Boða til víðtækra mótmælaaðgerða verði af verkbanni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. febrúar 2023 15:38 Frá mótmælum Eflingarfólks fyrr í mánuðinum. Vísir/Vilhelm Komi til verkbanns í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins mun Efling kalla saman Eflingarfólk til víðtækra mótmælaaðgerða gegn þeim vinnuveitendum sem beita munu verkbanni. Þetta kemur fram á vef Eflingar þar sem félagsmönnum félagsins eru veittar upplýsingar um hið mögulega verkbann sem aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins greiða nú atkvæði um. „Komi til verkbanns mun Efling kalla saman félagsfólk til víðtækra mótmælaaðgerða gegn þeim atvinnurekendum sem beita því. Félagið biður félagsfólk að fylgjast með skilaboðum frá félaginu um það,“ segir á vef Eflingar. Kjaraviðræður Samtaka atvinnulífsins og Eflingar sigldu enn og aftur í strand hjá Ríkissáttasemjara í gær. Í framhaldinu boðaði SA allsherjaratkvæðagreiðslu um verkbann á félagsmenn í Eflingu. Hún hófst í hádeginu og stendur þar til á miðvikudag. Verði verkbann samþykkt mun það taka gildi 2. mars næstkomandi. Á vef Eflingar er verkbann útskýrt á þá leið að það sé þegar atvinnurekandi sendi starfsfólk sitt heim úr vinnu og neiti að greiða því laun. „Verkbann er hugsað til að neyða verkafólk til að sætta sig við verri útkomu í kjarasamningagerð en ella,“ segir á vef Eflingar. Þar kemur jafn framt fram að Efling muni ekki greiða neina styrki úr vinnudeilusjóði til félagsfólks vegna verkbanns, enda sé verkbann ekki á ábyrgð félagsins auk þess sem vinnudeilusjóður standi ekki undir þeim greiðslum. Verði af hinu fyrirhugaða verkbanni hvetur Efling félagsmenn sína til þess að afla staðfestingu hjá vinnuveitenda sínum um hvort hann muni beita verkbanni. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Tengdar fréttir Inngrip stjórnvalda hljóti að koma til álita Framkvæmdastjóri SA segir að á einhverjum tímapunkti hljóti inngrip stjórnvalda í kjaradeilu samtakanna við Eflingu að koma til álita. Félagsmenn þar greiða nú atkvæði um verkbann á meðlimi Eflingar . Bílstjórar og hótelstarfsmenn í Eflingu hófu verkfallsaðgerðir að nýju á miðnætti. 20. febrúar 2023 13:01 Verði áhugavert að sjá yfirmenn útskýra „þetta viðbjóðslega framferði“ fyrir starfsfólki Formaður Eflingar segir það vera hörmulegt að horfa upp á verkbannsboðun Samtaka atvinnulífsins (SA). Hún segir engan samningsvilja vera til staðar hjá samtökunum. Henni þykir það líklegt að verkfallsboðanir sem 1.650 starfsmenn Eflingar hafa verið að greiða atkvæði um verði samþykktar. 20. febrúar 2023 12:09 Höfðar mál til að Eflingarfólk fái að kjósa um tillöguna Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, hefur stefnt ASÍ, Samtökum atvinnulífsins og íslenska ríkinu fyrir félagsdómi til þess að fá að kjósa um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hún gerir kröfu um að atkvæðagreiðslan fari fram ekki síðar en á fimmtudag. 20. febrúar 2023 10:36 Þungbært skref að boða verkbann Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) segir stöðuna sem upp er komin vera ömurlega. Hann segir það hafa verið þungbært skref að boða atkvæðagreiðslu um beitingu verkbanns. Svona gerist þó þegar forysta Eflingar neiti að starfa eftir leikreglum vinnulöggjafarinnar. 20. febrúar 2023 08:48 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Eflingar þar sem félagsmönnum félagsins eru veittar upplýsingar um hið mögulega verkbann sem aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins greiða nú atkvæði um. „Komi til verkbanns mun Efling kalla saman félagsfólk til víðtækra mótmælaaðgerða gegn þeim atvinnurekendum sem beita því. Félagið biður félagsfólk að fylgjast með skilaboðum frá félaginu um það,“ segir á vef Eflingar. Kjaraviðræður Samtaka atvinnulífsins og Eflingar sigldu enn og aftur í strand hjá Ríkissáttasemjara í gær. Í framhaldinu boðaði SA