Methagnaður Landsvirkjunar fyrst og fremst sóttur til stóriðjunnar Kristján Már Unnarsson skrifar 21. febrúar 2023 22:30 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Egill Aðalsteinsson Landsvirkjun á núna Kárahnjúkavirkjun skuldlausa sem og allar virkjanir byggðar fyrir hennar tíma. Forstjórinn segir methagnað fyrirtækisins fyrst og fremst sóttan til stóriðjunnar en ekki til almennings. Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að í 58 ára sögu sinni hafi Landsvirkjun aldrei hagnast jafn mikið og aldrei fært eiganda sínum jafnmikinn arð og núna. Lagt er til að ríkissjóður fái tuttugu milljarða króna arðgreiðslu af 45 milljarða króna hagnaði. Á kynningarfundi forstjóra og fjármálastjóra í morgun kom fram að ytri aðstæður, eins og hátt álverð, hafi verið hagstæðar en stærsta áhrifaþáttinn í góðri afkomu segja þeir þó endursamninga við stóriðjuna. „Við erum á margan hátt að uppskera, bæði frá þessum virkjunum sem hafa verið byggðar á síðustu 58 árum, og njótum mjög góðs af í dag, en einnig þessari vegferð sem við hófum fyrir tíu árum síðan að endursemja við okkar viðskiptavini. Það er að skila sér í langbesta rekstrarári Landsvirkjunar,“ segir forstjórinn Hörður Arnarson. Forstjóri Landsvirkjunar ræðir um orkuskiptin á kynningarfundinum í morgun.Egill Aðalsteinsson Athyglisvert er að á sama tíma og Landsvirkjun byggði Búðarhálsvirkjun, Þeistareykjavirkjun og Búrfellsvirkjun tvö þá snarlækkuðu heildarskuldir fyrirtækisins úr um 400 milljörðum króna árið 2010 niður í um 120 milljarða króna núna. Skuldsetningin núna er þannig minni en fjárfesting fyrirtækisins á síðustu tíu árum, að sögn Harðar. „Þannig að það má segja það að allar virkjanir fyrir þann tíma eru núna skuldlausar,“ segir forstjórinn. Og þar með talin Kárahnjúkavirkjun. Úr vélasal Fljótsdalsstöðvar, sem áður var nefnd Kárahnjúkavirkjun.Skjáskot/Stöð 2 Því hefur stundum verið fleygt að almenningur sé að greiða niður orkuverð til stóriðjunnar. „Ég hef ekki heyrt neinn segja það í mörg ár. Enda er það ekki rétt,“ segir forstjóri Landsvirkjunar. Stóriðjan greiði núna sambærilegt raforkuverð og tíðkist í helstu viðmiðunarlöndum. „Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að við erum ekki að sækja aukinn hagnað Landsvirkjunar til almennings heldur eru þetta fyrst og fremst með endursamningum við stóriðjuna. Og í dag er staðan þannig að almenningur borgar sama verð og stóriðjan. Það er út af því að við höfum hækkað stóriðjuna en verð á almennum markaði hefur varla fylgt verðlagi,“ segir Hörður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landsvirkjun Orkumál Áliðnaður Vatnsaflsvirkjanir Orkuskipti Loftslagsmál Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Ákvarðanir Landsvirkjunar árið 2010 juku sjóðstreymi um einn milljarð dala Ákvarðanir sem voru teknar í rekstri Landsvirkjunar fyrir meira en áratug, sem kölluðu á mikil „átök“ á þegar stórnotendur voru látnir greiða hærra raforkuverð, hefur haft afgerandi áhrif við að bæta afkomu og skuldastöðu félagsins og skilað því um einum milljarði Bandaríkjadala, jafnvirði um 145 milljarða króna, í auknu sjóðstreymi á tímabilinu. Forstjóri Landsvirkjunar segir að tækifæri séu til þess að endursemja við stóra viðskiptavini á komandi árum. 21. febrúar 2023 16:17 Landsvirkjun áformar meiri orkuöflun á fjórum stöðum Ný orkuöflun Landsvirkjunar stefnir í að verða mjög umfangsmikil á næstu árum, að sögn forstjórans. Auk Hvammsvirkjunar áformar fyrirtækið stækkun virkjana á Þeistareykjum og við Sigöldu sem og vindorkulund við Búrfell. 6. desember 2022 11:12 Segir síðasta ár hafa verið gott fyrir álverin en þetta ár verði enn betra Rekstur áliðnaðarins hérlendis hefur aldrei gengið eins vel og nú. Þrátt fyrir að verð á áli hafi á síðustu vikum sigið niður spáir forstjóri stærsta álversins, Alcoa Fjarðaáls, því að þetta ár verði ennþá betra en það síðasta. 6. ágúst 2022 22:10 Heimsmarkaðsverð á áli orðið ævintýralega hátt Heimsmarkaðsverð á áli fór í gær í 3.850 dollara tonnið. Þetta er langhæsta álverð sögunnar. Álmarkaðir hafa heldur róast framan af degi og verðið sigið niður, fór niður í 3.740 dollara í morgun og var komið niður undir 3.500 dollara um hádegisbil. 8. mars 2022 12:24 Mikill gleðidagur í Straumsvík og léttir að óvissu um ÍSAL var eytt Óvissu um framtíð álversins í Straumsvík var eytt í dag með nýjum raforkusamningi Landsvirkjunar og Rio Tinto og verður álframleiðslan sett á fulla ferð að nýju. Rannveig Rist forstjóri segir þetta mikinn gleðidag. 15. febrúar 2021 20:50 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að í 58 ára sögu sinni hafi Landsvirkjun aldrei hagnast jafn mikið og aldrei fært eiganda sínum jafnmikinn arð og núna. Lagt er til að ríkissjóður fái tuttugu milljarða króna arðgreiðslu af 45 milljarða króna hagnaði. Á kynningarfundi forstjóra og fjármálastjóra í morgun kom fram að ytri aðstæður, eins og hátt álverð, hafi verið hagstæðar en stærsta áhrifaþáttinn í góðri afkomu segja þeir þó endursamninga við stóriðjuna. „Við erum á margan hátt að uppskera, bæði frá þessum virkjunum sem hafa verið byggðar á síðustu 58 árum, og njótum mjög góðs af í dag, en einnig þessari vegferð sem við hófum fyrir tíu árum síðan að endursemja við okkar viðskiptavini. Það er að skila sér í langbesta rekstrarári Landsvirkjunar,“ segir forstjórinn Hörður Arnarson. Forstjóri Landsvirkjunar ræðir um orkuskiptin á kynningarfundinum í morgun.Egill Aðalsteinsson Athyglisvert er að á sama tíma og Landsvirkjun byggði Búðarhálsvirkjun, Þeistareykjavirkjun og Búrfellsvirkjun tvö þá snarlækkuðu heildarskuldir fyrirtækisins úr um 400 milljörðum króna árið 2010 niður í um 120 milljarða króna núna. Skuldsetningin núna er þannig minni en fjárfesting fyrirtækisins á síðustu tíu árum, að sögn Harðar. „Þannig að það má segja það að allar virkjanir fyrir þann tíma eru núna skuldlausar,“ segir forstjórinn. Og þar með talin Kárahnjúkavirkjun. Úr vélasal Fljótsdalsstöðvar, sem áður var nefnd Kárahnjúkavirkjun.Skjáskot/Stöð 2 Því hefur stundum verið fleygt að almenningur sé að greiða niður orkuverð til stóriðjunnar. „Ég hef ekki heyrt neinn segja það í mörg ár. Enda er það ekki rétt,“ segir forstjóri Landsvirkjunar. Stóriðjan greiði núna sambærilegt raforkuverð og tíðkist í helstu viðmiðunarlöndum. „Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að við erum ekki að sækja aukinn hagnað Landsvirkjunar til almennings heldur eru þetta fyrst og fremst með endursamningum við stóriðjuna. Og í dag er staðan þannig að almenningur borgar sama verð og stóriðjan. Það er út af því að við höfum hækkað stóriðjuna en verð á almennum markaði hefur varla fylgt verðlagi,“ segir Hörður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landsvirkjun Orkumál Áliðnaður Vatnsaflsvirkjanir Orkuskipti Loftslagsmál Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Ákvarðanir Landsvirkjunar árið 2010 juku sjóðstreymi um einn milljarð dala Ákvarðanir sem voru teknar í rekstri Landsvirkjunar fyrir meira en áratug, sem kölluðu á