Leyndin um Lindarhvol orðin að sjálfstæðum ímyndarvanda fyrir þingið Jakob Bjarnar skrifar 21. febrúar 2023 12:10 Bjarni Benediktsson og Birgir Ármannsson hafa staðið þétt saman og gegn því að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol líti dagsins ljós. vísir/vilhelm Þingmenn saumuðu að forseta Alþingis, Birgi Ármannssyni, á þinginu í gær og rukkuðu hann um greinargerð Sigurðar Þórðarsonar þá setts ríkisendurskoðanda, um hið dularfulla fyrirbæri Lindarhvol. Vísir hefur fjallað ítarlega um Lindarhvol, félag sem Bjarni Benediktsson þáverandi og núverandi fjármálaráðherra, stofnaði til að sýsla með eignir sem fallið höfðu í fang ríkisins eftir fjármálahrun 2008. Tröllasögur eru um að útvöldum hafi verið seldar þessar eigur á vildarkjörum. Í nýlegu máli Frigusar á hendur ríkinu og Lindarhvoli sagði Sigurður Þórðarson í vitnastúku að hann meti það sem svo að Klakki (áður Exista) hafi verið selt á undirverði sem nemur hálfum milljarði króna. Óleysanlegur hnútur eða Catch 22 Skýrsla Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisendurskoðanda um Lindarhvol, liggur nú óafgreidd hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og hefur legið þar í tvö ár. Á þinginu í gær kom fram að þingmenn telja vonlaust að fjalla um skýrsluna án þess að hægt sé að taka tillit til þess sem segir í greinargerð Sigurðar sem ekki má leggja fram. Málið er þannig í óleysanlegum hnút eða því sem kallast Catch 22. Birgir og Bjarni hafa lagst eindregið gegn því að greinargerð Sigurður Þórðarsonar verði gerð opinber, þeir segja aðeins eina skýrslu fyrirliggjandi um málið og til hennar beri að líta. Það getur bara verið ein skýrsla, segir Bjarni. Birgir stendur einn í forsætisnefnd gegn því að greinargerð Sigurðar verði lögð fram. Allir aðrir í forsætisnefnd hafa lýst því yfir að þeir vilji að greinargerðin verði birt. Sigurður Þórðarson hefur lýst því yfir í samtali við Vísi að hann telji skuggalegt að greinargerð sín sé ekki gerð opinber, hann hafi alltaf litið svo á. Hann er bundinn þagnarskyldu sem embættismaður en í máli Skúla Eggerts hefur komið fram að í greinargerð Sigurðar séu missagnir og staðreyndavillur sem gætu valdið ríkinu bótaábyrgð. Sigurður segist aldrei hafa fengið skýringa á því hvað það sé í sinni greinargerð sem ekki þoli dagsljósið, leyndin sé orðin að sjálfstæðu vandamáli og alvarlegra en nokkuð í greinargerðinni; hann vill ekki una því að sitja undir ávirðingum sem embættismaður um að staðreyndarvillur sé að finna í sinni greinargerð sem honum var gert að skila eftir tveggja ára rannsókn, vegna nokkurra atriða sem honum hafði ekki tekist að fá staðfest. Því kallast skýrsla hans greinargerð en ekki skýrsla. Bjarni og Birgir hafa hins vegar talað um greinargerð Sigurðar sem skjal, eða vinnuplagg. Málið strandi á Birgi Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar var einn fjölmargra þingmanna sem steig í pontu í gær og krafðist þess að greinargerð Sigurðar yrði lögð fram. „Sá leyndarhjúpur sem hefur verið sveipaður um ráðstöfun stöðugleikaeigna og starfsemi Lindarhvols ehf. er eiginlega að verða að sjálfstæðu ímyndarvandamáli fyrir Alþingi. Jóhann Páll telur leyndina um greinargerðina um Lindarhvol orðin að sjálfstæðu vandamáli.vísir/vilhelm Það er hálffjarstæðukennt fyrir okkur þingmenn og fyrir almenning að lesa fréttir um efni þessarar skýrslu, lesa frétt af dómsmálum þar sem embættismaður Alþingis er kvaddur til til að bera vitni um það sem þar kemur fram, án þess að við höfum aðgang að skýrslunni. Þetta er greinargerð sem embættismaður Alþingis skilaði Alþingi og við eigum að fá að sjá það sem stendur þar,“ sagði Jóhann Páll. Hann sagði Birgi hafa í einu sinna svara talað um að lögfræðileg álitaefni væru til skoðunar. „Má ég þá minna á að hæstv. forsætisnefnd lét einmitt vinna lögfræðiálit um hvort það teldist réttmætt eða hvort eitthvað væri því til fyrirstöðu að birta þessa greinargerð. Þar var niðurstaðan mjög afdráttarlaus: Nei, það er ekkert því til fyrirstöðu. Meirihluti forsætisnefndar kallaði eftir birtingu hennar. Mér skilst að það sé einungis forseti sjálfur sem þetta strandar á. Hvernig má þetta vera?“ spurði Jóhann Páll og skoraði á Birgi að birta greinargerðina. Forseti sitji á gögnunum Birgir fékk sannarlega að vinna fyrir kaupinu sínu í gær því fjölmargir stjórnarandstöðuþingmenn stigu í pontu og gengu á Birgi með þetta neitunarvald sem formaður forsætisnefndar hafi gripið til. Ekki var frítt við að gremju gætti í máli hans en hann ítrekaði það sem hann hafði áður sagt, margoft að „um málefni Lindarhvols er fjallað í skýrslu sem skilað var til Alþingis vorið 2020. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallaði um það á síðasta kjörtímabili en lauk ekki þeirri vinnu.“ Gísli Rafn Ólafsson sagði afsakanir Birgis vera ansi rýrar orðnar þegar verið er að reyna að benda á ástæður fyrir því að vera ekki að birta þessa skýrslu. „Það er reynt að benda á að hvæstvirt stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd geti bara farið og fjallað um málið og aflað gagna en því miður getur hún ekki að aflað þeirra gagna sem um ræðir hér í dag sem eru gögnin sem forseti situr á. Gísli Rafn spurði hverja væri verið að vernda með því að þumbast við að leggja greinargerðina fram?vísir/vilhelm Mér er spurn hvort ekki þurfi hreinlega rannsóknarnefnd til að rannsaka embættisfærslur forseta í þessu máli. Af hverju er verið að sitja á þessari skýrslu svona lengi? Af hverju fá þessi gögn ekki að líta dagsins ljós? Hverja er verið að vernda? Eru það einhverjir sem fengu eignir á miklu meiri afslætti en ættingjar hæstvirts fjármálaráðherra fengu?“ Óskiljanleg flækja Birgir þurfti nokkrum sinnum að grípa til svara úr stóli forseta þingsins. Hann sagði meðal annars við þetta tækifæri að hann vildi enn og aftur benda á að málefni Lindarhvols geta „komið til þeirrar umfjöllunar á vettvangi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem sú nefnd kýs þegar hún það kýs, og nefndin getur þá eftir þeim heimildum sem hún hefur aflað þeirra upplýsinga og tekið þau mál til umræðu, fengið þá gesti eða aflað gagna sem hún óskar eftir, eins og reyndar var líka heimilt á síðasta kjörtímabili. En núverandi nefnd, eftir kosningar, getur auðvitað tekið þetta mál upp aftur hvenær sem er og farið í saumana á málefnum Lindarhvols eins og hún óskar.“ Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þinmaður Pírata var meðal þeirra þingmann sem steig í pontu og afhjúpaði það Catch 22 sem væri komið upp, játaði hreinskilnislega að þetta væri eitt þeirra mála sem helst hafi vafist fyrir sér eftir að hún settist á þing. Hún skildi það bara ekki alveg. „Ef ég skil þetta rétt þá er það þannig að hæstvirt forsætisnefnd er búin að taka ákvörðun um að það eigi að birta skýrsluna. Arndís Anna sagði að hún ætti afar erfitt með að skilja þetta mál og spurði Birgi hvernig á því stæði að greinargerðin væri strand í forsætisnefnd.vísir/vilhelm Því langar mig svolítið til þess að spyrja virðulegan forseta: Telur virðulegur forseti sig þess umkominn að snúa við ákvörðun forsætisnefndar eða hvað er það sem verið er að ræða í nefndinni? Nú hefur forseti ítrekað sagt að þetta sé til umfjöllunar í forsætisnefnd og mér skilst að það hafi verið það árum saman. Mig langar til að spyrja: Hvað er verið að ræða? Þarf að taka nýja ákvörðun um að birta þetta eða ætlar forseti að tefja þetta þangað til málið er búið að gleymast? Hver er afstaða forseta til þess sem þarf að ræða í forsætisnefnd?“ Aðeins forsætisnefnd geti aflétt trúnaði Birgir sagði það rétt sem fram kæmi hjá Arndísi Önnu að forsætisnefnd hafi ákveðið síðasta vor að fara í birtingu eða afhendingu á viðkomandi skjali til blaðamanns sem eftir því hafði óskað. „Þegar athugasemdir höfðu borist frá Ríkisendurskoðun, og reyndar stjórn Lindarhvols líka, þá var framkvæmdinni á því frestað. Það er síðan til umfjöllunar á vettvangi forsætisnefndar hvort ný ákvörðun verður tekin eða sú fyrri látin standa.“ Þórunn Sveinbjarnardóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og hún sagði að staðan væri sú að nefndin gæti ekki aflétt trúnaði af greinargerðinni. Þórunn er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Hún segir ómögulegt að afgreiða skýrslu Skúla Eggerts þegar trúnaður á að ríkja um greinargerð Sigurðar.vísir/vilhelm „Það er á borði forsætisnefndar og hefur verið alllengi og eins og þingmenn hafa hér rakið þá virðist vera meiri hluti fyrir því í forsætisnefnd að birta greinargerðina.“ Hún velti fyrir sér, svona vegna virðingar og ábyrgðar og sjálfstæðis Alþingis Íslendinga, hvort það væri ekki vert að forseti Alþingis birti greinargerðina. „Verði hún birt er aldrei að vita nema skýrslan sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd lauk ekki umfjöllun um á síðasta kjörtímabili verði tekin upp aftur. Það hefur þó ekki verið rætt í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og ekki staðið til.“ Málið geri lítið úr forsætisnefnd Ásthildur Lóa Þórsdóttir Flokki fólksins á sæti í forsætisnefnd sem liggur á skýrslunni. Hún sagði nokkra hluti liggja fyrir í málinu til dæmis að forsætisnefnd hafi samþykkt á fundi þann 4. apríl í fyrra að birta þessa skýrslu. „Síðan koma mótmæli frá Lindarhvoli og þau virðast trompa forsætisnefnd. Það þykir mér pínulítið alvarlegt og ekki pínulítið, mér þykir það mjög alvarlegt mál að kjörnir fulltrúar, forsætisnefnd, séu búnir að taka ákvörðun og svo komi álit frá Lindarhvoli sem í rauninni bætir engu við, enda voru þeir búnir að hafa fimm ár til þess að skrifa álit — bætir engu nýju við — og allt í einu skiptir ákvörðun forsætisnefndar engu máli!“ Ásthildur Lóa á sæti í forsætisnefnd þar sem ákveðið hefur verið að gera greinargerðina opinbera en athugasemdir frá Lindarhvoli yfirtrompi þá ákvörðun. Hún telur þingið grátt leikið við svo búið.vísir/vilhelm Ásthildur Lóa sagði það einnig blasa við að Sigurður Þórðarson hafi eindregið óskað þess að greinargerð hans yrði birt. „Hann virðist ekki líta svo á að þetta hafi verið vinnuplagg. Hann virðist líta svo á að hann hafi skilað vinnu sem hann vilji að sé gerð opinber vegna þess að hann liggi undir ámæli. Svo skilst manni að ekki fari saman þær niðurstöður sem hann komst að og þær sem ríkisendurskoðandi síðar meir komst að í þeirri skýrslu sem gerð var opinber um Lindarhvol. Þetta bara nær ekki nokkurri einustu átt og ekki síst í þessum málum sem snerta eftirmál hrunsins, þar þarf að opinbera hluti.“ Hringavitleysa sem verður að hætta Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírötum var meðal fjölmargra þingmanna sem tók til máls og sagði þetta einkar áhugaverða stöðu sem komin væri upp. „Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd getur ákveðið að taka aftur upp skýrslu ríkisendurskoðanda um Lindarhvol en getur ekki tekið neitt tillit til greinargerðar setts ríkisendurskoðanda í þeirri vinnu nema hún sé tilbúin að undirgangast trúnað og gefa þar af leiðandi ekki neitt út í sinni skýrslu um það sem stendur í þessari greinargerð. Þórhildur Sunna vék meðal annars að því sem Vísir hefur greint frá að Sigurður gagnrýni að Skúli Eggert gagnrýni greinargerð hans og vegi þannig að heiðri hans sem embættismanns, og hann geti ekki svarað fyrir sig.vísir/vilhelm Þetta er auðvitað mjög bagaleg staða, virðulegi forseti. Ég reyni að hafa það sem almenna reglu að taka ekki við gögnum í trúnaði vegna þess að við erum þjónar almennings sem eigum að geta talað um það sem við verðum uppvís að í okkar störfum en eigum ekki sitja á því í einhverjum leyndarhjúpi eins og forseti ætlar sér hér að gera.“ Þórhildur Sunna benti á að til að geta unnið þá skýrslu almennilega þurfi nefndarmenn að vita í hvað ríkisendurskoðandi er að vísa í sinni skýrslu… „þegar hann gagnrýnir það sem hann núna kallar vinnuskjal. Það sem settur ríkisendurskoðandi er líka að gagnrýna er að ríkisendurskoðandi sé að gagnrýna vinnu hans án þess að hann hafi neina burði til að svara fyrir það og án þess að neinn fái að vita hvað það er sem ríkisendurskoðandi er í raun að gagnrýna. Þetta er auðvitað bara einhver hringavitleysa, virðulegi forseti. Þetta verður að hætta.“ Alþingi Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Starfsemi Lindarhvols Tengdar fréttir Segir fjármálaráðuneytið hafa átt við umbeðnar upplýsingar Sigurður Valtýsson, fyrirsvarsmaður Frigusar sem stendur í málaferlum við Lindarhvol og ríkið, hefur reynt að toga upplýsingar úr fjármálaráðuneytinu sem streitist á móti sem mest það má. 21. febrúar 2023 10:00 Birgir Ármannsson ver enn leyndina um Lindarhvol Þingmenn Samfylkingarinnar og Pírata gerðu harða hríð að Birgi Ármannssyni forseta Alþingis í gær og kölluðu eftir því að á þinginu að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkissaksóknara yrði birt. Birgir telur það ýmsum vandkvæðum bundið. 2. febrúar 2023 14:01 Telur óeðlilegt að sitja árum saman undir ávirðingum Fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi taldi sig ekki hafa fengið upplýsingar eða svör um verðmat og ráðstöfun á tilteknum eignum sem Lindarhvoll ehf. fór með áður en hann lauk afskiptum af úttekt á störfum eignarhaldsfélags fjármálaráðuneytisins. Hann vill að Alþingi skýri hvað það sé í greinargerð sem hann skilaði sem þurfi að halda leynd yfir. Verði frekari dráttur á að Alþingi afgreiði málið þurfi hann að huga að því hvernig rétt sé að bregðast við ávirðingum í hans garð. 16. febrúar 2023 06:00 Ríkisendurskoðandi sér ekkert athugavert við starfsemi Lindarhvols ehf Með jákvæðari skýrslum sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur séð frá embættinu. 