Innlent

Holtavörðuheiðinni lokað

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Vetrarfærð á Holtavörðuheiði. Myndin er úr safni.
Vetrarfærð á Holtavörðuheiði. Myndin er úr safni. Vísir/Atli Ísleifsson

Holtavörðuheiðinni hefur verið lokað vegna færðar og veðurs. Appelsínugul veðurviðvörun fer í gildi á svæðinu í kvöld.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra.

Þeir sem eru á ferðalagi um svæðið eru beðnir að fylgjast vel með færð og veðri næsta sólarhringinn.

Appelsínugul viðvörun verður á svæðinu frá ellefu í kvöld til sex á mánudagsmorgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×