Sport

„Gaman að vera byrjaður að spila aftur og ég reyni að hjálpa liðinu“

Andri Már Eggertsson skrifar
Tjörvi Þorgeirsson í leik kvöldsins
Tjörvi Þorgeirsson í leik kvöldsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz

Haukar tryggðu sér farseðilinn í undanúrslit í Powerade-bikarnum í handbolta. Tjörvi Þorgeirsson, leikmaður Hauka var ánægður með að hafa unnið leikinn sem var langt frá því að vera fullkominn. 

„Munurinn lá í gæðunum þegar við nenntum að sýna þau. Við spiluðum ekki vel í 60 mínútur en gerðum nóg til að vinna leikinn,“ sagði Tjörvi Þorgeirsson eftir leik.

Tjörvi var ekki sáttur með varnarleik Hauka og var staðan 17-16 í hálfleik.

„Við vorum sjálfum okkur verstir varnarlega. Við vorum ekki að hjálpa næsta manni og þeir fóru oft í gegnum miðjuna og við vorum ekki að hjálpa markmönnunum okkar.“

 

Þegar liðin áttust við í Olís-deildinni unnu Haukar sex marka sigur á Ísafirði í átta tíu marka leik. Tjörva fannst þó ekki erfiðara að spila vörn gegn Herði frekar en öðrum liðum.

„Það ætti ekki að vera erfiðara að spila vörn gegn þeim en mér finnst þér flinkir þrátt fyrir að vera í neðsta sæti deildarinnar.“

Tjörvi fór í aðgerð fyrir tímabilið og var lengi frá en er kominn aftur í búning til að reyna hjálpa liðinu.

„Mér finnst þetta bara gaman og ég reyni bara að hjálpa liðinu,“ sagði Tjörvi Þorgeirsson að lokum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×