„Horfum oft á hvor aðra og veltum fyrir okkur hvernig þetta geti eiginlega verið“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 13. febrúar 2023 07:00 Fv.: Sirrý Svöludóttir og Rakel Guðmundsdóttir reka fyrirtækið Venju sem þjónustar konur með áskriftarpakka af bætiefnum sem taka mið af þörfum þeirra hverju sinni. Svo góðar hafa viðtökurnar verið að oft segjast vinkonurnar hreinlega horfa á hvor aðra og velta fyrir sér hvernig þetta geti eiginlega verið! Þörfin á þjónustunni hafi hins vegar verið til staðar og það sé skýringin. Vísir/Vilhelm „Allt kvöldið vorum við límdar saman og töluðum hreinlega saman allan tímann. Ég sagði henni frá hugmyndinni sem ég var búin að vera með í nokkur ár og það má segja að í framhaldinu hafi tekið við svona deiting-tími,“ segir Sirrý Svöludóttir og hlær. Sirrý og Rakel Guðmundsdóttir stofnuðu fyrirtækið Venja sem sendir konum heim 30 daga áskriftarpakka af bætiefnum sem taka mið af því hverjar þarfirnar eru hverju sinni. Enda breytist líkami kvenna mjög mikið yfir ævina. Þótt Sirrý og Rakel séu góðar vinkonur í dag, er ekkert langt síðan þær kynntust. Í teboði hjá sameiginlegum vini. „Við vorum samt búnar að vita af hvor annarri í mörg ár. Hist á sýningum erlendis og þannig. En það var ekki fyrr en þetta kvöld sem við töluðum saman fyrir alvöru.“ Frumskógur og alls kyns tilboð Sirrý starfaði lengi sem markaðsstjóri Yggdrasill og segir ástríðuna sína í upphafi hafa beinst að því að fólk borðaði lífræna fæðu. Starfið þróaðist þó síðar í að hjá Yggdrasil fór hún að sjá um bætiefnin frá Now. „Eitt sinn var ég stödd í Nettó þegar þar voru Heilsudagar. Ég fylgdist með fólki í dágóða stund hvernig fólk greip hin og þessi vítamín og setti í körfuna. Og man að ég hugsaði: Annað hvort hendir fólk miklu af þessu eða það fer heim og fer að taka þetta allt. Ég vissi ekki hvort mér þótti verra.“ Sirrý segist hafa kynnst því í starfinu hjá Yggdrasil að þótt bætiefnamarkaðurinn sé yfir 100 ára gamall, er hann mikill frumskógur fyrir neytendur. „Það er eiginlega ekki hægt að átta sig á því hvað við í raun þurfum að taka inn. Enda þrífst þessi heimur svolítið á því að við séum ekki að skilja það.“ Rakel starfaði hins vegar lengi sem rekstrarstjóri Gló en hún er rekstrarverkfræðingur og hefur yfir höfuð alltaf starfað í fjármálum og rekstri á meðan Sirrý þekkir markaðsmálin. Þegar Sirrý og Rakel hittust stóðu þær báðar á ákveðnum krossgötum starfsframalega séð. „Andrés Jónsson hjá Góðum samskiptum er góður vinur minn og hann er rosalega duglegur að halda svona teboð þar sem hann tengir saman fólk. Andrés bauð mér í teboð en ég sagðist ekki hafa neinn áhuga. Við erum hins vegar svo góðir vinir þannig að ég ætlaði að koma og hjálpa honum en tilkynnti mjög formfast að ég yrði ekki áfram um kvöldið,“ segir Sirrý og er greinilega skemmt. Enda sat hún lengi fram eftir að ræða við Rakel. Sirrý og Rakel kynntust í teboði hjá sameiginlegum vini en tóku sér sinn tíma í að kynnast áður en þær létu vaða að stofna fyrirtæki saman. Sirrý segir þær oft hlæja þegar þær rifja upp fyrstu kynnin, sem helst má líkja við þegar par er að kynnast og reyna að taka ákvörðun um næstu skref. Vísir/Vilhelm Óvænt stefna: Þróuðu sjálfar bætiefnalínu Sirrý segir þær stöllur oft hafa hlegið af upphafinu hjá sér. Því þær eru báðar varkárar að eðlisfari og þótt fyrir lægi mjög snemma að hugmyndirnar þeirra um hvað mætti betur gera