„Heiður að vera orðaður við íslenska landsliðið“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. febrúar 2023 07:31 Roberto Garcia Parrondo er hér á hliðarlínunni með Melsungen. vísir/getty Spænski handknattleiksþjálfarinn Roberto Garcia Parrondo segist vera til í að ræða við HSÍ hafi sambandið áhuga á því að fá hann sem arftaka Guðmundar Guðmundssonar með karlalandsliðið. Parrondo er 43 ára gamall og er þjálfari þýska úrvalsdeildarfélagsins Melsungen sem Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson spila með. Hann tók við starfinu af Guðmundi Guðmundssyni er Guðmundur fór til Danmerkur. Parrondo hefur einnig verið landsliðsþjálfari Egyptalands síðustu fjögur ár og lyft þar grettistaki. Liðið hefur unnið Afríkukeppnina tvisvar í röð. Liðið var næstum komið í undanúrslit á HM 2021 en tapaði fyrir Dönum í vítakeppni í einhverjum besta handboltaleik allra tíma. Egyptar fóru svo í átta liða úrslit á nýafstöðnu HM en töpuðu þar fyrir Svíum og enduðu í sjöunda sæti. Eftir það hætti Parrondo með liðið. „Ég hafði ekkert heyrt af því að það væri verið að orða mig við íslenska landsliðið. Ég hef samt ekkert nema gott að segja um íslenskan handbolta. Það er aðdáunarvert hversu góðum árangri Ísland hefur náð í handbolta,“ sagði Parrondo í samtali við Vísi. „Ég verð að vera heiðarlegur og hef ekkert heyrt frá HSÍ. Ísland er frábært lið og allir þjálfarar hafa örugglega áhuga á að þjálfa liðið.“ Spánverjinn virðist vera spenntur að taka samtalið við HSÍ ef símtalið kemur úr Laugardalnum. „Ég myndi alltaf taka símtalið. Ég er alltaf að leita að nýjum tækifærum. Ég hætti hjá Egyptum því þeir vildu að ég myndi flytja þangað en við erum flutt til Þýskalands,“ segir þjálfarinn og bætir við. „Það er mikill heiður fyrir mig að vera orðaður við frábært lið eins og íslenska landsliðið.“ Landslið karla í handbolta Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Króatía vann Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Sjá meira
Parrondo er 43 ára gamall og er þjálfari þýska úrvalsdeildarfélagsins Melsungen sem Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson spila með. Hann tók við starfinu af Guðmundi Guðmundssyni er Guðmundur fór til Danmerkur. Parrondo hefur einnig verið landsliðsþjálfari Egyptalands síðustu fjögur ár og lyft þar grettistaki. Liðið hefur unnið Afríkukeppnina tvisvar í röð. Liðið var næstum komið í undanúrslit á HM 2021 en tapaði fyrir Dönum í vítakeppni í einhverjum besta handboltaleik allra tíma. Egyptar fóru svo í átta liða úrslit á nýafstöðnu HM en töpuðu þar fyrir Svíum og enduðu í sjöunda sæti. Eftir það hætti Parrondo með liðið. „Ég hafði ekkert heyrt af því að það væri verið að orða mig við íslenska landsliðið. Ég hef samt ekkert nema gott að segja um íslenskan handbolta. Það er aðdáunarvert hversu góðum árangri Ísland hefur náð í handbolta,“ sagði Parrondo í samtali við Vísi. „Ég verð að vera heiðarlegur og hef ekkert heyrt frá HSÍ. Ísland er frábært lið og allir þjálfarar hafa örugglega áhuga á að þjálfa liðið.“ Spánverjinn virðist vera spenntur að taka samtalið við HSÍ ef símtalið kemur úr Laugardalnum. „Ég myndi alltaf taka símtalið. Ég er alltaf að leita að nýjum tækifærum. Ég hætti hjá Egyptum því þeir vildu að ég myndi flytja þangað en við erum flutt til Þýskalands,“ segir þjálfarinn og bætir við. „Það er mikill heiður fyrir mig að vera orðaður við frábært lið eins og íslenska landsliðið.“
Landslið karla í handbolta Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Króatía vann Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Sjá meira