Staðfestu þriggja ára dóm fyrir að nauðga fyrrverandi kærustu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. febrúar 2023 06:16 Hæstiréttur tók málið fyrir vegna mismunandi niðurstaðna í héraði og Landsrétti. vísir/vilhelm Hæstiréttur hefur staðfest niðurstöðu Landsréttar í máli manns sem dæmdur var í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað fyrrverandi kærustu sinni. Héraðsdómur hafði sýknað manninn vegna sönnunarskorts. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa þvingað konuna til munnmaka og haft við hana samræði í tvígang með því að beita hana ólögmætri nauðung. Í ákæru sagði að maðurinn hafi slegið hana, bitið og tekið hana kverkataki en loks látið af háttsemi sinni eftir að konan hafði ítrekað beðið hann að hætta. Með atlögunni hafi hann ógnað lífi og velferð konunnar en hún hlaut roða, mar, bit- og klórför víða um líkamann. Brotið var framið í apríl 2019. Taldi framburð konunnar stangast á við sönnunargögn Dómur Landsréttar féll í júní á síðasta ári og áfrýjunarleyfi Hæstaréttar veitt í september á þeim grunni að maðurinn hefði verið sýknaður í héraði en sakfelldur fyrir Landsrétti. Þegar þannig stæði á bæri að verða við ósk ákærða um leyfi til áfrýjunar nema Hæstiréttur teldi ljóst að áfrýjun myndi ekki verða til þess að breyta dómi Landsréttar. Maðurinn krafðist þess fyrir Hæstarétti að dómur Landsréttar yrði ómerktur á þeim grunni að framburður brotaþola hafi „stangast í veigamiklum atriðum á við sönnunargögn sem aflað var við rannsókn lögreglu.“ Hann hafi verið sýknaður í héraði á þeim grundvelli að framburður brotaþola hafi ekki fengið stoð í öðrum gögnum málsins, svo sem að brotaþoli hafi bitið ákærða fast í hálsinn eða ákærði slegið höfði hennar utan í vegg. Þá hafi ákærði ekki dáið áfengisdauða eins og brotaþoli hélt fram við skýrslutöku, blóð- og þvagsýni, sem tekin hafi verið morguninn eftir, við handtöku sýni það lítið áfengismagn. Ákæruvaldið andmælti þeim málflutningi og vísaði til niðurstaðna úr rannsókn á blóðsýni mannsins. Af þeim niðurstöðum væri dregin sú ályktun að maðurinn„hafi verið undir allnokkrum áhrifum áfengis þegar hann hafi sofnað á heimili brotaþola strax eftir að kynmökum lauk en áfengisáhrifin hafi verið til þess fallin að hann festi fljótt svefn.“ Þá taldi ákæruvald engu breyta um mat á sönnunargildi framburðar brotaþola þótt hún hafi sagst hafa bitið maninn í hálsinn en áverkar ekki fundist á honum fimm klukkustundum síðar. „Í því sambandi bendir ákæruvaldið á að skeggvöxtur hans geti hafa hulið áverka,“ segir í dómnum. Ríkari kröfur um samþykki vegna ofbeldisfulls kynlífs Í niðurstöðu Hæstaréttar varðandi sönnunarmat Landsréttar segir að engar einhlítar ályktanir verði dregnar af mælingum á áfengi í blóði og þvagi mannsins nokkrum klukkustundum eftir atburðinn. Þær mælingar hafi því ekki getað haft þýðingu við mat á trúverðugleika framburðar ákærða og brotaþola. Þá komi fram í læknisvottorði að brotaþoli hafi verið með kúlu á hnakka sem bendi til þess að maðurinn hafi slegið höfði hennar í vegg. „Verður ekki fallist á það með ákærða að slíkur annmarki hafi verið á þeirri aðferð sem beitt var við sönnunarmat í hinum áfrýjaða dómi að efni séu til að ómerkja hann,“ segir í niðurstöðu Hæstaréttar varðandi sönnunarmatið. Ákærði bar fyrir sig að ekki hafi verið um neins konar þvingun af hans hálfu að ræða en hann gekkst við því að hafa viðhaft þá háttsemi sem lýst var í ákæru. Hélt hann því fram að þau hafi áður stundað sambærilegt kynlíf og konan hafi ekki á nokkurn hátt gefið það til kynna að hún væri mótfallin því. Hæstiréttur vísaði til þess að hann hafi fyrir dómi viðurkennt að hafa ekki leitað samþykkis konunnar. Hann hafi þurft að fá ótvírætt samþykki hennar fyrir þeim ofbeldisfullu kynferðismökum sem ákæra laut að og gat ekki gefið sér að það væri sjálfkrafa fyrir hendi. Ríkari kröfur séu gerðar til að samþykki sé tjáð þegar gengið sé fram með slíkum líkamsmeiðingum. Samkvæmt því var niðurstaða Landsréttar um þriggja ára fangelsisdóm staðfest. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir að hafa þvingað konuna til munnmaka og haft við hana samræði í tvígang með því að beita hana ólögmætri nauðung. Í ákæru sagði að maðurinn hafi slegið hana, bitið og tekið hana kverkataki en loks látið af háttsemi sinni eftir að konan hafði ítrekað beðið hann að hætta. Með atlögunni hafi hann ógnað lífi og velferð konunnar en hún hlaut roða, mar, bit- og klórför víða um líkamann. Brotið var framið í apríl 2019. Taldi framburð konunnar stangast á við sönnunargögn Dómur Landsréttar féll í júní á síðasta ári og áfrýjunarleyfi Hæstaréttar veitt í september á þeim grunni að maðurinn hefði verið sýknaður í héraði en sakfelldur fyrir Landsrétti. Þegar þannig stæði á bæri að verða við ósk ákærða um leyfi til áfrýjunar nema Hæstiréttur teldi ljóst að áfrýjun myndi ekki verða til þess að breyta dómi Landsréttar. Maðurinn krafðist þess fyrir Hæstarétti að dómur Landsréttar yrði ómerktur á þeim grunni að framburður brotaþola hafi „stangast í veigamiklum atriðum á við sönnunargögn sem aflað var við rannsókn lögreglu.“ Hann hafi verið sýknaður í héraði á þeim grundvelli að framburður brotaþola hafi ekki fengið stoð í öðrum gögnum málsins, svo sem að brotaþoli hafi bitið ákærða fast í hálsinn eða ákærði slegið höfði hennar utan í vegg. Þá hafi ákærði ekki dáið áfengisdauða eins og brotaþoli hélt fram við skýrslutöku, blóð- og þvagsýni, sem tekin hafi verið morguninn eftir, við handtöku sýni það lítið áfengismagn. Ákæruvaldið andmælti þeim málflutningi og vísaði til niðurstaðna úr rannsókn á blóðsýni mannsins. Af þeim niðurstöðum væri dregin sú ályktun að maðurinn„hafi verið undir allnokkrum áhrifum áfengis þegar hann hafi sofnað á heimili brotaþola strax eftir að kynmökum lauk en áfengisáhrifin hafi verið til þess fallin að hann festi fljótt svefn.“ Þá taldi ákæruvald engu breyta um mat á sönnunargildi framburðar brotaþola þótt hún hafi sagst hafa bitið maninn í hálsinn en áverkar ekki fundist á honum fimm klukkustundum síðar. „Í því sambandi bendir ákæruvaldið á að skeggvöxtur hans geti hafa hulið áverka,“ segir í dómnum. Ríkari kröfur um samþykki vegna ofbeldisfulls kynlífs Í niðurstöðu Hæstaréttar varðandi sönnunarmat Landsréttar segir að engar einhlítar ályktanir verði dregnar af mælingum á áfengi í blóði og þvagi mannsins nokkrum klukkustundum eftir atburðinn. Þær mælingar hafi því ekki getað haft þýðingu við mat á trúverðugleika framburðar ákærða og brotaþola. Þá komi fram í læknisvottorði að brotaþoli hafi verið með kúlu á hnakka sem bendi til þess að maðurinn hafi slegið höfði hennar í vegg. „Verður ekki fallist á það með ákærða að slíkur annmarki hafi verið á þeirri aðferð sem beitt var við sönnunarmat í hinum áfrýjaða dómi að efni séu til að ómerkja hann,“ segir í niðurstöðu Hæstaréttar varðandi sönnunarmatið. Ákærði bar fyrir sig að ekki hafi verið um neins konar þvingun af hans hálfu að ræða en hann gekkst við því að hafa viðhaft þá háttsemi sem lýst var í ákæru. Hélt hann því fram að þau hafi áður stundað sambærilegt kynlíf og konan hafi ekki á nokkurn hátt gefið það til kynna að hún væri mótfallin því. Hæstiréttur vísaði til þess að hann hafi fyrir dómi viðurkennt að hafa ekki leitað samþykkis konunnar. Hann hafi þurft að fá ótvírætt samþykki hennar fyrir þeim ofbeldisfullu kynferðismökum sem ákæra laut að og gat ekki gefið sér að það væri sjálfkrafa fyrir hendi. Ríkari kröfur séu gerðar til að samþykki sé tjáð þegar gengið sé fram með slíkum líkamsmeiðingum. Samkvæmt því var niðurstaða Landsréttar um þriggja ára fangelsisdóm staðfest.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent