Vita ekki hvernig fljúgandi furðuhlutirnir haldast á lofti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. febrúar 2023 07:23 Glen VanHerck og fleiri á leið á fund vegna fljúgandi furðuhlutanna. AP Photo/J. Scott Applewhite Mikið hefur gengið á í lofthelgi Bandaríkjanna undanfarna daga. Bandaríkjaher hefur skotið niður fjóra fljúgandi hluti á átta dögum, síðast í gær. Að sögn talsmanna hefur svona ekki gerst innan bandarískrar lofthelgi á friðartímum. Fljúgandi furðuhlutur var skotinn niður yfir stöðuvatninu Huron í gærkvöldi en hann var í mikilli hæð skammt frá landamærum Kanada. Furðuhlutnum hefur verið lýst sem átthyrndum. Bandarísk yfirvöld hafa verið í viðbragðsstöðu undanfarna daga eftir að kínverskur njósnabelgur flaug inn í lofthelgi Bandaríkjanna. Kínverjar hafa hafnað öllum ásökunum um njósnir. Síðan njósnabelgurinn sveif inn í bandaríska lofthelgi hefur bandaríski flugherinn skotið niður fljúgandi hluti yfir Kanada og Alaska. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur lýst því yfir að engin augljós ógn hafi stafað af hlutunum en lítið væri um þá vitað og því engu hægt að slá út af borðinu, ekki einu sinni að um sé að ræða geimför. „Við höfum beint sjónum okkar í meira mæli að háloftunum innan okkar lofthelgi. Þar á meðal höfum við aukið eftirlitssvæði radarvarna okkar, sem gæti útskýrt þennan aukna fjölda hluta sem er að finnast,“ sagði Melissa Dalton, aðstoðarvarnamálaráðherra innanlandsvarna. Það sem eftir var af njósnabelgnum eftir að hann var skotinn niður af bandaríska flughernum.AP/Bandaríski sjóherinn Glen VanHerck, hershöfðingi og yfirmaður loftvarnastofnunar Norður-Ameríku, sagði á blaðamannafundi í gær að radar flughersins hafi verið breytt þannig að hann nemi hluti sem ferðist hægt yfir. „Ég held að þetta sé í fyrsta sinn á friðartímum sem þessi staða hefur verið hér á landi,“ sagði VanHerck. Aðstpurður hvort yfirvöld væru búin að slá það út af borðinu að geimverur eigi hlut að máli sagði VanHerck: „Á þessum tímapunkti hef ég ekki slegið neitt út af borðinu.“ Hlusta má á blaðamannafundinn í spilaranum hér að neðan. VanHerck sagði á fundinum að þessir þrír síðustu hlutir sem hafa verið skotnir niður hafi af ástæðu verið kallaðir hlutir af varnarmálaráðuneytinu en ekki blöðrur, eins og sú sem var skotin niður fyrst. Kínverski njósnabelgurinn sem var skotinn niður 4. febrúar hafi greinilega verið belgur. „Þegar við tölum um þessa þrjá síðustu hlusti get ég ekki sagt þér hvernig þeir haldast á lofti. Ein ágiskunin er að þarna sé belgur inni í einhvers konar strúktúr eða þá að þetta sé einhvers konar framdrifskerfi. En það er greinilegt að þessir hlutir haldast á lofti. Ég hvet ykkur til að tengja þessa hluti ekki við neitt ríki vegna þess að við vitum ekkert um hvaðan þeir koma,“ sagði VanHerck. „Þess vegna liggur líka á að við fáum þessa hluti í hendurnar svo við getum skoðað þá betur.“ Bandaríkin Tengdar fréttir Fjórði fljúgandi hluturinn skotinn niður af Bandaríkjaher Bandaríkjaher skaut fyrir skömmu niður enn annan fljúgandi hlutinn í mikilli hæð yfir stöðuvatninu Huron í Michican fylki í Bandaríkjunum, skammt frá landamærum Kanada. Um er að ræða fjórða hlutinn sem skotinn er niður í þessum mánuði í Norður-Ameríku. 12. febrúar 2023 21:50 Saka Kínverja um lygar sem vísa ásökunum á bug Bandarísk yfirvöld halda að óþekktir hlutir sem skotnir voru á flugi yfir Norður-Ameríku í gær og á föstudag hafi verið einhvers konar blöðrur. Bandaríkjamenn saka Kínverja um lygar en vika er síðan Bandaríkjamenn skutu niður meintan njósnabelg Kínverja. 12. febrúar 2023 16:02 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Fleiri fréttir Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Sjá meira
