Ekkert lát á einkar skæðri fuglaflensu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. febrúar 2023 17:29 Myndin er tekin í Bretlandi þar sem fólk er hvatt til að koma ekki nálægt svönunum. Getty/Kerrison Ekkert lát virðist vera á útbreiðslu fuglaflensunnar. Hið skæða afbrigði, H5N1, hefur geisað í Evrópu síðan haustið 2021. Ellefu ára stúlka lést nýlega úr flensunni í Kambódíu og hæsta viðbúnaðarstig er enn í gildi á Íslandi. Fuglaflensan hefur valdið dauða fjölda villtra fugla og miklu tjóni í alifuglarækt víða um heim. Sérstakar reglur um sóttvarnir eru í gildi og alifuglaeigendur eru beðnir um að gæta ítrustu sóttvarna. Almenningur er áfram beðinn um að tilkynna um dauða og veika villta fugla til stofnunarinnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Matvælastofnun. „Hér á landi hefur fuglaflensan greinst í fjölda villtra fugla og leikið sumar tegundir mjög grátt. Alifuglar hafa sloppið fram til þessa að undanskildum nokkrum heimilishænum á einum stað. Miðað við hversu mikið virðist vera um fuglaflensu í villtu fuglunum er álitið að smithætta fyrir alifugla sé töluverð. Góðum sóttvörnum á stóru alifuglabúunum er án efa að þakka að smitið hafi ekki borist inn á þau,“ segir í tilkynningu MAST. AP fréttaveitan greinir frá því að ellefu ára stúlka hafi nýlega látist úr veirunni í Kambódíu. Hún veiktist 16. febrúar síðastliðinn og lést skömmu síðar. Einkenni voru hiti, hósti og hálsbólga. Níu ára stúlka lést úr flensunni í Ekvador í janúar. Áður hefur verið greint frá því að lítil hætta séu á því að fólk smitist af veirunni en undantekningartilvik þekkist. Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunin vekur athygli á því að afbrigðið geti mögulega farið að aðlagast betur spendýrum og fólki. Dýr á borð við minka gætu smitast og ný afbrigði þróast út frá því. Nánari á vef Matvælastofnunar. Fuglar Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Skæð fuglaflensa gengur enn Skæð fuglaflensa gengur og greinist enn í villtum fuglum hér á landi. Meira en hálft ár er liðið síðan flensan fór að greinast í villtum fuglum hér á Íslandi en Matvælastofnun telur ekki tímabært að aflétta sóttvarnaaðgerðum sem eru í gildi vegna flensunnar. 24. október 2022 10:01 Fuglaflensusmit viðvarandi í villtum fuglum Matvælastofnun (MAST) segir fuglaflensusmit enn vera viðvarandi í villtum fuglum og enn sé hætta á að smit berist yfir í alifugla. Dregið hefur úr tilkynningum um smit síðustu mánuði sem er þó ekki merki um að fuglaflensan sé að hverfa. 22. ágúst 2022 13:48 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Fuglaflensan hefur valdið dauða fjölda villtra fugla og miklu tjóni í alifuglarækt víða um heim. Sérstakar reglur um sóttvarnir eru í gildi og alifuglaeigendur eru beðnir um að gæta ítrustu sóttvarna. Almenningur er áfram beðinn um að tilkynna um dauða og veika villta fugla til stofnunarinnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Matvælastofnun. „Hér á landi hefur fuglaflensan greinst í fjölda villtra fugla og leikið sumar tegundir mjög grátt. Alifuglar hafa sloppið fram til þessa að undanskildum nokkrum heimilishænum á einum stað. Miðað við hversu mikið virðist vera um fuglaflensu í villtu fuglunum er álitið að smithætta fyrir alifugla sé töluverð. Góðum sóttvörnum á stóru alifuglabúunum er án efa að þakka að smitið hafi ekki borist inn á þau,“ segir í tilkynningu MAST. AP fréttaveitan greinir frá því að ellefu ára stúlka hafi nýlega látist úr veirunni í Kambódíu. Hún veiktist 16. febrúar síðastliðinn og lést skömmu síðar. Einkenni voru hiti, hósti og hálsbólga. Níu ára stúlka lést úr flensunni í Ekvador í janúar. Áður hefur verið greint frá því að lítil hætta séu á því að fólk smitist af veirunni en undantekningartilvik þekkist. Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunin vekur athygli á því að afbrigðið geti mögulega farið að aðlagast betur spendýrum og fólki. Dýr á borð við minka gætu smitast og ný afbrigði þróast út frá því. Nánari á vef Matvælastofnunar.
Fuglar Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Skæð fuglaflensa gengur enn Skæð fuglaflensa gengur og greinist enn í villtum fuglum hér á landi. Meira en hálft ár er liðið síðan flensan fór að greinast í villtum fuglum hér á Íslandi en Matvælastofnun telur ekki tímabært að aflétta sóttvarnaaðgerðum sem eru í gildi vegna flensunnar. 24. október 2022 10:01 Fuglaflensusmit viðvarandi í villtum fuglum Matvælastofnun (MAST) segir fuglaflensusmit enn vera viðvarandi í villtum fuglum og enn sé hætta á að smit berist yfir í alifugla. Dregið hefur úr tilkynningum um smit síðustu mánuði sem er þó ekki merki um að fuglaflensan sé að hverfa. 22. ágúst 2022 13:48 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Skæð fuglaflensa gengur enn Skæð fuglaflensa gengur og greinist enn í villtum fuglum hér á landi. Meira en hálft ár er liðið síðan flensan fór að greinast í villtum fuglum hér á Íslandi en Matvælastofnun telur ekki tímabært að aflétta sóttvarnaaðgerðum sem eru í gildi vegna flensunnar. 24. október 2022 10:01
Fuglaflensusmit viðvarandi í villtum fuglum Matvælastofnun (MAST) segir fuglaflensusmit enn vera viðvarandi í villtum fuglum og enn sé hætta á að smit berist yfir í alifugla. Dregið hefur úr tilkynningum um smit síðustu mánuði sem er þó ekki merki um að fuglaflensan sé að hverfa. 22. ágúst 2022 13:48