Segja að Thea sé fyndnust í landsliðinu og komu með sögur því til sönnunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2023 13:01 Thea Imani Sturludóttir í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Jónína Sigurlaug Rúnarsdóttir fékk landsliðskonurnar Andreu Jacobsen og Elínu Jónu Þorsteinsdóttur til sín í Kvennakastið og ræddi við þær um íslenska landsliðið sem er að fara að spila tvo æfingaleiki við B-landslið Norðmanna í kvöld og um helgina. Sigurlaug vildi meðal annars fá að vita hver væri fyndnust í íslenska kvennalandsliðinu í handbolta. „Ég var ekki lengi að finna það svar: Thea,“ sagði Andrea Jacobsen og nefnir þar örvhentu stórskyttu liðsins Theu Imani Sturludóttur. „Er hún fyndin,“ spurði Sigurlaug strax. „Hún er sprenghlægileg og sérstaklega þegar Birna Berg (Haraldsdóttir) er í hóp líka. Þær tvær saman er litla kombóið. Þær eru alveg sjúklega fyndnar,“ sagði Andrea. „Það kemur mér pínu skemmtilega á óvart því ég þekki hana ekki neitt. Það er bara geggjað,“ spurði Sigurlaug strax. „Við vorum í einhverju landsliðsverkefni og allt í einu heyri ég eitthvað öskur fram á gangi. Þá kíki ég fram og þá er Thea að kasta svona Burrito dóti í Birnu og Birna er bara hlaupandi. Þá var þetta einhver Burrito leikur sem þær voru að spila,“ sagði Elín Jóna Þorsteinsdóttir. „Ég veit ekki hvort við vorum í Póllandi eða annars staðar en Hafdís markvörður er vegan. Við fengum einhverja súpu í hádeginu eða í kvöldmat sem var pínu vafasöm. Þau sögðu aftur og aftur: Þetta er vegan,“ sagði Andrea og hélt áfram: „Svo gera þær tvær símaat í Hafdísi upp á herbergi. Birna Berg með einhvern svakalegan hreim. Sagði að það hafi verið rjómi eða ostur eða eitthvað í súpunni. Hafdís greyið var alveg í áfalli og þær halda áfram með þennan brandara og síðan fer allt í háaloft. Svo deyja allar úr hlátri,“ sagði Andrea. Það má hlusta á allan þáttinn hér fyrir neðan en spjallið um hina fyndnu Theu hefst eftir 36 mínútur. Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Sigurlaug vildi meðal annars fá að vita hver væri fyndnust í íslenska kvennalandsliðinu í handbolta. „Ég var ekki lengi að finna það svar: Thea,“ sagði Andrea Jacobsen og nefnir þar örvhentu stórskyttu liðsins Theu Imani Sturludóttur. „Er hún fyndin,“ spurði Sigurlaug strax. „Hún er sprenghlægileg og sérstaklega þegar Birna Berg (Haraldsdóttir) er í hóp líka. Þær tvær saman er litla kombóið. Þær eru alveg sjúklega fyndnar,“ sagði Andrea. „Það kemur mér pínu skemmtilega á óvart því ég þekki hana ekki neitt. Það er bara geggjað,“ spurði Sigurlaug strax. „Við vorum í einhverju landsliðsverkefni og allt í einu heyri ég eitthvað öskur fram á gangi. Þá kíki ég fram og þá er Thea að kasta svona Burrito dóti í Birnu og Birna er bara hlaupandi. Þá var þetta einhver Burrito leikur sem þær voru að spila,“ sagði Elín Jóna Þorsteinsdóttir. „Ég veit ekki hvort við vorum í Póllandi eða annars staðar en Hafdís markvörður er vegan. Við fengum einhverja súpu í hádeginu eða í kvöldmat sem var pínu vafasöm. Þau sögðu aftur og aftur: Þetta er vegan,“ sagði Andrea og hélt áfram: „Svo gera þær tvær símaat í Hafdísi upp á herbergi. Birna Berg með einhvern svakalegan hreim. Sagði að það hafi verið rjómi eða ostur eða eitthvað í súpunni. Hafdís greyið var alveg í áfalli og þær halda áfram með þennan brandara og síðan fer allt í háaloft. Svo deyja allar úr hlátri,“ sagði Andrea. Það má hlusta á allan þáttinn hér fyrir neðan en spjallið um hina fyndnu Theu hefst eftir 36 mínútur.
Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira