Þarf stórfellt átak ríkis og sveitarfélaga fyrir heimilislausa Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. febrúar 2023 12:43 Elísabet Brynjarsdóttir var verkefnastýra Frú Ragnheiðar en er nú í framhaldsnámi í hjúkrun í Kanada. Hún segir augljóst að gera þurfi betur í málum heimilislausra. mynd/aðsend Það vantar stórfellt og samræmt átak ríkis og sveitarfélaga í málefnum heimilislausra að mati hjúkrunarfræðings. Í Kompás sem birtist á Vísi í morgun fá áhorfendur innsýn í daglegt líf heimilislausra og kynnast þeim Maríönnu og Ragnari. Hátt í eitt hundrað konur eru heimilislausar á Íslandi og Maríanna er ein þeirra sem lítur á Konukot sem heimili sitt. Þegar Konukoti er lokað á morgnana leitar Maríanna athvarfs í Skólinu, þar sem konur í svipaðri stöðu geta varið deginum. Það er hins vegar bara opið hluta úr degi og ekki um helgar og því drepur hún einnig tímann á bókasafni þar til Konukot opnar aftur síðdegis. Það litla sem hún á fer síðan í að nálgast morfín á svörtum markaði til að komst hjá hræðilegum fráhvörfum. Í Kompás lýsir Maríanna því að mannúð skorti í þessi málefni. Elísabet Brynjarsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur starfað lengi með heimilislausum og var verkefnastýra frú Ragnheiðar - sem sinnir skaðaminnkun. Rætt var við Elísabetu í hádegisfréttum Bylgjunnar en hún telur að lyfta þurfi grettistaki til að mæta gríðarlegum áskorunum í málaflokknum. „Það þyrfti samræmt átak ríkis og sveitarfélaga til að taka á þessum málaflokki,“ segir Elísabet. „Það vantar að taka heildrænt utan um einstaklinga sem eru með fjölþættan vanda og eru að upplifa svona margar áskoranir í sínu lífi. Ég trúi, og samkvæmt rannsóknum líka, að það geti gengið gríðarlega vel fyrir fólk, sama hvort þau eru að greinast með hjartasjúkdóma eða krabbamein, að það sé einhver ákveðin miðstöð sem heldur utan um þín mál.“ „Sveitarfélög þurfa að stíga fastar niður fæti og ríkið þarf að koma sterkar inn í,“ segir Elísabet. Afleiðing af heimsfaraldri? Óvenju margar konur hafa leitað í Konukot í vetur og úrræðið er yfirfullt flestar nætur, líkt og gistiskýlin fyrir karla á Granda og á Lindargötu. Elísabet hefur verið í framhaldsnámi í Vancouver í Kanada og segir að staðan hafi verið að þyngjast mikið þar. Líkt og Maríanna lýsir í Kompás að hafi verið að gerast hér. „Samkvæmt rannsóknum þar úti er verið að tengja þetta við afleiðingar af heimsfaraldrinum og efnahagsmálum. Þetta er að bitna oft verst á einstaklingum sem höfðu ekki mikið á milli handanna fyrir og eru að upplifa áföll aftur eða að missa eitthvað frá sér,“ segir Elísabet. „Það ætti að vera auðveldara á minna landi að gera betur. Ég vil allavega trúa því að það ætti að vera hægt að grípa inn í á Íslandi.“ Málefni heimilislausra Fíkn Kompás Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Sjá meira
Í Kompás sem birtist á Vísi í morgun fá áhorfendur innsýn í daglegt líf heimilislausra og kynnast þeim Maríönnu og Ragnari. Hátt í eitt hundrað konur eru heimilislausar á Íslandi og Maríanna er ein þeirra sem lítur á Konukot sem heimili sitt. Þegar Konukoti er lokað á morgnana leitar Maríanna athvarfs í Skólinu, þar sem konur í svipaðri stöðu geta varið deginum. Það er hins vegar bara opið hluta úr degi og ekki um helgar og því drepur hún einnig tímann á bókasafni þar til Konukot opnar aftur síðdegis. Það litla sem hún á fer síðan í að nálgast morfín á svörtum markaði til að komst hjá hræðilegum fráhvörfum. Í Kompás lýsir Maríanna því að mannúð skorti í þessi málefni. Elísabet Brynjarsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur starfað lengi með heimilislausum og var verkefnastýra frú Ragnheiðar - sem sinnir skaðaminnkun. Rætt var við Elísabetu í hádegisfréttum Bylgjunnar en hún telur að lyfta þurfi grettistaki til að mæta gríðarlegum áskorunum í málaflokknum. „Það þyrfti samræmt átak ríkis og sveitarfélaga til að taka á þessum málaflokki,“ segir Elísabet. „Það vantar að taka heildrænt utan um einstaklinga sem eru með fjölþættan vanda og eru að upplifa svona margar áskoranir í sínu lífi. Ég trúi, og samkvæmt rannsóknum líka, að það geti gengið gríðarlega vel fyrir fólk, sama hvort þau eru að greinast með hjartasjúkdóma eða krabbamein, að það sé einhver ákveðin miðstöð sem heldur utan um þín mál.“ „Sveitarfélög þurfa að stíga fastar niður fæti og ríkið þarf að koma sterkar inn í,“ segir Elísabet. Afleiðing af heimsfaraldri? Óvenju margar konur hafa leitað í Konukot í vetur og úrræðið er yfirfullt flestar nætur, líkt og gistiskýlin fyrir karla á Granda og á Lindargötu. Elísabet hefur verið í framhaldsnámi í Vancouver í Kanada og segir að staðan hafi verið að þyngjast mikið þar. Líkt og Maríanna lýsir í Kompás að hafi verið að gerast hér. „Samkvæmt rannsóknum þar úti er verið að tengja þetta við afleiðingar af heimsfaraldrinum og efnahagsmálum. Þetta er að bitna oft verst á einstaklingum sem höfðu ekki mikið á milli handanna fyrir og eru að upplifa áföll aftur eða að missa eitthvað frá sér,“ segir Elísabet. „Það ætti að vera auðveldara á minna landi að gera betur. Ég vil allavega trúa því að það ætti að vera hægt að grípa inn í á Íslandi.“
Málefni heimilislausra Fíkn Kompás Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Sjá meira