Sólveig Anna ánægð að fá Ástráð inn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. febrúar 2023 18:39 Sólveig Anna segir að hún muni mæta ásamt öðrum úr samninganefnd Eflingar þegar boðað verður til samningafundar. Vísir/Arnar Formaður Eflingar lýsir yfir ánægju með að nýr ríkissáttasemjari hafi verið settur í kjaradeilu félagsins við SA. Hún ætli að mæta ásamt samninganefnd Eflingar á samningafund um leið og hann verði boðaður. Frá þessu greinir formaðurinn, Sólveig Anna Jónsdóttir, í færslu á Facebook-síðu sinni. „Það hefur verið átakanlegt að fylgjast með íslensku valdastéttinni grafa sig dýpra í nálgun valdbeitingar í garð félagsfólks í Eflingu á síðustu vikum. Meira að segja eftir algjört siðferðislegt gjaldþrot þvingana-afstöðu Aðalsteins Leifssonar skulu Samtök atvinnulífsins enn senda fulltrúa sinn í fjölmiða til að tala fyrir áframhaldandi ríkisvalds-ofbeldi gegn verkafólki og lægst launaðasta fólki landsins,“ skrifar Sólveig Anna. Hún ásamt fleiri félögum hennar í Eflingu hafa ítrekað gert kröfu um að Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segði sig frá deilunni, eftir að Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að Eflingu bæri ekki að afhenda sáttasemjara kjörskrá sína, svo hægt væri að greiða atkvæði um miðlunartillögu hans. Aðalsteinn óskaði eftir því við félags- og vinnumarkaðsráðherra í gær að víkja sæti í deilunni og í dag var Ástráður Haraldsson héraðsdómari settur í embætti sáttasemjara í þessari tilteknu deilu í hans stað. Sólveig Anna segist ánægð með að Ástráður hafi verið settur í embætti ríkissáttasemjara. „Ég mun mæta ásamt samninganefnd okkar Eflingarfélaga til samningafundar um leið og boðað verður til hans. Ég trúi því að skipun nýs sáttasemjara geti orðið upphaf að nýjum og betri kafla í þessari löngu kjaradeilu, sem hefur snúist upp í að verða deila ekki bara um kaup og kjör heldur um sjálfan samningsréttinn, okkar heilagasta rétt. Ég treysti því að hann verði framvegis virtur,“ skrifar Sólveig Anna. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Væntir þess að hið opinbera stígi inn í deiluna Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur að Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari hefði ekki átt að láta undan þrýstingi frá Eflingu um að hann segði sig frá kjaradeilu félagsins við SA. Hann segir að til að afstýra verkfallsaðgerðum, sem muni hafa grafalvarlegar afleiðingar, verði Efling að mæta á samningafundi. Hann á von á einhverskonar viðbrögðum frá hinu opinbera, við þeim hnút sem deilan er nú í. 14. febrúar 2023 18:05 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Frá þessu greinir formaðurinn, Sólveig Anna Jónsdóttir, í færslu á Facebook-síðu sinni. „Það hefur verið átakanlegt að fylgjast með íslensku valdastéttinni grafa sig dýpra í nálgun valdbeitingar í garð félagsfólks í Eflingu á síðustu vikum. Meira að segja eftir algjört siðferðislegt gjaldþrot þvingana-afstöðu Aðalsteins Leifssonar skulu Samtök atvinnulífsins enn senda fulltrúa sinn í fjölmiða til að tala fyrir áframhaldandi ríkisvalds-ofbeldi gegn verkafólki og lægst launaðasta fólki landsins,“ skrifar Sólveig Anna. Hún ásamt fleiri félögum hennar í Eflingu hafa ítrekað gert kröfu um að Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segði sig frá deilunni, eftir að Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að Eflingu bæri ekki að afhenda sáttasemjara kjörskrá sína, svo hægt væri að greiða atkvæði um miðlunartillögu hans. Aðalsteinn óskaði eftir því við félags- og vinnumarkaðsráðherra í gær að víkja sæti í deilunni og í dag var Ástráður Haraldsson héraðsdómari settur í embætti sáttasemjara í þessari tilteknu deilu í hans stað. Sólveig Anna segist ánægð með að Ástráður hafi verið settur í embætti ríkissáttasemjara. „Ég mun mæta ásamt samninganefnd okkar Eflingarfélaga til samningafundar um leið og boðað verður til hans. Ég trúi því að skipun nýs sáttasemjara geti orðið upphaf að nýjum og betri kafla í þessari löngu kjaradeilu, sem hefur snúist upp í að verða deila ekki bara um kaup og kjör heldur um sjálfan samningsréttinn, okkar heilagasta rétt. Ég treysti því að hann verði framvegis virtur,“ skrifar Sólveig Anna.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Væntir þess að hið opinbera stígi inn í deiluna Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur að Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari hefði ekki átt að láta undan þrýstingi frá Eflingu um að hann segði sig frá kjaradeilu félagsins við SA. Hann segir að til að afstýra verkfallsaðgerðum, sem muni hafa grafalvarlegar afleiðingar, verði Efling að mæta á samningafundi. Hann á von á einhverskonar viðbrögðum frá hinu opinbera, við þeim hnút sem deilan er nú í. 14. febrúar 2023 18:05 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Væntir þess að hið opinbera stígi inn í deiluna Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur að Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari hefði ekki átt að láta undan þrýstingi frá Eflingu um að hann segði sig frá kjaradeilu félagsins við SA. Hann segir að til að afstýra verkfallsaðgerðum, sem muni hafa grafalvarlegar afleiðingar, verði Efling að mæta á samningafundi. Hann á von á einhverskonar viðbrögðum frá hinu opinbera, við þeim hnút sem deilan er nú í. 14. febrúar 2023 18:05