Streptókokkafaraldur geisar: „Þegar þessi baktería kemst á flug þá gerist það mjög hratt“ Kjartan Kjartansson skrifar 20. febrúar 2023 09:40 Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir. Vísir/Arnar Streptókokkasýking getur orðið alvarleg hratt þegar bakterían kemst á flug. Barnasmitsjúkdómalæknir segir sýkinguna ekki verri í sjálfu sér fyrir börn en fullorðna þó að mest hafi verið fjallað um alvarleg veikindi barna í faraldri sem nú geisar. Dæmi eru um að börn hafi verið lögð inn á gjörgæslu Landspítalans vegna sérstaklega skæðrar streptókokkasýkingar. Í Bretlandi hafa nokkur börn látist af völdum bakteríusýkingarinnar í vetur. Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir, segir að streptókokkar valdi að öllu jöfnu einfaldri hálsbólgu. Það gerist þó með reglulegu millibili að faraldrar sérstaklega slæmra sýkinga blossi upp. Þá getur bakterían ekki aðeins valdið hálsbólgu heldur blóðsýkingum, slæmum lungnabólgum og húð- og vöðvasýkingum. Oft hefjist veikindi á veirusýkingu sem leggi grundvöllinn að alvarlegum bakteríusýkingum. Í upphafi fái fólk þá hefðbundin kvefeinkenni en síðan komi bakterían í kjölfarið. Þannig séu til dæmi um að börn leiti til læknis með hefðbundin kvefeinkenni og þau þá talin með einfalda veirusýkingu. Síðan komi í ljós sólarhring síðar að sýkingin sé miklu alvarlegri. „Þetta segir manni líka hversu hratt þetta gengur. Þegar þessi baktería kemst á flug þá gerist þetta mjög hratt,“ sagði Valtýr í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Herjar jafnt á börn sem fullorðna Eiginleikar bakteríunnar ráða mestu um hversu alvarlegri sýkingu hún veldur. Margar undirtegundir séu til og reglulega komi fram tegundir sem séu sérstaklega ágengar. „Þannig komast þær undan hefðbundnu ónæmissvari líkamans og rjúfa sér síðan þannig leið til að valda þessum alvarlegu sýkingum,“ sagði Valtýr í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þrátt fyrir að fréttir af faraldrinum snúist fyrst og fremst um börn sagði Valtýr að sýkingin væri ekki verri fyrir börn en fullorðna í sjálfu sér. Hún herji hafnt á börn sem fullorðna. „Oft er fréttaflutningur meiri þegar börn veikjast vegna þess að börnin eru það dýrmætasta sem við eigum,“ sagð Valtýr. Leggja varkárni í sýklalyfjanotkun til hliðar Skýrar leiðbeiningar hafa verið í gildi um hvenær skuli leita að streptókokkum, þar á meðal um að ekki skuli leita þeirra hjá bönum yngri en þriggja ára eða hjá börnum með hefðbundin kvefeinkenni. Þær leiðbeiningar og áherslu á að forðast óþarfa sýklalyfjanotkun hefur þurft að leggja til hliðar í faraldrinum nú. „Þröskuldurinn fyrir því að leita að þessari bakteríu hefur lækkað verulega og einmitt líka að meðhöndla,“ sagði Valtýr. Góðu fréttirnar eru að bakterían er venjulega næm fyrir hefðbundnum sýklalyfjum ólíkt sumum öðrum sem séu klókari og nái að sveigja sér framhjá meðferð. Heilbrigðismál Bítið Tengdar fréttir Taka próf oftar en ekki vegna alvarlegra streptókokkasýkinga Mikill lyfjaskortur hefur gert starfsfólki Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu erfitt fyrir en kjörlyfið gegn streptókokkum hefur til að mynda ekki verið fáanlegt í nokkurn tíma. Önnur breiðvirkari sýklalyf hafa verið notuð, sem séu þó ekki góður kostur. Fleiri virðast veikjast alvarlega í ár og því beint til starfsfólks að taka streptókokkapróf oftar en ekki. 15. febrúar 2023 14:01 Fjórar pestir að grassera og mikið um innlagnir vegna streptókokka Fyrir helgi lágu þrettán inni á Landspítala með Covid-19, þar af einn á gjörgæsludeild. Kórónuveiran, RS-veiran, inflúensa og streptókokkar eru þeir smitsjúkdómar sem helst eru að grassera í samfélaginu í dag og óvenju margir hafa verið lagðir inn sökum síðastnefnda. 6. febrúar 2023 06:59 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Dæmi eru um að börn hafi verið lögð inn á gjörgæslu Landspítalans vegna sérstaklega skæðrar streptókokkasýkingar. Í Bretlandi hafa nokkur börn látist af völdum bakteríusýkingarinnar í vetur. Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir, segir að streptókokkar valdi að öllu jöfnu einfaldri hálsbólgu. Það gerist þó með reglulegu millibili að faraldrar sérstaklega slæmra sýkinga blossi upp. Þá getur bakterían ekki aðeins valdið hálsbólgu heldur blóðsýkingum, slæmum lungnabólgum og húð- og vöðvasýkingum. Oft hefjist veikindi á veirusýkingu sem leggi grundvöllinn að alvarlegum bakteríusýkingum. Í upphafi fái fólk þá hefðbundin kvefeinkenni en síðan komi bakterían í kjölfarið. Þannig séu til dæmi um að börn leiti til læknis með hefðbundin kvefeinkenni og þau þá talin með einfalda veirusýkingu. Síðan komi í ljós sólarhring síðar að sýkingin sé miklu alvarlegri. „Þetta segir manni líka hversu hratt þetta gengur. Þegar þessi baktería kemst á flug þá gerist þetta mjög hratt,“ sagði Valtýr í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Herjar jafnt á börn sem fullorðna Eiginleikar bakteríunnar ráða mestu um hversu alvarlegri sýkingu hún veldur. Margar undirtegundir séu til og reglulega komi fram tegundir sem séu sérstaklega ágengar. „Þannig komast þær undan hefðbundnu ónæmissvari líkamans og rjúfa sér síðan þannig leið til að valda þessum alvarlegu sýkingum,“ sagði Valtýr í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þrátt fyrir að fréttir af faraldrinum snúist fyrst og fremst um börn sagði Valtýr að sýkingin væri ekki verri fyrir börn en fullorðna í sjálfu sér. Hún herji hafnt á börn sem fullorðna. „Oft er fréttaflutningur meiri þegar börn veikjast vegna þess að börnin eru það dýrmætasta sem við eigum,“ sagð Valtýr. Leggja varkárni í sýklalyfjanotkun til hliðar Skýrar leiðbeiningar hafa verið í gildi um hvenær skuli leita að streptókokkum, þar á meðal um að ekki skuli leita þeirra hjá bönum yngri en þriggja ára eða hjá börnum með hefðbundin kvefeinkenni. Þær leiðbeiningar og áherslu á að forðast óþarfa sýklalyfjanotkun hefur þurft að leggja til hliðar í faraldrinum nú. „Þröskuldurinn fyrir því að leita að þessari bakteríu hefur lækkað verulega og einmitt líka að meðhöndla,“ sagði Valtýr. Góðu fréttirnar eru að bakterían er venjulega næm fyrir hefðbundnum sýklalyfjum ólíkt sumum öðrum sem séu klókari og nái að sveigja sér framhjá meðferð.
Heilbrigðismál Bítið Tengdar fréttir Taka próf oftar en ekki vegna alvarlegra streptókokkasýkinga Mikill lyfjaskortur hefur gert starfsfólki Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu erfitt fyrir en kjörlyfið gegn streptókokkum hefur til að mynda ekki verið fáanlegt í nokkurn tíma. Önnur breiðvirkari sýklalyf hafa verið notuð, sem séu þó ekki góður kostur. Fleiri virðast veikjast alvarlega í ár og því beint til starfsfólks að taka streptókokkapróf oftar en ekki. 15. febrúar 2023 14:01 Fjórar pestir að grassera og mikið um innlagnir vegna streptókokka Fyrir helgi lágu þrettán inni á Landspítala með Covid-19, þar af einn á gjörgæsludeild. Kórónuveiran, RS-veiran, inflúensa og streptókokkar eru þeir smitsjúkdómar sem helst eru að grassera í samfélaginu í dag og óvenju margir hafa verið lagðir inn sökum síðastnefnda. 6. febrúar 2023 06:59 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Taka próf oftar en ekki vegna alvarlegra streptókokkasýkinga Mikill lyfjaskortur hefur gert starfsfólki Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu erfitt fyrir en kjörlyfið gegn streptókokkum hefur til að mynda ekki verið fáanlegt í nokkurn tíma. Önnur breiðvirkari sýklalyf hafa verið notuð, sem séu þó ekki góður kostur. Fleiri virðast veikjast alvarlega í ár og því beint til starfsfólks að taka streptókokkapróf oftar en ekki. 15. febrúar 2023 14:01
Fjórar pestir að grassera og mikið um innlagnir vegna streptókokka Fyrir helgi lágu þrettán inni á Landspítala með Covid-19, þar af einn á gjörgæsludeild. Kórónuveiran, RS-veiran, inflúensa og streptókokkar eru þeir smitsjúkdómar sem helst eru að grassera í samfélaginu í dag og óvenju margir hafa verið lagðir inn sökum síðastnefnda. 6. febrúar 2023 06:59