í heimi fæðubótarefnis, tóku þær sér sinn tíma í að kynnast. „Síðan kom að því að önnur okkar sagði: Ég væri til í að fá símanúmerið þitt,“ segir Sirrý hlæjandi og líkir augnablikinu við það þegar par er búið að hittast í nokkur skipti og vill staðfesta frekari áhuga. Sem í þeirra tilfelli snérist um að taka af skarið og stofna Venju. Venja átti upphaflega að höfða til allra sem þyrftu á bætiefnum að halda en snemma í ferlinu sáu Sirrý og Rakel að bætiefnin sem konum bauðst voru einfaldlega ekki þróuð til að styðja við breytilegu þarfir kvenna, en staðreyndin er sú að næringarþörf kvenna tekur sífellt breytingum yfir ævina. Í stað þess að horfa á alla sem þyrftu á bætiefnum að halda, ákváðu þær að Venja yrði fyrirtæki sem myndi einbeita sér að vítamínum fyrir konur á öllum aldri. Við sáum fyrir okkur áskriftarmódel þar sem konur gætu keypt 30 daga áskriftir af vítamínum sem væru sérsniðin að þeirra þörfum. Markmiðið var að einfalda líf kvenna svo þær þurfi ekki lengur að giska á hvaða bætiefni þær þurfi hverju sinni. Fljótt kom þó upp babb í bátinn. „Eitt stærsta vandamálið við bætiefnamarkaðinn er að hann er mjög karllægur og við ætluðum varla að trúa okkar eigin augum þegar að við áttuðum okkur á því að langflest bætiefni taka einungis mið af þörfum karla en ekki kvenna.“ Sem dæmi má nefna að næringartöflur á vítamínum eru miðaðar út frá þörfum karla sem ganga hvorki með barn né fara reglulega á blæðingar og upplifa allt annars konar breytingaskeið. Það sem vinkonurnar ákváðu því að gera var að heyra í fólki sem starfar í heilbrigðisgeiranum. Læknum, hjúkrunarfræðinga, næringarfræðingum og svo framvegis. Hér heima og erlendis. „Við héldum fyrst að þessi hópur fólks væri frekar skeptískur á bætiefni og jafnvel á móti þeim. En komust að því andstæða. Það sem heilbrigðisfólki er hins vegar illa við er þessi ofneysla á fæðubótarefnum þar sem fólk er að taka inn hitt og þetta sem það þarf ekki á að halda.“ Úr varð að áður en stöllurnar vissu af, voru þær farnar að þróa heila bætiefnalínu frá grunni. Venja þróaði sína eigin bætiefnalínu sem er sérsniðin þörfum íslenskra kvenna. Markmiðið með áskriftarþjónustu Venju er að einfalda líf kvenna svo þær þurfi ekki lengur að giska á hvaða bætiefni þær þurfi hverju sinni.Vísir/Vilhelm Konur fyrir konur Bætiefnin sem Venja framleiðir eru framleidd í Hollandi. Þau eru einungis seld sem áskriftarþjónusta í gegnum vefsíðuna venja.is. Sirrý segir það alveg geta komið til greina síðar að Venja sæki á erlenda markaði. Þar er þá sérstaklega horft til Skandinavíu þar sem íslenskar konur og skandinavískar glíma við svipaðaðar áskoranir. Til dæmis minni joðneyslu kvenna á barneignaraldri. Viðtökurnar segir Sirrý hafa verið framar björtustu vonum. „Við horfum oft á hvor aðra og veltum fyrir okkur hvernig þetta geti verið, það viti enginn af okkur! Okkur óraði ekki fyrir því að við myndum vaxa svona hratt. En það staðfestir bara hvað konur eru leitandi að lausnum til að finna það sem hentar þeim og þeirra líkama miðað við hvar þær eru staddar í dag.