Fótbolti

Allir fengu gullsíma frá Leo Messi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
iPhone gullsímarnir eru glæsilegir eins og sjá má á þessari mynd.
iPhone gullsímarnir eru glæsilegir eins og sjá má á þessari mynd. Instagram/@sportbible

Leikmenn argentínska heimsmeistaraliðsins fengu ekki aðeins gullverðlaun um hálsinn eftir sigurinn á heimsmeistaramótinu í Katar í desember því Lionel Messi sjálfur var líka í gjafastuði.

Messi lét hanna sérstaka gullsíma fyrir alla leikmenn og starfsmenn argentínska landsliðsins á HM og útkoman er vægast sagt tilkomumikil.

Argentína vann þarna sinn fyrsta heimsmeistaratitil frá 1986 og Messi náði loksins að vinna titilinn sem hann hafði dreymt um svo lengi. Messi átti magnað mót og var kosinn besti leikmaðurinn auk þess að fá silfurskó sem næstmarkahæsti leikmaður mótsins.

Messi var auðvitað himinlifandi með allt saman og hætti meðal annars við að hætta í landsliðinu. Hann ákvað síðan að eyða dágóðri upphæð í að verðlauna liðsfélaga sína með þessum gullsímum.

Þetta voru allt iPhone símar úr 24 kata gulli. Hver sími er merktur með nafni og númeri hvers leikmanns eða þá með nafni og hlutverki hvers starfsmanns.

Hér fyrir neðan má sjá myndir af þessari rausnarlegu gjöf Messi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×