Fljúgandi furðuhlutur var skotinn niður yfir stöðuvatninu Huron í gærkvöldi en hann var í mikilli hæð skammt frá landamærum Kanada. Furðuhlutnum hefur verið lýst sem átthyrndum. Bandarísk yfirvöld hafa verið í viðbragðsstöðu undanfarna daga eftir að kínverskur njósnabelgur flaug inn í lofthelgi Bandaríkjanna. Kínverjar hafa hafnað öllum ásökunum um njósnir. Síðan njósnabelgurinn sveif inn í bandaríska lofthelgi hefur bandaríski flugherinn skotið niður fljúgandi hluti yfir Kanada og Alaska. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur lýst því yfir að engin augljós ógn hafi stafað af hlutunum en lítið væri um þá vitað og því engu hægt að slá út af borðinu, ekki einu sinni að um sé að ræða geimför. „Við höfum beint sjónum okkar í meira mæli að háloftunum innan okkar lofthelgi. Þar á meðal höfum við aukið eftirlitssvæði radarvarna okkar, sem gæti útskýrt þennan aukna fjölda hluta sem er að finnast,“ sagði Melissa Dalton, aðstoðarvarnamálaráðherra innanlandsvarna. Það sem eftir var af njósnabelgnum eftir að hann var skotinn niður af bandaríska flughernum.AP/Bandaríski sjóherinn Glen VanHerck, hershöfðingi og yfirmaður loftvarnastofnunar Norður-Ameríku, sagði á blaðamannafundi í gær að radar flughersins hafi verið breytt þannig að hann nemi hluti sem ferðist hægt yfir. „Ég held að þetta sé í fyrsta sinn á friðartímum sem þessi staða hefur verið hér á landi,“ sagði VanHerck. Aðstpurður hvort yfirvöld væru búin að slá það út af borðinu að geimverur eigi hlut að máli sagði VanHerck: „Á þessum tímapunkti hef ég ekki slegið neitt út af borðinu.“ Hlusta má á blaðamannafundinn í spilaranum hér að neðan. VanHerck sagði á fundinum að þessir þrír síðustu hlutir sem hafa verið skotnir niður hafi af ástæðu verið kallaðir hlutir af varnarmálaráðuneytinu en ekki blöðrur, eins og sú sem var skotin niður fyrst. Kínverski njósnabelgurinn sem var skotinn niður 4. febrúar hafi greinilega verið belgur. „Þegar við tölum um þessa þrjá síðustu hlusti get ég ekki sagt þér hvernig þeir haldast á lofti. Ein ágiskunin er að þarna sé belgur inni í einhvers konar strúktúr eða þá að þetta sé einhvers konar framdrifskerfi. En það er greinilegt að þessir hlutir haldast á lofti. Ég hvet ykkur til að tengja þessa hluti ekki við neitt ríki vegna þess að við vitum ekkert um hvaðan þeir koma,“ sagði VanHerck. „Þess vegna liggur líka á að við fáum þessa hluti í hendurnar svo við getum skoðað þá betur.“
Bandaríkin Tengdar fréttir Fjórði fljúgandi hluturinn skotinn niður af Bandaríkjaher Bandaríkjaher skaut fyrir skömmu niður enn annan fljúgandi hlutinn í mikilli hæð yfir stöðuvatninu Huron í Michican fylki í Bandaríkjunum, skammt frá landamærum Kanada. Um er að ræða fjórða hlutinn sem skotinn er niður í þessum mánuði í Norður-Ameríku. 12. febrúar 2023 21:50 Saka Kínverja um lygar sem vísa ásökunum á bug Bandarísk yfirvöld halda að óþekktir hlutir sem skotnir voru á flugi yfir Norður-Ameríku í gær og á föstudag hafi verið einhvers konar blöðrur. Bandaríkjamenn saka Kínverja um lygar en vika er síðan Bandaríkjamenn skutu niður meintan njósnabelg Kínverja. 12. febrúar 2023 16:02 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Fleiri fréttir Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Sjá meira
Fjórði fljúgandi hluturinn skotinn niður af Bandaríkjaher Bandaríkjaher skaut fyrir skömmu niður enn annan fljúgandi hlutinn í mikilli hæð yfir stöðuvatninu Huron í Michican fylki í Bandaríkjunum, skammt frá landamærum Kanada. Um er að ræða fjórða hlutinn sem skotinn er niður í þessum mánuði í Norður-Ameríku. 12. febrúar 2023 21:50
Saka Kínverja um lygar sem vísa ásökunum á bug Bandarísk yfirvöld halda að óþekktir hlutir sem skotnir voru á flugi yfir Norður-Ameríku í gær og á föstudag hafi verið einhvers konar blöðrur. Bandaríkjamenn saka Kínverja um lygar en vika er síðan Bandaríkjamenn skutu niður meintan njósnabelg Kínverja. 12. febrúar 2023 16:02