Tekist á um það hvort karlalið kalli á kvennalið Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2023 09:01 Leiknir teflir fram karlaliði en ekki kvennaliði, og má því samkvæmt núgildandi leyfisreglugerð KSÍ ekki spila í efstu deild. Vísir/Hulda Margrét Á meðal þeirra mála sem tekist verður á um á ársþingi Knattspyrnusambands Íslands síðar í mánuðinum er hvort að skylda eigi félög með karlalið í efstu deild til þess að vera einnig með kvennalið. Stjórn KSÍ gerði breytingar á leyfiskerfi undir lok síðasta árs. Breytingarnar gera það að verkum að félögum í efstu deild karla í fótbolta er skylt að starfrækja einnig lið í meistaraflokki kvenna, sem og að taka þátt í opinberum mótum yngri flokka kvenna. Þetta myndi í sjálfu sér ekki hafa nein áhrif á þau lið sem spila í efstu deild karla næsta sumar en hefði haft áhrif í fyrra, þegar Leiknir úr Breiðholti lék þar. Leiknir teflir nefnilega ekki fram liði á Íslandsmóti kvenna og hið sama má segja um Kórdrengi, Vestra og Njarðvík sem líkt og Leiknir munu í sumar leika í næstefstu deild, og gætu því mögulega unnið sig upp í efstu deild í haust. Gengur lengra en UEFA Orri Hlöðversson, formaður Íslensks toppfótbolta, ÍTF, leggur til að ákvörðun stjórnar KSÍ verði felld úr gildi. Um það verður kosið á ársþinginu á Ísafirði 25. febrúar. Í greinargerð með tillögu Orra segir að leyfisreglugerð KSÍ eigi ekki að ganga lengra en leyfisreglugerð UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, geri ráð fyrir hverju sinni. „Á sama tíma og verið er að lækka fjárframlög til aðildarfélaga og auka jafnframt kostnað vegna þátttöku í mótahaldi er ekki forsvaranlegt að kröfur í leyfiskerfinu gangi lengra heldur en kröfur UEFA og auki þar með enn á kostnað. Auk þess búa sum lið t.d. á landsbyggðinni við þær aðstæður að afar erfitt getur verið fyrir viðkomandi félag að fullmanna lið í meistaraflokki kvenna, jafnvel þó að farið væri í samstarf með öðrum félögum,“ segir Orri í greinargerð með tillögu sinni. Stjórn KSÍ vísar í fordæmi Stjórn KSÍ hefur sent frá sér athugasemdir vegna tillögunnar þar sem fram kemur að hún leggist gegn henni. Þar segir að leyfiskerfið sé verkfæri til að bæta umhverfi íslenskrar knattspyrnu og að áður hafi verið settar þar inn kröfur sem gangi lengra en UEFA geri. „Þar má nefna kröfu um eiginfjárstöðu félaga sem reynst hefur vel í fjölda ára, kröfu til menntunar þjálfara yngri flokka, menntunar markmannsþjálfara, fjölda yngri liða og virkrar heimasíðu,“ segir meðal annars í athugasemdum stjórnar KSÍ. KSÍ Besta deild karla Besta deild kvenna Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Stjórn KSÍ gerði breytingar á leyfiskerfi undir lok síðasta árs. Breytingarnar gera það að verkum að félögum í efstu deild karla í fótbolta er skylt að starfrækja einnig lið í meistaraflokki kvenna, sem og að taka þátt í opinberum mótum yngri flokka kvenna. Þetta myndi í sjálfu sér ekki hafa nein áhrif á þau lið sem spila í efstu deild karla næsta sumar en hefði haft áhrif í fyrra, þegar Leiknir úr Breiðholti lék þar. Leiknir teflir nefnilega ekki fram liði á Íslandsmóti kvenna og hið sama má segja um Kórdrengi, Vestra og Njarðvík sem líkt og Leiknir munu í sumar leika í næstefstu deild, og gætu því mögulega unnið sig upp í efstu deild í haust. Gengur lengra en UEFA Orri Hlöðversson, formaður Íslensks toppfótbolta, ÍTF, leggur til að ákvörðun stjórnar KSÍ verði felld úr gildi. Um það verður kosið á ársþinginu á Ísafirði 25. febrúar. Í greinargerð með tillögu Orra segir að leyfisreglugerð KSÍ eigi ekki að ganga lengra en leyfisreglugerð UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, geri ráð fyrir hverju sinni. „Á sama tíma og verið er að lækka fjárframlög til aðildarfélaga og auka jafnframt kostnað vegna þátttöku í mótahaldi er ekki forsvaranlegt að kröfur í leyfiskerfinu gangi lengra heldur en kröfur UEFA og auki þar með enn á kostnað. Auk þess búa sum lið t.d. á landsbyggðinni við þær aðstæður að afar erfitt getur verið fyrir viðkomandi félag að fullmanna lið í meistaraflokki kvenna, jafnvel þó að farið væri í samstarf með öðrum félögum,“ segir Orri í greinargerð með tillögu sinni. Stjórn KSÍ vísar í fordæmi Stjórn KSÍ hefur sent frá sér athugasemdir vegna tillögunnar þar sem fram kemur að hún leggist gegn henni. Þar segir að leyfiskerfið sé verkfæri til að bæta umhverfi íslenskrar knattspyrnu og að áður hafi verið settar þar inn kröfur sem gangi lengra en UEFA geri. „Þar má nefna kröfu um eiginfjárstöðu félaga sem reynst hefur vel í fjölda ára, kröfu til menntunar þjálfara yngri flokka, menntunar markmannsþjálfara, fjölda yngri liða og virkrar heimasíðu,“ segir meðal annars í athugasemdum stjórnar KSÍ.
KSÍ Besta deild karla Besta deild kvenna Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira