Skaut fyrrverandi kærustu sína og yfirlýstan „óvin“ Kjartan Kjartansson skrifar 28. febrúar 2023 14:55 Hrannar ásamt verjanda sínum Þorgils Þorgilssyni við upphaf aðalmeðferðar í morgun. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem skaut fyrrverandi kærustu sína og annan karlmann í Grafarholti í fyrra segist ekki hafa vitað af því að hann hafi skotið hana fyrr en að atlögunni lokinni. Afbrýðisemi hafi ekki haft neitt með árásina að gera. Mál Hrannars Fossbergs Viðarssonar var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann er ákærður fyrir tilraun til manndráps og vopnalagabrot eftir að hann skaut fyrrverandi kærustu sína og mann sem hann lýsti sem „óvini“ sínum með skammbyssu fyrir utan fjölbýlishús við Þórðarsveig í Grafarholti aðfararnótt fimmtudagsins 10 febrúar í fyrra. Byssukúla hæfði stúlkuna í kviðinn og urðu læknar að fjarlægja hana úr henni í bráðaskurðaðgerð. Læknir sem gaf skýrslu sagði áverka hennar hafa verið lífshættulega. Karlmaðurinn var skotinn í löppina en kúlan fór í gegn. Árásin átti sér stað þegar Hrannar var á reynslutíma vegna fimm ára fangelsisdóms. Honum var gert að afplána 900 daga eftirstöðvar af þeim dómi eftir skotárásina. Hrannar hefur gengist við verkaðinum en hann neitar sök um að í honum hafi falist tilraun til manndráps. Hann játaði einnig á sig vopnalagabrotið. Fyrir dómi hélt Hrannar því þó fram að hann hafi ekki ætlað sér að meiða neinn þegar hann fór við annan mann að heimili fyrrverandi kærustu sinnar. Hann hafi aðeins ætlað sér að skjóta hinn manninn í löppina og hann hafi ekki einu sinni vitað af því að hann hefði skotið stúlkuna fyrr en eftir á. „Ég fylgdist ekkert með hvar hún væri, ég var náttúrulega bara að hugsa um hann,“ sagði Hrannar. Lýsti líflátshótun Hrannar og stúlkan áttu í stormasömu sambandi í rúmlega tvö ár sem lauk endanlega í desember 2021, um þremur mánuðum fyrir árásina, að sögn stúlkunnar sem er á þrítugsaldri. Hún lýsti því þannig að þau hefðu ítrekað hætt og byrjað saman. Í kringum sambandsslit hafi Hrannar hótað henni, meðal annars lífláti. Lýsti hún því að Hrannar hefði meðal annars tekið hana hálstaki og verið með byssu í kringum sig. Hún hafi talið sig hafa ástæðu til þess að óttast að Hrannar gerði alvöru úr hótunum sínum. Þau hefðu þó ekki átt í neinum samskiptum frá því í desember fyrir árásina. Stúlkan og maðurinn sem varð einnig fyrir byssukúlu eru nú par en þegar árásin átti sér stað sagði hann að þau hefðu rétt verið byrjuð að stinga saman nefjum. Óumdeilt er að atvik hafi verið þannig að þegar „óvinurinn“ mætti í leigubíl til stúlkunnar um á fjórða tímanum um nóttina hafi Hrannar og félagi hans verið í bíl á plani fyrir utan fjölbýlishúsið. Á myndbandsupptöku sést bíll þeirra færa sig inn í stæði svo leigubíllinn kæmist lengra inn botnlangann en svo færa sig aftur út á planið. „Óvinurinn“ stígur út úr bílnum og heyrist stúlkan tala. Skömmu síðar heyrist byssuhvellur og kvenmannsóp. Eldað grátt silfur í átta ár Í lýsingu Hrannars var hann staddur heima hjá sér þegar félaginn sem fór á endanum með honum í bílnum bar að garði. Sá hafi sagt sér að stúlkan ætlaði að sýna „óvininum“ hvar Hrannar ætti heima. Hrannar gat ekki skýrt sérstaklega af hverju fjandskapur þeirra stafaði. Þeir hafi eldað grátt silfur saman í um átta ár. Þeir hafi meðal annars verið samtíða í fangelsi. Hann vissi það eitt að ef þeir rækjust á hvor annan færi það aðeins á einn veg, „í slagsmálum“. Þess vegna segist Hrannar hafa viljað finna stúlkuna. Hann greip með sér tösku sem byssan var í og kastöxi sömuleiðis. Þeir vinur hans hafi ekið um í leit að henni en án árangurs. Á endanum hafi þeir ekið að heimili hennar. Aðeins nokkrum mínútum síðar hafi „óvinurinn“ komið í leigubílnum. Hrannar segist þá hafa kallað á stúlkuna til að fá manninn til sín. Maðurinn hafi byrjað að ganga rösklega í áttina að bíl tvímenninganna. Hrannar lýsti því sem svo að honum hafi mögulega fundist að maðurinn héldi á einhverju í hendinni. Þá hafi hann sjálfur gramsað í töskunni eftir öxinni en í staðinn tekið upp 22. kalíbera skammbyssuna. Ætlun Hrannars hafi verið að skjóta manninn í löppina frekar en að gefa honum tækifæri á að stinga sig. Hann hafi hleypt af skoti út um glugga bílsins miðað á löppina en ekki hitt. Þá hafi hann skotið aftur. Síðan hafi þeir ekið í burtu. Önnur byssukúlan hæfði manninn vissulega í lærið fyrir ofan hné en hin stúlkuna í kviðinn. Hélt Hrannar því fram að honum hefði ekki orðið ljóst að hann hefði skotið stúlkuna fyrr en þeir vinur hans voru á leið í burtu. Hann hafi ekki heyrt stúlkuna ópa af sársauka þrátt fyrir að það heyrðist greinilega á upptöku leigubílsins. „Eftir annað skotið þá náttúrulega bara glugginn upp og farnir,“ sagði Hrannar. Hafi tekið töskuna með byssunni til öryggis Neitaði Hrannar því að ætlun hans hafi verið að meiða nokkurn þegar hann fór af stað þetta kvöld. Hann hafi ætlað að ræða við manninn því ef til slagsmála kæmi á milli þeirra vildi hann ekki að það væri á heimili hans þar sem núverandi kærasta hans væri oft eða móðir hans í heimsókn. Töskuna með byssunni hafi hann tekið til öryggis. Vísaði Hrannar til morðs í Rauðagerði þar sem karlmaður var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt. „Eftir að vinur minn er skotinn alveg í klessu, þetta gerist ekkert á Íslandi, eftir þetta mál er búið að vera hellings af byssum og sveðjum í umferð. Maður, skilurðu, passar upp á sjálfan sig,“ sagði Hrannar. Það hafi verið skyndiákvörðun að grípa til byssunnar. Neitaði hann að hafa ætlað sér að drepa manninn eða skaða stúlkuna. „Tuttugu og tvö [kalíber] er bara baunabyssa“ Viðurkenndi Hrannar að hafa hótað stúlkunni, meðal annars lífláti og að sprengja upp bílinn hennar. Einnig hafi hann hótað að drepa manninn sem hann svo skaut. Sagðist hann segja alls konar hluti þegar hann væri brjálaður. Þrátt fyrir að hann hafi verið afbrýðissamur þegar stúlkan hafi hitt aðra stráka eftir að þau slitu sambandi hafi honum verið alveg sama um að hún væri nú að hitta þennan yfirlýsta „óvin“ sinn. „Ég var ekkert í neinum tilgangi til að drepa neinn þarna," sagði Hrannar. Hefði hann ætlað sér það hefði hann gengið nær manninum og tæmt skothylkið. Hrannar reyndi að gera lítið úr alvarleika skotárásinnar. Hann lýsti þannig skammbyssunni sem baunabyssu sem gæti ekki drepið neinn á því 30-50 metra færi sem kúlurnar flugu. „Tuttugu og tvö [kalíber] er bara baunabyssa. Ef þetta hefði verið níu millímetrar þá hefði þetta pottþétt verið þúsund sinnum verra,“ sagði hann um byssuna. Hann sagðist hafa keypt byssuna í gegnum samskiptaforritið Telegram. Skotárás í Grafarholti Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir 19 ára gamall dæmdur í fimm ára fangelsi Hrannar Fossberg Viðarsson, 19 ára gamall maður, var í gær dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir vopnalagabrot, hótanir, fíkniefnalagabrot og umferðarlagabrot. 16. febrúar 2018 09:13 Yngsti fangi landsins segir að það sé erfitt að ná árangri hafi maður ekkert fyrir stafni Hrannar Fossberg Viðarsson, yngsti fangi landsins, segir að hann hafi mætt úrræðaleysi í íslenska kerfinu. 9. desember 2017 20:47 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Sjá meira
Mál Hrannars Fossbergs Viðarssonar var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann er ákærður fyrir tilraun til manndráps og vopnalagabrot eftir að hann skaut fyrrverandi kærustu sína og mann sem hann lýsti sem „óvini“ sínum með skammbyssu fyrir utan fjölbýlishús við Þórðarsveig í Grafarholti aðfararnótt fimmtudagsins 10 febrúar í fyrra. Byssukúla hæfði stúlkuna í kviðinn og urðu læknar að fjarlægja hana úr henni í bráðaskurðaðgerð. Læknir sem gaf skýrslu sagði áverka hennar hafa verið lífshættulega. Karlmaðurinn var skotinn í löppina en kúlan fór í gegn. Árásin átti sér stað þegar Hrannar var á reynslutíma vegna fimm ára fangelsisdóms. Honum var gert að afplána 900 daga eftirstöðvar af þeim dómi eftir skotárásina. Hrannar hefur gengist við verkaðinum en hann neitar sök um að í honum hafi falist tilraun til manndráps. Hann játaði einnig á sig vopnalagabrotið. Fyrir dómi hélt Hrannar því þó fram að hann hafi ekki ætlað sér að meiða neinn þegar hann fór við annan mann að heimili fyrrverandi kærustu sinnar. Hann hafi aðeins ætlað sér að skjóta hinn manninn í löppina og hann hafi ekki einu sinni vitað af því að hann hefði skotið stúlkuna fyrr en eftir á. „Ég fylgdist ekkert með hvar hún væri, ég var náttúrulega bara að hugsa um hann,“ sagði Hrannar. Lýsti líflátshótun Hrannar og stúlkan áttu í stormasömu sambandi í rúmlega tvö ár sem lauk endanlega í desember 2021, um þremur mánuðum fyrir árásina, að sögn stúlkunnar sem er á þrítugsaldri. Hún lýsti því þannig að þau hefðu ítrekað hætt og byrjað saman. Í kringum sambandsslit hafi Hrannar hótað henni, meðal annars lífláti. Lýsti hún því að Hrannar hefði meðal annars tekið hana hálstaki og verið með byssu í kringum sig. Hún hafi talið sig hafa ástæðu til þess að óttast að Hrannar gerði alvöru úr hótunum sínum. Þau hefðu þó ekki átt í neinum samskiptum frá því í desember fyrir árásina. Stúlkan og maðurinn sem varð einnig fyrir byssukúlu eru nú par en þegar árásin átti sér stað sagði hann að þau hefðu rétt verið byrjuð að stinga saman nefjum. Óumdeilt er að atvik hafi verið þannig að þegar „óvinurinn“ mætti í leigubíl til stúlkunnar um á fjórða tímanum um nóttina hafi Hrannar og félagi hans verið í bíl á plani fyrir utan fjölbýlishúsið. Á myndbandsupptöku sést bíll þeirra færa sig inn í stæði svo leigubíllinn kæmist lengra inn botnlangann en svo færa sig aftur út á planið. „Óvinurinn“ stígur út úr bílnum og heyrist stúlkan tala. Skömmu síðar heyrist byssuhvellur og kvenmannsóp. Eldað grátt silfur í átta ár Í lýsingu Hrannars var hann staddur heima hjá sér þegar félaginn sem fór á endanum með honum í bílnum bar að garði. Sá hafi sagt sér að stúlkan ætlaði að sýna „óvininum“ hvar Hrannar ætti heima. Hrannar gat ekki skýrt sérstaklega af hverju fjandskapur þeirra stafaði. Þeir hafi eldað grátt silfur saman í um átta ár. Þeir hafi meðal annars verið samtíða í fangelsi. Hann vissi það eitt að ef þeir rækjust á hvor annan færi það aðeins á einn veg, „í slagsmálum“. Þess vegna segist Hrannar hafa viljað finna stúlkuna. Hann greip með sér tösku sem byssan var í og kastöxi sömuleiðis. Þeir vinur hans hafi ekið um í leit að henni en án árangurs. Á endanum hafi þeir ekið að heimili hennar. Aðeins nokkrum mínútum síðar hafi „óvinurinn“ komið í leigubílnum. Hrannar segist þá hafa kallað á stúlkuna til að fá manninn til sín. Maðurinn hafi byrjað að ganga rösklega í áttina að bíl tvímenninganna. Hrannar lýsti því sem svo að honum hafi mögulega fundist að maðurinn héldi á einhverju í hendinni. Þá hafi hann sjálfur gramsað í töskunni eftir öxinni en í staðinn tekið upp 22. kalíbera