Erlent

Segja Rússa dusta rykið af 60 ára gömlum skrið­drekum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Úkraínumenn umbreyta gömlum T-62 skriðdreka sem Rússar yfirgáfu á vígvellinum.
Úkraínumenn umbreyta gömlum T-62 skriðdreka sem Rússar yfirgáfu á vígvellinum. Getty/John Moore

Breska varnarmálaráðuneytið segir hermálayfirvöld í Rússlandi hafa dregið fram um það bil 800 T-62 skriðdreka úr geymslum sínum, sem eiga að koma í stað þeirra sem tapast hafa í Úkraínu. 

Skriðdrekarnir eru sagðir allt að 60 ára gamlir.

Hjá Guardian má nú finna umfjöllun um það hvernig átökin í Úkraínu hafa sett hugmyndir manna um hernað framtíðarinnar í uppnám. 

Þar er þess meðal annars getið hvernig Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, sagði árið 2021 að dagar skriðdrekahernaðar í Evrópu væru liðnir.

Menn hafi séð fyrir sér að orrustur framtíðar myndu fela í sér minni blóðsúthellingar en þess í stað verða háðar í netheimum eða á efnahagslegum vettvangi. 

Ben Hodges, fyrrverandi yfirmaður bandaríska heraflans í Evrópu, segir einn helsta lærdóm stríðsins í Úkraínu vera mikilvægi vopna- og skotfærabirgða.

Umfjöllun Guardian.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×