Körfubolti

Stórsigur Vals í Kópavogi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Kiana Johnson var öflug í kvöld að venju.
Kiana Johnson var öflug í kvöld að venju. Vísir/Vilhelm

Valskonur fóru illa með Breiðablik þegar liðin áttust við í Subway deildinni í körfubolta í kvöld.

Hlíðarendaliðið hafði algjöra yfirburði frá upphafi til enda og unnu að lokum 47 stiga sigur, 55-102.

Kiana Johnson skoraði mest Valskvenna; gerði 27 stig og tók tólf fráköst. Rósa Björk Pétursdóttir var stigahæst hjá Blikum með nítján stig.

Á sama tíma unnu Haukar nokkuð öruggan sigur á ÍR í Breiðholti.

Haukar höfðu allan tímann frumkvæðið í leiknum og unnu að lokum 23 stiga sigur, 51-74.

Sólrún Inga Gísladóttir var stigahæst í liði Hauka með 21 stig á meðan Greeta Uprus var allt í öllu í liði ÍR með fimmtán stig og fjórtán fráköst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×