mikil „átök“ á þegar stórnotendur voru látnir greiða hærra raforkuverð, hefur haft afgerandi áhrif við að bæta afkomu og skuldastöðu félagsins og skilað því um einum milljarði Bandaríkjadala, jafnvirði um 145 milljarða króna, í auknu sjóðstreymi á tímabilinu. Forstjóri Landsvirkjunar segir að tækifæri séu til þess að endursemja við stóra viðskiptavini á komandi árum. 21. febrúar 2023 16:17 Landsvirkjun áformar meiri orkuöflun á fjórum stöðum Ný orkuöflun Landsvirkjunar stefnir í að verða mjög umfangsmikil á næstu árum, að sögn forstjórans. Auk Hvammsvirkjunar áformar fyrirtækið stækkun virkjana á Þeistareykjum og við Sigöldu sem og vindorkulund við Búrfell. 6. desember 2022 11:12 Segir síðasta ár hafa verið gott fyrir álverin en þetta ár verði enn betra Rekstur áliðnaðarins hérlendis hefur aldrei gengið eins vel og nú. Þrátt fyrir að verð á áli hafi á síðustu vikum sigið niður spáir forstjóri stærsta álversins, Alcoa Fjarðaáls, því að þetta ár verði ennþá betra en það síðasta. 6. ágúst 2022 22:10 Heimsmarkaðsverð á áli orðið ævintýralega hátt Heimsmarkaðsverð á áli fór í gær í 3.850 dollara tonnið. Þetta er langhæsta álverð sögunnar. Álmarkaðir hafa heldur róast framan af degi og verðið sigið niður, fór niður í 3.740 dollara í morgun og var komið niður undir 3.500 dollara um hádegisbil. 8. mars 2022 12:24 Mikill gleðidagur í Straumsvík og léttir að óvissu um ÍSAL var eytt Óvissu um framtíð álversins í Straumsvík var eytt í dag með nýjum raforkusamningi Landsvirkjunar og Rio Tinto og verður álframleiðslan sett á fulla ferð að nýju. Rannveig Rist forstjóri segir þetta mikinn gleðidag. 15. febrúar 2021 20:50 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Ákvarðanir Landsvirkjunar árið 2010 juku sjóðstreymi um einn milljarð dala Ákvarðanir sem voru teknar í rekstri Landsvirkjunar fyrir meira en áratug, sem kölluðu á mikil „átök“ á þegar stórnotendur voru látnir greiða hærra raforkuverð, hefur haft afgerandi áhrif við að bæta afkomu og skuldastöðu félagsins og skilað því um einum milljarði Bandaríkjadala, jafnvirði um 145 milljarða króna, í auknu sjóðstreymi á tímabilinu. Forstjóri Landsvirkjunar segir að tækifæri séu til þess að endursemja við stóra viðskiptavini á komandi árum. 21. febrúar 2023 16:17
Landsvirkjun áformar meiri orkuöflun á fjórum stöðum Ný orkuöflun Landsvirkjunar stefnir í að verða mjög umfangsmikil á næstu árum, að sögn forstjórans. Auk Hvammsvirkjunar áformar fyrirtækið stækkun virkjana á Þeistareykjum og við Sigöldu sem og vindorkulund við Búrfell. 6. desember 2022 11:12
Segir síðasta ár hafa verið gott fyrir álverin en þetta ár verði enn betra Rekstur áliðnaðarins hérlendis hefur aldrei gengið eins vel og nú. Þrátt fyrir að verð á áli hafi á síðustu vikum sigið niður spáir forstjóri stærsta álversins, Alcoa Fjarðaáls, því að þetta ár verði ennþá betra en það síðasta. 6. ágúst 2022 22:10
Heimsmarkaðsverð á áli orðið ævintýralega hátt Heimsmarkaðsverð á áli fór í gær í 3.850 dollara tonnið. Þetta er langhæsta álverð sögunnar. Álmarkaðir hafa heldur róast framan af degi og verðið sigið niður, fór niður í 3.740 dollara í morgun og var komið niður undir 3.500 dollara um hádegisbil. 8. mars 2022 12:24
Mikill gleðidagur í Straumsvík og léttir að óvissu um ÍSAL var eytt Óvissu um framtíð álversins í Straumsvík var eytt í dag með nýjum raforkusamningi Landsvirkjunar og Rio Tinto og verður álframleiðslan sett á fulla ferð að nýju. Rannveig Rist forstjóri segir þetta mikinn gleðidag. 15. febrúar 2021 20:50