18. maí 2020 10:35 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Vísir hefur fjallað ítarlega um Lindarhvol, félag sem Bjarni Benediktsson þáverandi og núverandi fjármálaráðherra, stofnaði til að sýsla með eignir sem fallið höfðu í fang ríkisins eftir fjármálahrun 2008. Tröllasögur eru um að útvöldum hafi verið seldar þessar eigur á vildarkjörum. Í nýlegu máli Frigusar á hendur ríkinu og Lindarhvoli sagði Sigurður Þórðarson í vitnastúku að hann meti það sem svo að Klakki (áður Exista) hafi verið selt á undirverði sem nemur hálfum milljarði króna. Óleysanlegur hnútur eða Catch 22 Skýrsla Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisendurskoðanda um Lindarhvol, liggur nú óafgreidd hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og hefur legið þar í tvö ár. Á þinginu í gær kom fram að þingmenn telja vonlaust að fjalla um skýrsluna án þess að hægt sé að taka tillit til þess sem segir í greinargerð Sigurðar sem ekki má leggja fram. Málið er þannig í óleysanlegum hnút eða því sem kallast Catch 22. Birgir og Bjarni hafa lagst eindregið gegn því að greinargerð Sigurður Þórðarsonar verði gerð opinber, þeir segja aðeins eina skýrslu fyrirliggjandi um málið og til hennar beri að líta. Það getur bara verið ein skýrsla, segir Bjarni. Birgir stendur einn í forsætisnefnd gegn því að greinargerð Sigurðar verði lögð fram. Allir aðrir í forsætisnefnd hafa lýst því yfir að þeir vilji að greinargerðin verði birt. Sigurður Þórðarson hefur lýst því yfir í samtali við Vísi að hann telji skuggalegt að greinargerð sín sé ekki gerð opinber, hann hafi alltaf litið svo á. Hann er bundinn þagnarskyldu sem embættismaður en í máli Skúla Eggerts hefur komið fram að í greinargerð Sigurðar séu missagnir og staðreyndavillur sem gætu valdið ríkinu bótaábyrgð. Sigurður segist aldrei hafa fengið skýringa á því hvað það sé í sinni greinargerð sem ekki þoli dagsljósið, leyndin sé orðin að sjálfstæðu vandamáli og alvarlegra en nokkuð í greinargerðinni; hann vill ekki una því að sitja undir ávirðingum sem embættismaður um að staðreyndarvillur sé að finna í sinni greinargerð sem honum var gert að skila eftir tveggja ára rannsókn, vegna nokkurra atriða sem honum hafði ekki tekist að fá staðfest. Því kallast skýrsla hans greinargerð en ekki skýrsla. Bjarni og Birgir hafa hins vegar talað um greinargerð Sigurðar sem skjal, eða vinnuplagg. Málið strandi á Birgi Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar var einn fjölmargra þingmanna sem steig í pontu í gær og krafðist þess að greinargerð Sigurðar yrði lögð fram. „Sá leyndarhjúpur sem hefur verið sveipaður um ráðstöfun stöðugleikaeigna og starfsemi Lindarhvols ehf. er eiginlega að verða að sjálfstæðu ímyndarvandamáli fyrir Alþingi. Jóhann Páll telur leyndina um greinargerðina um Lindarhvol orðin að sjálfstæðu vandamáli.vísir/vilhelm Það er hálffjarstæðukennt fyrir okkur þingmenn og fyrir almenning að lesa fréttir um efni þessarar skýrslu, lesa frétt af dómsmálum þar sem embættismaður Alþingis er kvaddur til til að bera vitni um það sem þar kemur fram, án þess að við höfum aðgang að skýrslunni. Þetta er greinargerð sem embættismaður Alþingis skilaði Alþingi og við eigum að fá að sjá það sem stendur þar,“ sagði Jóhann Páll. Hann sagði Birgi hafa í einu sinna svara talað um að lögfræðileg álitaefni væru til skoðunar. „Má ég þá minna á að hæstv. forsætisnefnd lét einmitt vinna lögfræðiálit um hvort það teldist réttmætt eða hvort eitthvað væri því til fyrirstöðu að birta þessa greinargerð. Þar var niðurstaðan mjög afdráttarlaus: Nei, það er ekkert því til fyrirstöðu. Meirihluti forsætisnefndar kallaði eftir birtingu hennar. Mér skilst að það sé einungis forseti sjálfur sem þetta strandar á. Hvernig má þetta vera?“ spurði Jóhann Páll og skoraði á Birgi að birta greinargerðina. Forseti sitji á gögnunum Birgir fékk sannarlega að vinna fyrir kaupinu sínu í gær því fjölmargir stjórnarandstöðuþingmenn stigu í pontu og gengu á Birgi með þetta neitunarvald sem formaður forsætisnefndar hafi gripið til. Ekki var frítt við að gremju gætti í máli hans en hann ítrekaði það sem hann hafði áður sagt, margoft að „um málefni Lindarhvols er fjallað í skýrslu sem skilað var til Alþingis vorið 2020. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallaði um það á síðasta kjörtímabili en lauk ekki þeirri vinnu.“ Gísli Rafn Ólafsson sagði afsakanir Birgis vera ansi rýrar orðnar þegar verið er að reyna að benda á ástæður fyrir því að vera ekki að birta þessa skýrslu. „Það er reynt að benda á að hvæstvirt stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd geti bara farið og fjallað um málið og aflað gagna en því miður getur hún ekki að aflað þeirra gagna sem um ræðir hér í dag sem eru gögnin sem forseti situr á. Gísli Rafn spurði hverja væri verið að vernda með því að þumbast við að leggja greinargerðina fram?vísir/vilhelm Mér er spurn hvort ekki þurfi hreinlega rannsóknarnefnd til að rannsaka embættisfærslur forseta í þessu máli. Af hverju er verið að sitja á þessari skýrslu svona lengi? Af hverju fá þessi gögn ekki að líta dagsins ljós? Hverja er verið að vernda? Eru það einhverjir sem fengu eignir á miklu meiri afslætti en ættingjar hæstvirts fjármálaráðherra fengu?“ Óskiljanleg flækja Birgir þurfti nokkrum sinnum að grípa til svara úr stóli forseta þingsins. Hann sagði meðal annars við þetta tækifæri að hann vildi enn og aftur benda á að málefni Lindarhvols geta „komið til þeirrar umfjöllunar á vettvangi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem sú nefnd kýs þegar hún það kýs, og nefndin getur þá eftir þeim heimildum sem hún hefur aflað þeirra upplýsinga og tekið þau mál til umræðu, fengið þá gesti eða aflað gagna sem hún óskar eftir, eins og reyndar var líka heimilt á síðasta kjörtímabili. En núverandi nefnd, eftir kosningar, getur auðvitað tekið þetta mál upp aftur hvenær sem er og farið í saumana á málefnum Lindarhvols eins og hún óskar.“ Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þinmaður Pírata var meðal þeirra þingmann sem steig í pontu og afhjúpaði það Catch 22 sem væri komið upp, játaði hreinskilnislega að þetta væri eitt þeirra mála sem helst hafi vafist fyrir sér eftir að hún settist á þing. Hún skildi það bara ekki alveg. „Ef ég skil þetta rétt þá er það þannig að hæstvirt forsætisnefnd er búin að taka ákvörðun um að það eigi að birta skýrsluna. Arndís Anna sagði að hún ætti afar erfitt með að skilja þetta mál og spurði Birgi hvernig á því stæði að greinargerðin væri strand í forsætisnefnd.vísir/vilhelm Því langar mig svolítið til þess að spyrja virðulegan forseta: Telur virðulegur forseti sig þess umkominn að snúa við ákvörðun forsætisnefndar eða hvað er það sem verið er að ræða í nefndinni? Nú hefur forseti ítrekað sagt að þetta sé til umfjöllunar í forsætisnefnd og mér skilst að það hafi verið það árum saman. Mig langar til að spyrja: Hvað er verið að ræða? Þarf að taka nýja ákvörðun um að birta þetta eða ætlar forseti að tefja þetta þangað til málið er búið að gleymast? Hver er afstaða forseta til þess sem þarf að ræða í forsætisnefnd?“ Aðeins forsætisnefnd geti aflétt trúnaði Birgir sagði það rétt sem fram kæmi hjá Arndísi Önnu að forsætisnefnd hafi ákveðið síðasta vor að fara í birtingu eða afhendingu á viðkomandi skjali til blaðamanns sem eftir því hafði óskað. „Þegar athugasemdir höfðu borist frá Ríkisendurskoðun, og reyndar stjórn Lindarhvols líka, þá var framkvæmdinni á því frestað. Það er síðan til umfjöllunar á vettvangi forsætisnefndar hvort ný ákvörðun verður tekin eða sú fyrri látin standa.“ Þórunn Sveinbjarnardóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og hún sagði að staðan væri sú að nefndin gæti ekki aflétt trúnaði af greinargerðinni. Þórunn er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Hún segir ómögulegt að afgreiða skýrslu Skúla Eggerts þegar trúnaður á að ríkja um greinargerð Sigurðar.vísir/vilhelm „Það er á borði forsætisnefndar og hefur verið alllengi og eins og þingmenn hafa hér rakið þá virðist vera meiri hluti fyrir því í forsætisnefnd að birta greinargerðina.“ Hún velti fyrir sér, svona vegna virðingar og ábyrgðar og sjálfstæðis Alþingis Íslendinga, hvort það væri ekki vert að forseti Alþingis birti greinargerðina. „Verði hún birt er aldrei að vita nema skýrslan sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd lauk ekki umfjöllun um á síðasta kjörtímabili verði tekin upp aftur. Það hefur þó ekki verið rætt í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og ekki staðið til.“ Málið geri lítið úr forsætisnefnd Ásthildur Lóa Þórsdóttir Flokki fólksins á sæti í forsætisnefnd sem liggur á skýrslunni. Hún sagði nokkra hluti liggja fyrir í málinu til dæmis að forsætisnefnd hafi samþykkt á fundi þann 4. apríl í fyrra að birta þessa skýrslu. „Síðan koma mótmæli frá Lindarhvoli og þau virðast trompa forsætisnefnd. Það þykir mér pínulítið alvarlegt og ekki pínulítið, mér þykir það mjög alvarlegt mál að kjörnir fulltrúar, forsætisnefnd, séu búnir að taka ákvörðun og svo komi álit frá Lindarhvoli sem í rauninni bætir engu við, enda voru þeir búnir að hafa fimm ár til þess að skrifa álit — bætir engu nýju við — og allt í einu skiptir ákvörðun forsætisnefndar engu máli!“ Ásthildur Lóa á sæti í forsætisnefnd þar sem ákveðið hefur verið að gera greinargerðina opinbera en athugasemdir frá Lindarhvoli yfirtrompi þá ákvörðun. Hún telur þingið grátt leikið við svo búið.vísir/vilhelm Ásthildur Lóa sagði það einnig blasa við að Sigurður Þórðarson hafi eindregið óskað þess að greinargerð hans yrði birt. „Hann virðist ekki líta svo á að þetta hafi verið vinnuplagg. Hann virðist líta svo á að hann hafi skilað vinnu sem hann vilji að sé gerð opinber vegna þess að hann liggi undir ámæli. Svo skilst manni að ekki fari saman þær niðurstöður sem hann komst að og þær sem ríkisendurskoðandi síðar meir komst að í þeirri skýrslu sem gerð var opinber um Lindarhvol. Þetta bara nær ekki nokkurri einustu átt og ekki síst í þessum málum sem snerta eftirmál hrunsins, þar þarf að opinbera hluti.“ Hringavitleysa sem verður að hætta Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírötum var meðal fjölmargra þingmanna sem tók til máls og sagði þetta einkar áhugaverða stöðu sem komin væri upp. „Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd getur ákveðið að taka aftur upp skýrslu ríkisendurskoðanda um Lindarhvol en getur ekki tekið neitt tillit til greinargerðar setts ríkisendurskoðanda í þeirri vinnu nema hún sé tilbúin að undirgangast trúnað og gefa þar af leiðandi ekki neitt út í sinni skýrslu um það sem stendur í þessari greinargerð. Þórhildur Sunna vék meðal annars að því sem Vísir hefur greint frá að Sigurður gagnrýni að Skúli Eggert gagnrýni greinargerð hans og vegi þannig að heiðri hans sem embættismanns, og hann geti ekki svarað fyrir sig.vísir/vilhelm Þetta er auðvitað mjög bagaleg staða, virðulegi forseti. Ég reyni að hafa það sem almenna reglu að taka ekki við gögnum í trúnaði vegna þess að við erum þjónar almennings sem eigum að geta talað um það sem við verðum uppvís að í okkar störfum en eigum ekki sitja á því í einhverjum leyndarhjúpi eins og forseti ætlar sér hér að gera.