Margir hafa áhuga á að flytja í Hrísey Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. febrúar 2023 13:02 Um 120 manns búa að staðaðaldri í Hrísey en yfir sumartímann fjölgar fólki alltaf í eyjunni, sem eiga sumarhús þar. Aðsend Mikil eftirspurn er eftir húsnæði í Hrísey og því er verið að skoða þann möguleika að byggja á nokkrum fjölbýlishúsalóðum í eyjunni til að bregðast við eftirspurninni. Um 120 íbúar búa í eyjunni að staðaldri. Byggðaþróunarverkefnið „Áfram Hrísey” er öflugt verkefni þar sem er meðal annars verið að vinna stefnumótun fyrir Hrísey sem ákjósanlegan búsetukost á sama tíma og það er verið að vinna greiningu á stöðu á húsnæðis- og atvinnumálum. Í framhaldi verður unnið við markaðssetningu á Hrísey sem vænlegum búsetukosti með áherslu á þá góðu grunnþjónustu sem er til staðar í Hrísey. Ásrún Ýr Gestsdóttir stýrir verkefninu. „Við höfum fundið fyrir miklum áhuga, fólk vill koma og prófa að búa út í eyju þannig að núna erum við helst að vinna í því að fá leiguhúsnæði, svona langtímaleiguhúsnæði, sem virðist vera að ganga upp. Við erum búin að fá vilyrði frá Akureyrarbæ að breyta hér lóðum úr einbýlishúsalóðum í fjölbýlishúsalóðir en það eru áhugasamir einstaklingar, sem hafa áhuga á að byggja, þannig að við erum mjög bjartsýn á framtíðina hérna,” segir Ásrún Ýr. Ásrún Ýr Gestsdóttir, sem stýrir verkefninu „Áfram Hrísey”.Aðsend Þannig að fólk vill flytja í Hrísey? „Já, skiljanlega, það er frábært að búa hérna. Það er stutt inn á Akureyri og inn á Dalvík ef þú þarft þjónustu. Við höfum verslun, sem er opin allt árið um kring og fyrir utan búðina þá höfum við sjálfsafgreiðslukassann, sem er alltaf opinn. Við erum með pósthúsþjónustu í búðinni, við erum með veitingastaði, við erum með frábæra sundlaug og íþróttahús og góðan skóla og leikskóla og enginn biðlisti er á leikskólann hér,” bætir Ásrún Ýr við. En hvað er hægt að bæta mörgum íbúum við eyjuna í viðbót ef það á að fara að byggja og byggja ? „Ef við erum komin með húsnæði þá er ekkert, sem ætti að stoppa okkur. Við getum alveg tekið á móti 20 til 30 manns á meðan við erum með húsnæði fyrir þau.” Frá höfninni í Hrísey.Aðsend Verkefnið Áfram Hrísey Hrísey Akureyri Byggðamál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Byggðaþróunarverkefnið „Áfram Hrísey” er öflugt verkefni þar sem er meðal annars verið að vinna stefnumótun fyrir Hrísey sem ákjósanlegan búsetukost á sama tíma og það er verið að vinna greiningu á stöðu á húsnæðis- og atvinnumálum. Í framhaldi verður unnið við markaðssetningu á Hrísey sem vænlegum búsetukosti með áherslu á þá góðu grunnþjónustu sem er til staðar í Hrísey. Ásrún Ýr Gestsdóttir stýrir verkefninu. „Við höfum fundið fyrir miklum áhuga, fólk vill koma og prófa að búa út í eyju þannig að núna erum við helst að vinna í því að fá leiguhúsnæði, svona langtímaleiguhúsnæði, sem virðist vera að ganga upp. Við erum búin að fá vilyrði frá Akureyrarbæ að breyta hér lóðum úr einbýlishúsalóðum í fjölbýlishúsalóðir en það eru áhugasamir einstaklingar, sem hafa áhuga á að byggja, þannig að við erum mjög bjartsýn á framtíðina hérna,” segir Ásrún Ýr. Ásrún Ýr Gestsdóttir, sem stýrir verkefninu „Áfram Hrísey”.Aðsend Þannig að fólk vill flytja í Hrísey? „Já, skiljanlega, það er frábært að búa hérna. Það er stutt inn á Akureyri og inn á Dalvík ef þú þarft þjónustu. Við höfum verslun, sem er opin allt árið um kring og fyrir utan búðina þá höfum við sjálfsafgreiðslukassann, sem er alltaf opinn. Við erum með pósthúsþjónustu í búðinni, við erum með veitingastaði, við erum með frábæra sundlaug og íþróttahús og góðan skóla og leikskóla og enginn biðlisti er á leikskólann hér,” bætir Ásrún Ýr við. En hvað er hægt að bæta mörgum íbúum við eyjuna í viðbót ef það á að fara að byggja og byggja ? „Ef við erum komin með húsnæði þá er ekkert, sem ætti að stoppa okkur. Við getum alveg tekið á móti 20 til 30 manns á meðan við erum með húsnæði fyrir þau.” Frá höfninni í Hrísey.Aðsend Verkefnið Áfram Hrísey
Hrísey Akureyri Byggðamál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira