Kærir hópfund Lindarhvolsmanna til Lögmannafélagsins Jakob Bjarnar skrifar 24. febrúar 2023 11:48 Sigurður Valtýsson fer fram á það að Lögmannafélagið áminni Steinar Þór Guðgeirsson verjanda ríkisins og Lindarhvols vegna hópfundar vitna fyrir aðalmeðferð í máli Frigusar. vísir/vilhelm Sigurður Valtýsson, forsvarsmaður Frigusar, hefur sent inn kvörtun vegna framferðis Steinars Þórs Guðgeirssonar verjanda Lindarhvols og ríkisins til Lögmannafélags Íslands (LMFÍ). Frigus telur með öllu óásættanlegt, og að það stangist á við siðareglur lögmanna og lög um lögmenn, að Steinar Þór hafi hitt hóp vitna, á sama stað og á sama tíma, í aðdraganda aðalmeðferðar. Þetta voru þáverandi stjórnarmenn Lindarhvols þeirra á meðal Þórhallur Arason, Haukur C. Benediktsson og Ester Finnbogadóttir sem var varamaður í stjórn þegar söluferlið var. Auk þeirra var viðstödd Ása Ólafsdóttir, dómari við Hæstarétt, í gegnum símabúnað en hún átti einnig sæti í stjórn Lindarhvols. Vísir hefur áður greint frá þessum fyrirætlunum Sigurðar Valtýssonar en nú hefur kæran, eða kvörtunin verið send inn til LMFÍ. Lindarhvolsmenn hittast og fara yfir málin Frigus telur einsýnt að fundur Lindarhvolsmanna fyrir aðalmeðferð brjóti í bága við 21. grein siðareglna Lögmannafélags Íslands þar sem segir meðal annars að lögmanni sé heimilt að hafa samband við vitni í máli. En sé um að ræða vitni, „sem eru í sérstökum tengslum við gagnaðila, er lögmanninum skylt að tilkynna lögmanni gagnaðila áður en haft er samband ef þess er nokkur kostur en ella jafn skjótt og kostur er. Hafi lögmaður samband við vitni ber honum að gæta viðeigandi tillitssemi og forðast að hafa áhrif á framburð vitnisins.“ Í kvörtuninni er því haldið fram að hópfundur sem þessi sé til þess fallinn að hafa áhrif á framburð. Líkt og fram kom í sjálfum réttarhöldunum, til að mynda við vitnaleiðslur þegar Þórhallur Arason, fyrrverandi stjórnarformaður Lindarhvols – stöðu gegndi hann samhliða því að vera skrifstofustjóri fjármálaráðuneytisins – var spurður hvort hann hafi hitt Steinar og önnur vitni í aðdraganda aðalmeðferðar? Þórhallur kannast við að hafa hitt hópinn en skilur ekki hvað það komi málinu við hvar hann hafi farið fram? Og spyr á móti. Arnar Þór Stefánsson, lögmaður Frigusar, sagði það skipta máli hvort vitni hafi borið saman framburð, borið saman bækur. Dómari í málinu greip þá inn í og sagði það til að meta trúverðugleika, önnur vitni hafi verið spurð þess sama og ítrekar spurninguna. Segir Þórhallur þá að hann muni að fundurinn hafi farið fram í Seðlabankanum. Þess krafist að Steinar Þór verði áminntur Eins og Vísir hefur fjallað ítarlega um hefur Frigus höfðað mál á hendur ríkinu og Lindarhvoli ehf. Frigus telur að þegar ríkið seldi Klakka (áður Exista) hafi verið staðið þannig að málum að bótaskylda hafi skapast vegna hagnaðar sem Frigus fyrirsjáanlega varð af. Í kvörtuninni sem nú hefur verið skilað inn til Lögmannafélagsins er farið fram á að Steinar Þór verði áminntur af hálfu LMFÍ með vísan til 27. greinar laga um lögmenn; að hann hafi í starfi sínu gert á hlut þess sem kvartar með háttsemi sem stríði gegn lögum og reglum. Farið er fram á að Steinar Þór verði áminntur og þyki sýnt að hann hafi í störfum sínum brotið svo mjög eða ítrekað gegn lögum og reglum svo ekki verið við unað að hann verði sviptur lögmannsréttindum sínum. Steinar Þór aðalleikari í málinu Óhætt er að segja Steinar Þór aðalleikara í málinu, eins og það er orðað í kvörtuninni til LMFÍ og að hann komi að því úr öllum áttum. Lögmaður Frigusar vakti athygli á þeirri nástöðu við málflutninginn og fór fram á að Steinar Þór viki sem lögmaður. Arnar Þór Stefánsson er lögmaður Frigusar í málinu. Hann yfirheyrði vitni um téðan hópfund í aðalmeðferð.vísir/vilhelm Lindarhvoll, félag sem Bjarni Benediktsson þá (og nú) fjármálaráðherra stofnaði til að annast sölu á ríkiseignum, gerði verktakasamning við Íslög ehf. 28. apríl 2016 um framkvæmdastjórn og lögfræðiþjónustu. Annar eigandi Íslaga er Steinar Þór. Hann var helsti ráðgjafi Lindarhvols, annaðist daglegan rekstur auk þess að vera með prókúru fyrir félagið. Hann lagði sjálfur til hvaða tilboði væri tekið í Klakka, hvar hann var stjórnarmaður á þeim tíma. Hann er sem verjandi jafnframt lykilvitni í málinu. Hér neðar má sjá skjáskot úr stefnu í málinu þar sem meðal annars er vakin er athygli á stöðu Steinars Þórs. Starfsemi Lindarhvols Dómsmál Lögmennska Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Frigus telur með öllu óásættanlegt, og að það stangist á við siðareglur lögmanna og lög um lögmenn, að Steinar Þór hafi hitt hóp vitna, á sama stað og á sama tíma, í aðdraganda aðalmeðferðar. Þetta voru þáverandi stjórnarmenn Lindarhvols þeirra á meðal Þórhallur Arason, Haukur C. Benediktsson og Ester Finnbogadóttir sem var varamaður í stjórn þegar söluferlið var. Auk þeirra var viðstödd Ása Ólafsdóttir, dómari við Hæstarétt, í gegnum símabúnað en hún átti einnig sæti í stjórn Lindarhvols. Vísir hefur áður greint frá þessum fyrirætlunum Sigurðar Valtýssonar en nú hefur kæran, eða kvörtunin verið send inn til LMFÍ. Lindarhvolsmenn hittast og fara yfir málin Frigus telur einsýnt að fundur Lindarhvolsmanna fyrir aðalmeðferð brjóti í bága við 21. grein siðareglna Lögmannafélags Íslands þar sem segir meðal annars að lögmanni sé heimilt að hafa samband við vitni í máli. En sé um að ræða vitni, „sem eru í sérstökum tengslum við gagnaðila, er lögmanninum skylt að tilkynna lögmanni gagnaðila áður en haft er samband ef þess er nokkur kostur en ella jafn skjótt og kostur er. Hafi lögmaður samband við vitni ber honum að gæta viðeigandi tillitssemi og forðast að hafa áhrif á framburð vitnisins.“ Í kvörtuninni er því haldið fram að hópfundur sem þessi sé til þess fallinn að hafa áhrif á framburð. Líkt og fram kom í sjálfum réttarhöldunum, til að mynda við vitnaleiðslur þegar Þórhallur Arason, fyrrverandi stjórnarformaður Lindarhvols – stöðu gegndi hann samhliða því að vera skrifstofustjóri fjármálaráðuneytisins – var spurður hvort hann hafi hitt Steinar og önnur vitni í aðdraganda aðalmeðferðar? Þórhallur kannast við að hafa hitt hópinn en skilur ekki hvað það komi málinu við hvar hann hafi farið fram? Og spyr á móti. Arnar Þór Stefánsson, lögmaður Frigusar, sagði það skipta máli hvort vitni hafi borið saman framburð, borið saman bækur. Dómari í málinu greip þá inn í og sagði það til að meta trúverðugleika, önnur vitni hafi verið spurð þess sama og ítrekar spurninguna. Segir Þórhallur þá að hann muni að fundurinn hafi farið fram í Seðlabankanum. Þess krafist að Steinar Þór verði áminntur Eins og Vísir hefur fjallað ítarlega um hefur Frigus höfðað mál á hendur ríkinu og Lindarhvoli ehf. Frigus telur að þegar ríkið seldi Klakka (áður Exista) hafi verið staðið þannig að málum að bótaskylda hafi skapast vegna hagnaðar sem Frigus fyrirsjáanlega varð af. Í kvörtuninni sem nú hefur verið skilað inn til Lögmannafélagsins er farið fram á að Steinar Þór verði áminntur af hálfu LMFÍ með vísan til 27. greinar laga um lögmenn; að hann hafi í starfi sínu gert á hlut þess sem kvartar með háttsemi sem stríði gegn lögum og reglum. Farið er fram á að Steinar Þór verði áminntur og þyki sýnt að hann hafi í störfum sínum brotið svo mjög eða ítrekað gegn lögum og reglum svo ekki verið við unað að hann verði sviptur lögmannsréttindum sínum. Steinar Þór aðalleikari í málinu Óhætt er að segja Steinar Þór aðalleikara í málinu, eins og það er orðað í kvörtuninni til LMFÍ og að hann komi að því úr öllum áttum. Lögmaður Frigusar vakti athygli á þeirri nástöðu við málflutninginn og fór fram á að Steinar Þór viki sem lögmaður. Arnar Þór Stefánsson er lögmaður Frigusar í málinu. Hann yfirheyrði vitni um téðan hópfund í aðalmeðferð.vísir/vilhelm Lindarhvoll, félag sem Bjarni Benediktsson þá (og nú) fjármálaráðherra stofnaði til að annast sölu á ríkiseignum, gerði verktakasamning við Íslög ehf. 28. apríl 2016 um framkvæmdastjórn og lögfræðiþjónustu. Annar eigandi Íslaga er Steinar Þór. Hann var helsti ráðgjafi Lindarhvols, annaðist daglegan rekstur auk þess að vera með prókúru fyrir félagið. Hann lagði sjálfur til hvaða tilboði væri tekið í Klakka, hvar hann var stjórnarmaður á þeim tíma. Hann er sem verjandi jafnframt lykilvitni í málinu. Hér neðar má sjá skjáskot úr stefnu í málinu þar sem meðal annars er vakin er athygli á stöðu Steinars Þórs.
Starfsemi Lindarhvols Dómsmál Lögmennska Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira