Erlent

Tugir látnir eftir óveður í Brasilíu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Mikið tjón varð af völdum veðursins eins og sjá má á þessari mynd sem tekin var í gær. 
Mikið tjón varð af völdum veðursins eins og sjá má á þessari mynd sem tekin var í gær.  Yfirvöld í Sao Paulo/AP

Yfirvöld í São Paulo fylki í Brasilíu segja að þrjátíu og sex séu látnið hið minnsta eftir flóð og aurskriður sem fylgdu miklu óveðri sem gekk yfir um helgina.

Á sunnudag rigndi gríðarlega og mældist úrkoman sumstaðar 600 millimetrar, sem er tvöfalt á við það sem venjulega gerist á heilum mánuði á þessum árstíma. Björgunarsveitir eru að störfum og enn hefur þeim ekki tekist að komast að þeim svæðum sem verst urðu úti.

Bæjarstjórinn í borginni São Sebastião segir mikið öngþveiti á svæðinu en þar hafa flest dauðsföllin orðið. Hundruð hafa einnig þurft að yfirgefa heimili sín sem eru umlukin vatni.

Kjötkveðjuhátíðin stendur nú sem hæstí Brasilíu og hefur hátíðarhöldum víða verið aflýst í São Paulo fylki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×