skammbyssuna. Ætlun Hrannars hafi verið að skjóta manninn í löppina frekar en að gefa honum tækifæri á að stinga sig. Hann hafi hleypt af skoti út um glugga bílsins miðað á löppina en ekki hitt. Þá hafi hann skotið aftur. Síðan hafi þeir ekið í burtu. Önnur byssukúlan hæfði manninn vissulega í lærið fyrir ofan hné en hin stúlkuna í kviðinn. Hélt Hrannar því fram að honum hefði ekki orðið ljóst að hann hefði skotið stúlkuna fyrr en þeir vinur hans voru á leið í burtu. Hann hafi ekki heyrt stúlkuna ópa af sársauka þrátt fyrir að það heyrðist greinilega á upptöku leigubílsins. „Eftir annað skotið þá náttúrulega bara glugginn upp og farnir,“ sagði Hrannar. Hafi tekið töskuna með byssunni til öryggis Neitaði Hrannar því að ætlun hans hafi verið að meiða nokkurn þegar hann fór af stað þetta kvöld. Hann hafi ætlað að ræða við manninn því ef til slagsmála kæmi á milli þeirra vildi hann ekki að það væri á heimili hans þar sem núverandi kærasta hans væri oft eða móðir hans í heimsókn. Töskuna með byssunni hafi hann tekið til öryggis. Vísaði Hrannar til morðs í Rauðagerði þar sem karlmaður var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt. „Eftir að vinur minn er skotinn alveg í klessu, þetta gerist ekkert á Íslandi, eftir þetta mál er búið að vera hellings af byssum og sveðjum í umferð. Maður, skilurðu, passar upp á sjálfan sig,“ sagði Hrannar. Það hafi verið skyndiákvörðun að grípa til byssunnar. Neitaði hann að hafa ætlað sér að drepa manninn eða skaða stúlkuna. „Tuttugu og tvö [kalíber] er bara baunabyssa“ Viðurkenndi Hrannar að hafa hótað stúlkunni, meðal annars lífláti og að sprengja upp bílinn hennar. Einnig hafi hann hótað að drepa manninn sem hann svo skaut. Sagðist hann segja alls konar hluti þegar hann væri brjálaður. Þrátt fyrir að hann hafi verið afbrýðissamur þegar stúlkan hafi hitt aðra stráka eftir að þau slitu sambandi hafi honum verið alveg sama um að hún væri nú að hitta þennan yfirlýsta „óvin“ sinn. „Ég var ekkert í neinum tilgangi til að drepa neinn þarna," sagði Hrannar. Hefði hann ætlað sér það hefði hann gengið nær manninum og tæmt skothylkið. Hrannar reyndi að gera lítið úr alvarleika skotárásinnar. Hann lýsti þannig skammbyssunni sem baunabyssu sem gæti ekki drepið neinn á því 30-50 metra færi sem kúlurnar flugu. „Tuttugu og tvö [kalíber] er bara baunabyssa. Ef þetta hefði verið níu millímetrar þá hefði þetta pottþétt verið þúsund sinnum verra,“ sagði hann um byssuna. Hann sagðist hafa keypt byssuna í gegnum samskiptaforritið Telegram.
Skotárás í Grafarholti Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir 19 ára gamall dæmdur í fimm ára fangelsi Hrannar Fossberg Viðarsson, 19 ára gamall maður, var í gær dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir vopnalagabrot, hótanir, fíkniefnalagabrot og umferðarlagabrot. 16. febrúar 2018 09:13 Yngsti fangi landsins segir að það sé erfitt að ná árangri hafi maður ekkert fyrir stafni Hrannar Fossberg Viðarsson, yngsti fangi landsins, segir að hann hafi mætt úrræðaleysi í íslenska kerfinu. 9. desember 2017 20:47 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Sjá meira
19 ára gamall dæmdur í fimm ára fangelsi Hrannar Fossberg Viðarsson, 19 ára gamall maður, var í gær dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir vopnalagabrot, hótanir, fíkniefnalagabrot og umferðarlagabrot. 16. febrúar 2018 09:13
Yngsti fangi landsins segir að það sé erfitt að ná árangri hafi maður ekkert fyrir stafni Hrannar Fossberg Viðarsson, yngsti fangi landsins, segir að hann hafi mætt úrræðaleysi í íslenska kerfinu. 9. desember 2017 20:47