“ Þórhildur Sunna benti á að til að geta unnið þá skýrslu almennilega þurfi nefndarmenn að vita í hvað ríkisendurskoðandi er að vísa í sinni skýrslu… „þegar hann gagnrýnir það sem hann núna kallar vinnuskjal. Það sem settur ríkisendurskoðandi er líka að gagnrýna er að ríkisendurskoðandi sé að gagnrýna vinnu hans án þess að hann hafi neina burði til að svara fyrir það og án þess að neinn fái að vita hvað það er sem ríkisendurskoðandi er í raun að gagnrýna. Þetta er auðvitað bara einhver hringavitleysa, virðulegi forseti. Þetta verður að hætta.“
Alþingi Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Starfsemi Lindarhvols Tengdar fréttir Segir fjármálaráðuneytið hafa átt við umbeðnar upplýsingar Sigurður Valtýsson, fyrirsvarsmaður Frigusar sem stendur í málaferlum við Lindarhvol og ríkið, hefur reynt að toga upplýsingar úr fjármálaráðuneytinu sem streitist á móti sem mest það má. 21. febrúar 2023 10:00 Birgir Ármannsson ver enn leyndina um Lindarhvol Þingmenn Samfylkingarinnar og Pírata gerðu harða hríð að Birgi Ármannssyni forseta Alþingis í gær og kölluðu eftir því að á þinginu að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkissaksóknara yrði birt. Birgir telur það ýmsum vandkvæðum bundið. 2. febrúar 2023 14:01 Telur óeðlilegt að sitja árum saman undir ávirðingum Fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi taldi sig ekki hafa fengið upplýsingar eða svör um verðmat og ráðstöfun á tilteknum eignum sem Lindarhvoll ehf. fór með áður en hann lauk afskiptum af úttekt á störfum eignarhaldsfélags fjármálaráðuneytisins. Hann vill að Alþingi skýri hvað það sé í greinargerð sem hann skilaði sem þurfi að halda leynd yfir. Verði frekari dráttur á að Alþingi afgreiði málið þurfi hann að huga að því hvernig rétt sé að bregðast við ávirðingum í hans garð. 16. febrúar 2023 06:00 Ríkisendurskoðandi sér ekkert athugavert við starfsemi Lindarhvols ehf Með jákvæðari skýrslum sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur séð frá embættinu. 18. maí 2020 10:35 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Segir fjármálaráðuneytið hafa átt við umbeðnar upplýsingar Sigurður Valtýsson, fyrirsvarsmaður Frigusar sem stendur í málaferlum við Lindarhvol og ríkið, hefur reynt að toga upplýsingar úr fjármálaráðuneytinu sem streitist á móti sem mest það má. 21. febrúar 2023 10:00
Birgir Ármannsson ver enn leyndina um Lindarhvol Þingmenn Samfylkingarinnar og Pírata gerðu harða hríð að Birgi Ármannssyni forseta Alþingis í gær og kölluðu eftir því að á þinginu að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkissaksóknara yrði birt. Birgir telur það ýmsum vandkvæðum bundið. 2. febrúar 2023 14:01
Telur óeðlilegt að sitja árum saman undir ávirðingum Fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi taldi sig ekki hafa fengið upplýsingar eða svör um verðmat og ráðstöfun á tilteknum eignum sem Lindarhvoll ehf. fór með áður en hann lauk afskiptum af úttekt á störfum eignarhaldsfélags fjármálaráðuneytisins. Hann vill að Alþingi skýri hvað það sé í greinargerð sem hann skilaði sem þurfi að halda leynd yfir. Verði frekari dráttur á að Alþingi afgreiði málið þurfi hann að huga að því hvernig rétt sé að bregðast við ávirðingum í hans garð. 16. febrúar 2023 06:00
Ríkisendurskoðandi sér ekkert athugavert við starfsemi Lindarhvols ehf Með jákvæðari skýrslum sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur séð frá embættinu. 18. maí 2020 10:35