allsherjaratkvæðagreiðslu um verkbann á félagsmenn í Eflingu. Hún hófst í hádeginu og stendur þar til á miðvikudag. Verði verkbann samþykkt mun það taka gildi 2. mars næstkomandi. Á vef Eflingar er verkbann útskýrt á þá leið að það sé þegar atvinnurekandi sendi starfsfólk sitt heim úr vinnu og neiti að greiða því laun. „Verkbann er hugsað til að neyða verkafólk til að sætta sig við verri útkomu í kjarasamningagerð en ella,“ segir á vef Eflingar. Þar kemur jafn framt fram að Efling muni ekki greiða neina styrki úr vinnudeilusjóði til félagsfólks vegna verkbanns, enda sé verkbann ekki á ábyrgð félagsins auk þess sem vinnudeilusjóður standi ekki undir þeim greiðslum. Verði af hinu fyrirhugaða verkbanni hvetur Efling félagsmenn sína til þess að afla staðfestingu hjá vinnuveitenda sínum um hvort hann muni beita verkbanni.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Tengdar fréttir Inngrip stjórnvalda hljóti að koma til álita Framkvæmdastjóri SA segir að á einhverjum tímapunkti hljóti inngrip stjórnvalda í kjaradeilu samtakanna við Eflingu að koma til álita. Félagsmenn þar greiða nú atkvæði um verkbann á meðlimi Eflingar . Bílstjórar og hótelstarfsmenn í Eflingu hófu verkfallsaðgerðir að nýju á miðnætti. 20. febrúar 2023 13:01 Verði áhugavert að sjá yfirmenn útskýra „þetta viðbjóðslega framferði“ fyrir starfsfólki Formaður Eflingar segir það vera hörmulegt að horfa upp á verkbannsboðun Samtaka atvinnulífsins (SA). Hún segir engan samningsvilja vera til staðar hjá samtökunum. Henni þykir það líklegt að verkfallsboðanir sem 1.650 starfsmenn Eflingar hafa verið að greiða atkvæði um verði samþykktar. 20. febrúar 2023 12:09 Höfðar mál til að Eflingarfólk fái að kjósa um tillöguna Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, hefur stefnt ASÍ, Samtökum atvinnulífsins og íslenska ríkinu fyrir félagsdómi til þess að fá að kjósa um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hún gerir kröfu um að atkvæðagreiðslan fari fram ekki síðar en á fimmtudag. 20. febrúar 2023 10:36 Þungbært skref að boða verkbann Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) segir stöðuna sem upp er komin vera ömurlega. Hann segir það hafa verið þungbært skref að boða atkvæðagreiðslu um beitingu verkbanns. Svona gerist þó þegar forysta Eflingar neiti að starfa eftir leikreglum vinnulöggjafarinnar. 20. febrúar 2023 08:48 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Inngrip stjórnvalda hljóti að koma til álita Framkvæmdastjóri SA segir að á einhverjum tímapunkti hljóti inngrip stjórnvalda í kjaradeilu samtakanna við Eflingu að koma til álita. Félagsmenn þar greiða nú atkvæði um verkbann á meðlimi Eflingar . Bílstjórar og hótelstarfsmenn í Eflingu hófu verkfallsaðgerðir að nýju á miðnætti. 20. febrúar 2023 13:01
Verði áhugavert að sjá yfirmenn útskýra „þetta viðbjóðslega framferði“ fyrir starfsfólki Formaður Eflingar segir það vera hörmulegt að horfa upp á verkbannsboðun Samtaka atvinnulífsins (SA). Hún segir engan samningsvilja vera til staðar hjá samtökunum. Henni þykir það líklegt að verkfallsboðanir sem 1.650 starfsmenn Eflingar hafa verið að greiða atkvæði um verði samþykktar. 20. febrúar 2023 12:09
Höfðar mál til að Eflingarfólk fái að kjósa um tillöguna Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, hefur stefnt ASÍ, Samtökum atvinnulífsins og íslenska ríkinu fyrir félagsdómi til þess að fá að kjósa um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hún gerir kröfu um að atkvæðagreiðslan fari fram ekki síðar en á fimmtudag. 20. febrúar 2023 10:36
Þungbært skref að boða verkbann Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) segir stöðuna sem upp er komin vera ömurlega. Hann segir það hafa verið þungbært skref að boða atkvæðagreiðslu um beitingu verkbanns. Svona gerist þó þegar forysta Eflingar neiti að starfa eftir leikreglum vinnulöggjafarinnar. 20. febrúar 2023 08:48