Innlent

Agnieszka og Ólöf Helga á leið úr stjórn Eflingar

Bjarki Sigurðsson skrifar
Ólöf Helga og Agnieszka Ewa Ziółkowska.
Ólöf Helga og Agnieszka Ewa Ziółkowska.

Ekkert framboð barst til stjórnar stéttarfélagsins Eflingar fyrir utan lista sem trúnaðarráð samþykkti nýlega. Sá listi er sjálfkjörinn og hverfa Agnieszka Ewa Ziółkowska varaformaður og Ólöf Helga Adolfsdóttir ritari úr stjórninni. 

Samstöðin greinir frá þessu. Aðalfundur Eflingar fer fram eftir páska en á umræddum framboðslista eru Þórir Jóhannesson, varaformaður, Barbara Maria Sawka, ritari stjórnar, Bjartmar Freyr Jóhannesson, Guðmunda Valdís Helgadóttir, Hjörtur Birgir Jóhönnuson, Ian Phillip McDonald og Karla Esperanza Barralaga Ocon.

Ólöf Helga höfðar um þessar mundir mál fyrir Félagsdómi gegn ASÍ, Samtökum atvinnulífsins og íslenska ríkin þess efnis að hún og aðrir Eflingarfélagar fái að greiða atkvæði um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Stefnan var þingfest fyrir tæpri viku síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×