hafi sinnt ýmsum störfum í gegnum tíðina og verið kórstjóri og söngkennari hjá Söngskólanum Domus Vox og Stúlknakór Reykjavíkur. 

„Einnig var hún kórstjóri Samkórs Reykjavíkur og gegndi hlutverki ritara í stjórn Félags íslenskra kórstjóra í nokkur ár. Á árunum 2021 – 2022 var hún stöðvarstjóri hjá Osteostrong á Íslandi en á árum áður starfaði hún hjá A4 og sinnti þar tollskýrslugerð og almennum skrifstofustörfum. Hjá fyrirtækinu var hún formaður starfsmannafélagsins.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×