Viðskipti innlent

Norskt fé­lag kaupir Þyrlu­þjónustuna

Atli Ísleifsson skrifar
Helitrans AS var stofnað árið 1990 og er eitt stærsta þyrlufyrirtækið á Norðurlöndum.
Helitrans AS var stofnað árið 1990 og er eitt stærsta þyrlufyrirtækið á Norðurlöndum. Aðsnf

Norska félagið Helitrans AS hefur keypt allt hlutafé í Þyrluþjónustunni ehf. sem á Helo og Reykjavík Helicopters. Seljandi er Narro ehf. og er kaupverðið trúnaðarmál.

Í tilkynningu kemur fram að Helitrans AS hafi verið stofnað árið 1990 og sé eitt stærsta þyrlufyrirtækið á Norðurlöndum. Félagið eigi og reki 26 þyrlur á fimmtán stöðum í Noregi, auk þess að eiga flug- og þyrluskóla í Svíþjóð. Aðalskrifstofur félagsins eru á Værnes flugvelli í Þrándheimi.

Haft er eftir Ole Christian Melhus, forstjóra Helitrans AS, að Helitrans hafi góða þekkingu á íslenska markaðnum eftir gott samtarf undanfarin ár við Þyrluþjónustuna. 

„Ég sé líka mikil vaxtatækifæri á íslenska þyrlumarkaðnum þar sem Ísland er vinsæll áfangastaður fyrir ferðmenn. Margir hafa sett Ísland á „bucket list” sinn enda býður Ísland upp á stórfenglega náttúru. Ég er jafnframt spenntur fyrir því að geta boðið íslenskum fyrirtækjum upp á verkflug enda eru okkar flugmenn með mikla reynslu af því að fljúga með þungan farm og í lagningu á rafstrengjum í Noregi,“ er haft eftir Ole Christian. 

Fjölvar Darri Rafnsson, stjórnarformaður Þyrluþjónustunnar, segir að kaup Helitrans á fyrirtækinu sé stórt skref inn í framtíðina fyrir starfsfólk okkar og viðskiptavini. „Helo og Reykjavík Helicopters eru þekkt vörurmerki á Íslandi og ætlar Helitrans efla starfsemina þeirra enn frekar. Síðustu árin hafa verið spennandi en jafnframt krefjandi í rekstri og er ég þakklátur okkar frábæra starfsfólki og viðskiptavinum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×