Tók pabba sinn á orðinu og öll fjölskyldan er á leið til hennar á Final 4 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2023 15:01 Sandra Erlingsson er upplifa skemtilega tíma hjá þýska liðinu Metzingen í vetur. S2 Sport Íslenska landsliðskonan Sandra Erlingsdóttir er í stóru hlutverki hjá liði í Þýskalandi sem ætlar sér í Evrópukeppni og er komið í keppni hinna fjögurra fræknu í þýska bikarnum. Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir B-liði Noregs í vináttulandsleik á Ásvöllum í kvöld. Sandra Erlingsdóttir er komin heim til að spila með landsliðinu en hún er að spila með þýska liðinu TuS Metzingen. Alltaf gaman að koma heim „Það er alltaf ótrúlega gaman að koma í landsliðsverkefni. það er mikið álag á manni úti og mikið af leikjum. Það er því alltaf gaman að koma heim, hitta stelpurnar og komast í íslenskt umhverfi,“ sagði Sandra Erlingsdóttir í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Sandra er ein af fáum íslenskum handboltakonum sem eru í atvinnumennsku en hvernig er búið að ganga hjá henni hjá Metzingen. „Það er bara búið að ganga vel. Þetta er alveg krefjandi og allt svoleiðis en ótrúlega gaman. Ég er að fá að spila mikið og það er það sem skiptir máli,“ sagði Sandra en finnur hún það að hún sé að bæta sig í atvinnumennskunni. „Já sérstaklega núna á þriðja ári. Ég er búin að finna að ég er vaxa sem leikmaður og sem einstaklingur að búa í útlöndum,“ sagði Sandra. Markmiðið að komast í Evrópukeppnina „Þetta er alveg mjög stórt lið í Þýskalandi. Við erum í fjórða sæti núna og vorum að komast í Final 4. Markmiðið okkar er að halda okkur í topp fjórum og þá komust við í Evrópukeppnina á næsta ári sem er mjög stórt markmið fyrir okkur,“ sagði Sandra. Klippa: Viðtal við Söndru Erlingsdóttur: Öll fjölskyldan er búin að panta miða út Það var stórt fyrir liðið að komast í úrslitahelgi bikarsins. „Þetta verður geggjuð helgi. Öll fjölskyldan er búin að panta miða út og þetta verður því geggjað gaman,“ sagði Sandra. Faðir hennar er Erlingur Birgir Richardsson, þjálfari ÍBV, en hann tilkynnti að væri að hætta með liðið og ætlaði meðal annars að nýta aukinn frítíma til að fylgjast betur með dóttur sinni. „Hann sagði það í viðtölum að hann ætlaði að koma og heimsækja mig oftar þannig að ég tók hann á orðinu,“ sagði Sandra. Elska bæði að opna fyrir aðra Elmar Erlingsson, bróðir hennar, spilar með ÍBV en myndi hún segja að þau væru líkir leikmenn. „Já, það er alveg hægt að segja það. Við erum bæði ekkert rosalega hávaxin, með mikinn boltahaus og elskum að opna fyrir aðra. Það er æðislegt að fylgjast með þeim og svo er líka sem er ennþá yngri orðinn helvíti sprækur,“ sagði Sandra. Fram undan eru tveir leikir við Noreg en hvað vilja stelpurnar fá út úr þessum leikjum. Býst við ungverskum hroka „Fyrst og fremst að spila leiki saman. Við spilum ekki það marga leiki yfir árið og það er því ótrúlegt að fá þessa leiki og spila okkur saman. Með þessu náðum við að gera okkur klárar fyrir verkefnið á móti Ungverjum,“ sagði Sandra. Ísland mætir Ungverjalandi í tveimur leikjum þar sem sæti á HM er í boði. Hversu erfitt verkefnið bíður liðsins þar. „Þær eru ótrúlega góðar og það er ekki hægt að segja neitt annað. Það er alveg hægt að strítt þeim og ég get alveg ímyndað mér að þær komi mjög hrokafullar inn á móti okkur,“ sagði Sandra. Það má sjá viðtalið við Söndru hér fyrir ofan. Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti Fleiri fréttir Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir B-liði Noregs í vináttulandsleik á Ásvöllum í kvöld. Sandra Erlingsdóttir er komin heim til að spila með landsliðinu en hún er að spila með þýska liðinu TuS Metzingen. Alltaf gaman að koma heim „Það er alltaf ótrúlega gaman að koma í landsliðsverkefni. það er mikið álag á manni úti og mikið af leikjum. Það er því alltaf gaman að koma heim, hitta stelpurnar og komast í íslenskt umhverfi,“ sagði Sandra Erlingsdóttir í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Sandra er ein af fáum íslenskum handboltakonum sem eru í atvinnumennsku en hvernig er búið að ganga hjá henni hjá Metzingen. „Það er bara búið að ganga vel. Þetta er alveg krefjandi og allt svoleiðis en ótrúlega gaman. Ég er að fá að spila mikið og það er það sem skiptir máli,“ sagði Sandra en finnur hún það að hún sé að bæta sig í atvinnumennskunni. „Já sérstaklega núna á þriðja ári. Ég er búin að finna að ég er vaxa sem leikmaður og sem einstaklingur að búa í útlöndum,“ sagði Sandra. Markmiðið að komast í Evrópukeppnina „Þetta er alveg mjög stórt lið í Þýskalandi. Við erum í fjórða sæti núna og vorum að komast í Final 4. Markmiðið okkar er að halda okkur í topp fjórum og þá komust við í Evrópukeppnina á næsta ári sem er mjög stórt markmið fyrir okkur,“ sagði Sandra. Klippa: Viðtal við Söndru Erlingsdóttur: Öll fjölskyldan er búin að panta miða út Það var stórt fyrir liðið að komast í úrslitahelgi bikarsins. „Þetta verður geggjuð helgi. Öll fjölskyldan er búin að panta miða út og þetta verður því geggjað gaman,“ sagði Sandra. Faðir hennar er Erlingur Birgir Richardsson, þjálfari ÍBV, en hann tilkynnti að væri að hætta með liðið og ætlaði meðal annars að nýta aukinn frítíma til að fylgjast betur með dóttur sinni. „Hann sagði það í viðtölum að hann ætlaði að koma og heimsækja mig oftar þannig að ég tók hann á orðinu,“ sagði Sandra. Elska bæði að opna fyrir aðra Elmar Erlingsson, bróðir hennar, spilar með ÍBV en myndi hún segja að þau væru líkir leikmenn. „Já, það er alveg hægt að segja það. Við erum bæði ekkert rosalega hávaxin, með mikinn boltahaus og elskum að opna fyrir aðra. Það er æðislegt að fylgjast með þeim og svo er líka sem er ennþá yngri orðinn helvíti sprækur,“ sagði Sandra. Fram undan eru tveir leikir við Noreg en hvað vilja stelpurnar fá út úr þessum leikjum. Býst við ungverskum hroka „Fyrst og fremst að spila leiki saman. Við spilum ekki það marga leiki yfir árið og það er því ótrúlegt að fá þessa leiki og spila okkur saman. Með þessu náðum við að gera okkur klárar fyrir verkefnið á móti Ungverjum,“ sagði Sandra. Ísland mætir Ungverjalandi í tveimur leikjum þar sem sæti á HM er í boði. Hversu erfitt verkefnið bíður liðsins þar. „Þær eru ótrúlega góðar og það er ekki hægt að segja neitt annað. Það er alveg hægt að strítt þeim og ég get alveg ímyndað mér að þær komi mjög hrokafullar inn á móti okkur,“ sagði Sandra. Það má sjá viðtalið við Söndru hér fyrir ofan.
Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti Fleiri fréttir Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Sjá meira