Ítrekað keyrt yfir göngustíg þrátt fyrir merkingar og spyr hvort beðið sé eftir dauðsfalli Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. febrúar 2023 20:10 Á meðan að viðtalið átti sér stað óku nokkrir bílar yfir göngustíginn þrátt fyrir merkingar um að slíkt sé óheimilt. vísir/samsett Móðir í Laugarneshverfi segir ökumenn ítrekað aka yfir göngustíg sem fjölfarin er af börnum til þess að komast að World Class í Laugum þrátt fyrir að merkingar sýni að það sé óheimilt. Hún kallar eftir því að Reykjavíkurborg setji upp hindranir fyrir almenna bílaumferð áður en stórslys verður. Göngustígurinn sem sést í fréttinni er fyrir framan World Class í Laugum og liggur í gegnum Laugarneshverfið en um hann fara börn oft á dag til að komast í skólann og á æfingar hjá Þrótti. „Og hann er hérna rofinn í tvígang af inn og útkeyrslu World class og það er keyrt inn um þessar tvær keyrslur í báðar áttir,“ segir Sóley Kaldal, móðir og áhættuöryggisverkfræðingur en þegar hún er í miðri setningu ekur bíll yfir göngustíginn. Eins og núna? „Já þið sjáið. Þarna eru tvö skilti sem sýna að þetta er óheimilt. Það hunsa allir þessi tvö skilti.“ Haustið 2018 var keyrt á son Sóleyjar þegar hann var að hjóla á göngustígnum heim af fótboltaæfingu. Hún ákvað þá í samvinnu við aðra að senda formlegt erindi á Reykjavíkurborg og óska eftir fundi um málið og krefjast þess að eitthvað yrði aðhafst. Sóley segir að Reykjavíkurborg hafi tekið vel í erindið, sögðust þekkja vandamálið og að úrbóta væri að vænta. „Það leið svo mjög langur tími áður en eitthvað var gert en svo var ráðist í framkvæmdir og niðurstaða þeirra voru þessi tvö skilti, það er allt of sumt. Þarna sjáið þið annan bíl brjóta þessa reglu. Hraðahindranirnar þarna eru alltaf teknar upp jafn óðum og þær eru settar niður enda skila þær líka litlum árangri þar sem þær eru fyrir innan göngustíginn. Hérna er keyrt beint af Reykjavegi, niður götuna og bara rakleitt yfir göngustíginn sem er mjög fjölfarinn og mikið notaður, sérstaklega af börnum, mikið í ljósaskiptum í skammdegi.“ Tæp þrjú ár eru síðan borgin ætlaði að loka fyrir hringakstur á bílastæðið næst Laugum en það hefur ekki enn gerst. Sóley kallar eftir því að hindrun verði sett upp fyrir almenna bílaumferð enda sé búið að reyna að höfða til löghlýðni með skiltum. „Afleiðingarnar geta verið allt frá því að það sé smá skeina og upp í dauðsfall, ætlum við að bíða eftir því?“ Umferðaröryggi Borgarstjórn Reykjavík Bílar Samgöngur Umferð Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Göngustígurinn sem sést í fréttinni er fyrir framan World Class í Laugum og liggur í gegnum Laugarneshverfið en um hann fara börn oft á dag til að komast í skólann og á æfingar hjá Þrótti. „Og hann er hérna rofinn í tvígang af inn og útkeyrslu World class og það er keyrt inn um þessar tvær keyrslur í báðar áttir,“ segir Sóley Kaldal, móðir og áhættuöryggisverkfræðingur en þegar hún er í miðri setningu ekur bíll yfir göngustíginn. Eins og núna? „Já þið sjáið. Þarna eru tvö skilti sem sýna að þetta er óheimilt. Það hunsa allir þessi tvö skilti.“ Haustið 2018 var keyrt á son Sóleyjar þegar hann var að hjóla á göngustígnum heim af fótboltaæfingu. Hún ákvað þá í samvinnu við aðra að senda formlegt erindi á Reykjavíkurborg og óska eftir fundi um málið og krefjast þess að eitthvað yrði aðhafst. Sóley segir að Reykjavíkurborg hafi tekið vel í erindið, sögðust þekkja vandamálið og að úrbóta væri að vænta. „Það leið svo mjög langur tími áður en eitthvað var gert en svo var ráðist í framkvæmdir og niðurstaða þeirra voru þessi tvö skilti, það er allt of sumt. Þarna sjáið þið annan bíl brjóta þessa reglu. Hraðahindranirnar þarna eru alltaf teknar upp jafn óðum og þær eru settar niður enda skila þær líka litlum árangri þar sem þær eru fyrir innan göngustíginn. Hérna er keyrt beint af Reykjavegi, niður götuna og bara rakleitt yfir göngustíginn sem er mjög fjölfarinn og mikið notaður, sérstaklega af börnum, mikið í ljósaskiptum í skammdegi.“ Tæp þrjú ár eru síðan borgin ætlaði að loka fyrir hringakstur á bílastæðið næst Laugum en það hefur ekki enn gerst. Sóley kallar eftir því að hindrun verði sett upp fyrir almenna bílaumferð enda sé búið að reyna að höfða til löghlýðni með skiltum. „Afleiðingarnar geta verið allt frá því að það sé smá skeina og upp í dauðsfall, ætlum við að bíða eftir því?“
Umferðaröryggi Borgarstjórn Reykjavík Bílar Samgöngur Umferð Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira