Innlent

SA sam­þykkir undan­þágur frá verk­banni

Atli Ísleifsson skrifar
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtala atvinnulífsins.
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtala atvinnulífsins. Vísir/Vilhelm

Undanþágunefnd Samtaka atvinnulífsins hefur samþykkt að öll störf sem tengjast heilbrigðis- og öldrunarþjónustu, opinberri sem og einkarekinni, sem og öll störf sem tengjast annarri grunnþjónustu njóti undanþágu frá því verkbanni sem hefst 2. mars næstkomandi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins.„Á fundi undanþágunefndar Samtaka atvinnulífsins, vegna verkbanns SA á félagsmenn Eflingar, var eftirfarandi samþykkt:

  1. Öll störf sem tengjast heilbrigðis- og öldrunarþjónustu, opinberri sem og einkarekinni, njóta undanþágu frá verkbanni SA.
  2. Öll störf sem tengjast annarri grunnþjónustu, s.s. lögreglu, slökkviliði, sjúkraflutningum, björgunarsveitum, almannavörnum og menntastofnunum, njóta undanþágu frá verkbanni SA.

Undanþágur þessar eru veittar án sérstakra umsókna frá hlutaðeigandi aðilum.

Undanþágunefnd hefur einnig ákveðið að umsóknir aðila sem Efling - stéttarfélag hefur þegar veitt, verði samþykktar af hálfu undanþágunefndar SA,“ segir í tilkynningunni.

Aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins samþykktu í gær verkbann á félagsmenn Eflingar. 94,73 prósent þeirra sem kusu greiddu atkvæði með verkbanni. 3,32 prósent greiddu atkvæði á móti.


Tengdar fréttir

Boða ekki til frekari verkfalla

Samninganefnd Eflingar ákvað í gær að boða ekki til verkfallsaðgerða í öryggisgæslu, þrifum og á hótelum sem samþykktar voru fyrr í vikunni. Í yfirlýsingu frá Eflingu segir að endurmeta þurfi stefnuna í ljósi verkbanns Samtaka atvinnulífsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×