Anníe Mist þjáðist við hlið Söru og Sólveigar í 23.2 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2023 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir ræðir æfingu 23.2 eftir að hún kláraði hana. Skjámynd/Youtube Þrjár af fremstu CrossFit konum Íslands gerðu saman aðra æfingu opna hluta undankeppni heimsleikanna í CrossFit, æfingu 23.2. Það er gott að sjá stórstjörnur okkar vinna saman enda viljum við sjá sem flesta Íslendinga tryggja sér inn á heimsleikana í CrossFit í haust. Opni hluti undankeppni heimsleikanna er nú í fullum gangi og CrossFit fólk kepptist við það um helgina að komast gegnum æfinguna í viku númer tvö. Anníe Mist Þórisdóttir fékk þær Söru Sigmundsdóttur og Sólveigu Sigurðardóttur til að gera með sér 23.2. æfinguna. Sólveig tók einmitt þá ákvörðun að vera heima á þessu tímabili og er að æfa með Anníe í CrossFit Reykjavík. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Sólveig var sú eina af þeim sem komst inn á heimsleikana á síðasta ári, það er í einstaklingskeppninni því Anníe tók þátt í liðakeppninni á síðasta tímabili. Sara er að koma til baka eftir tvö erfið meiðslaár. Anníe Mist sýndi frá æfingunni á Youtube síðu sinni og talaði um hana bæði fyrir og eftir átökin. „Ég verð að viðurkenna að ég er svolítið stressuð fyrir þessa 23.2 æfingu því ég veit að þetta verður sárt,“ sagði Anníe Mist Þórisdóttir áður en hún gerði æfinguna. „Ég veit það þetta mun snúast um þjáningu og að halda haus í gegnum hana alla,“ sagði Anníe Mist. Hún sagði líka frá því að Freyja Mist litla hafi aðeins truflað undirbúninginn. „Freyja fékk martröð í nótt, litla stelpan. Við vorum því vakandi saman í klukkutíma í kringum þrjú í nótt. Hún var fersk í morgun en mamman ekki alveg eins hress,“ sagði Anníe. Hún sýndi síðan sig gera æfinguna með þeim Söru og Sólveigu. „23.2. Þetta er einu sinni og ekki aftur. Þetta var samt skemmtilegra en ég bjóst við,“ sagði Anníe. „Það var samt mjög erfitt að hafa Söru við hliðina á mér því hún byrjaði mun hraðar í Burpee æfingunnum en ég náði henni síðan alltaf á hlaupunum,“ sagði Anníe. „Þið sem þekkið mig vitið að ég er íþróttamaður sem byrjar af miklum krafti í byrjun og vonast síðan eftir því að halda út. Ég vildi svo mikið æfa stöðugleikann í þessari æfingu. Af því að það mér finnst að mér hafi tekist það þá er ég mjög stolt af mér í þessari æfingu,“ sagði Anníe. „Ég og Katrín Tanja erum algjörar andstæður í þessu. Hún byrjar mjög klókt og kemur síðan öflug í lokin. Ég byrja af miklum krafti en reyni síðan að halda út,“ sagði Anníe og fór síðan aðeins yfir lyftingahlutann þar sem hún var ekki nógu sátt með sig. Hér fyrir neðan má sjá æfinguna og það sem Anníe Mist hafði að segja um hana. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=j-wKAiakutY">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Ísland mætir Kósovó í afar sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Sjá meira
Það er gott að sjá stórstjörnur okkar vinna saman enda viljum við sjá sem flesta Íslendinga tryggja sér inn á heimsleikana í CrossFit í haust. Opni hluti undankeppni heimsleikanna er nú í fullum gangi og CrossFit fólk kepptist við það um helgina að komast gegnum æfinguna í viku númer tvö. Anníe Mist Þórisdóttir fékk þær Söru Sigmundsdóttur og Sólveigu Sigurðardóttur til að gera með sér 23.2. æfinguna. Sólveig tók einmitt þá ákvörðun að vera heima á þessu tímabili og er að æfa með Anníe í CrossFit Reykjavík. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Sólveig var sú eina af þeim sem komst inn á heimsleikana á síðasta ári, það er í einstaklingskeppninni því Anníe tók þátt í liðakeppninni á síðasta tímabili. Sara er að koma til baka eftir tvö erfið meiðslaár. Anníe Mist sýndi frá æfingunni á Youtube síðu sinni og talaði um hana bæði fyrir og eftir átökin. „Ég verð að viðurkenna að ég er svolítið stressuð fyrir þessa 23.2 æfingu því ég veit að þetta verður sárt,“ sagði Anníe Mist Þórisdóttir áður en hún gerði æfinguna. „Ég veit það þetta mun snúast um þjáningu og að halda haus í gegnum hana alla,“ sagði Anníe Mist. Hún sagði líka frá því að Freyja Mist litla hafi aðeins truflað undirbúninginn. „Freyja fékk martröð í nótt, litla stelpan. Við vorum því vakandi saman í klukkutíma í kringum þrjú í nótt. Hún var fersk í morgun en mamman ekki alveg eins hress,“ sagði Anníe. Hún sýndi síðan sig gera æfinguna með þeim Söru og Sólveigu. „23.2. Þetta er einu sinni og ekki aftur. Þetta var samt skemmtilegra en ég bjóst við,“ sagði Anníe. „Það var samt mjög erfitt að hafa Söru við hliðina á mér því hún byrjaði mun hraðar í Burpee æfingunnum en ég náði henni síðan alltaf á hlaupunum,“ sagði Anníe. „Þið sem þekkið mig vitið að ég er íþróttamaður sem byrjar af miklum krafti í byrjun og vonast síðan eftir því að halda út. Ég vildi svo mikið æfa stöðugleikann í þessari æfingu. Af því að það mér finnst að mér hafi tekist það þá er ég mjög stolt af mér í þessari æfingu,“ sagði Anníe. „Ég og Katrín Tanja erum algjörar andstæður í þessu. Hún byrjar mjög klókt og kemur síðan öflug í lokin. Ég byrja af miklum krafti en reyni síðan að halda út,“ sagði Anníe og fór síðan aðeins yfir lyftingahlutann þar sem hún var ekki nógu sátt með sig. Hér fyrir neðan má sjá æfinguna og það sem Anníe Mist hafði að segja um hana. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=j-wKAiakutY">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Ísland mætir Kósovó í afar sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Sjá meira