““ segir Sirrý og bætir við: „Við vorum svo heppnar að fá styrk frá Frumkvöðlaauði Kviku sem hjálpaði okkur mikið en að öðru leyti höfum við verið að fjármagna þetta sjálfar. Sem er lífsins lukka út af fyrir sig því það sem gerist í svona frumkvöðlastarfsemi er að þegar það er ekki mikill peningur að moða úr, er maður þvingaður til að einblína alltaf á aðalatriðin og halda fókus. Við erum því þakklátar fyrir að hafa þróað vöruna og byrjað eins og við gerðum. “ Báðar eru þær með heimili og börn að sinna líka og viðurkennir Sirrý að auðvitað kalli rekstur á ungu fyrirtæki á smá púsluspil. Það sem hafi hins vegar komið í ljós er að Sirrý og Rakel vinna mjög vel saman, enda gengu þær alla leið áður en farið var af stað. Við tókum svona persónuleikapróf. Svona eins og gert er þegar fólk er ráðið í nýtt starf. Nema að við gerðum þetta fyrir hvor aðra vegna þess að við vorum að kynnast. En sáum líka hvar styrkleikarnir liggja hjá okkur og það má segja að verkefnaskiptingin hjá okkur taki svolítið mið af því hvað kom út úr þessum prófi.“ Hvar sæir þú Venju fyrir þér í framtíðinni? „Það tók okkur um tvö ár að þróa konseptið en sem fyrirtæki verðum við eins árs þann 17.mars næstkomandi. Við erum auðvitað bara að horfa til íslenskra kvenna og þeirra þarfa en ef ég svara þessu út frá háleitari markmiðum þá langar okkur að breyta þessari úreltu nálgun bætiefna frá því að þar sé verið að benda á eina pillu sem hentar konum alla ævi eða einhverjar tískubylgjur, yfir í að konur fái góða leiðsögn og ráðgjöf um hvaða bætiefni eru réttu vítamínin fyrir þær og þennan margslungna og breytilega líkama sem kvenlíkaminn er.“ Nýsköpun Heilsa Starfsframi Tengdar fréttir Hjón í nýsköpun: Hugmyndin kom óvart í feðraorlofi í Barcelona „Fyrstu mánuðina okkar í Barcelona var ég í feðraorlofi og að læra spænsku eftir að hafa flutt fra Danmörku. Ég hafði útbúið gagnagrunn í Excel um fýsileika vindmylluverkefna og velti fyrir mér hvort ég gæti selt þetta sem vöru en áttaði mig þó á því að ég myndi fljótt gera mig atvinnulausan sem ráðgjafi ef ég seldi grunninn frá mér,“ segir Edvald Edvaldsson um aðdragandann að því að nýsköpunarfyrirtækið Youwind Renewables varð til. 6. febrúar 2023 07:01 Vantar ekki fleiri styrki eða meiri peninga heldur einfalda hvata „Það sem er svo mikilvægt er að fólk fari að átta sig á er að hringrásarhagkerfið er nýsköpun í raunheimum þar sem tíminn er naumur og við þurfum að fá sem flesta til að hlaupa hratt. Það vantar ekki fleiri styrki eða meiri peninga. Það er nóg til af þeim og nóg til af hugmyndum. En það þarf leiðandi aðila til að eiga verkefnin og því þarf að búa til einfalda og almenna hvata svo að sem flestir geti hlaupið af stað,“ segir Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir. 25. janúar 2023 07:01 Forvarnir: Íslenska módelið fyrirmynd í sextán löndum og fimm heimsálfum Við höfum öll heyrt af þeim árangri á Íslandi að hér hafi tekist betur upp en á flestum öðrum stöðum í heiminum að draga úr áfengis- og vímuefnaneyslu ungmenna. Forvarnarstarfið sem hófst á áttunda áratugnum, varð mjög sýnilegt á þeim níunda og tíunda og reglulegar fréttir um hvernig mældur árangur á Íslandi sýnir að þetta íslenska módel í áfengis- og vímuefnaforvörnum hreinlega svínvirkaði. 24. janúar 2023 07:50 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn „Ég var með einn gaffal, einn hníf, einn disk og örbylgjuofn. Ég vaskaði upp þegar að ég fór í sturtu í áhaldageymslunni í kjallaranum,“ segir Eyþór Máni Steinarsson framkvæmdastjóri og einn af eigendum Hopp rafhlaupahjólaleigunnar þegar hann rifjar upp fyrstu misserin sín í Reykjavík. Þá rétt að verða 16 ára, á leigumarkaði og í skóla. 2. janúar 2023 07:00 Fyrrum stórstjörnur Google á Íslandi og einn í Mosó Á dögunum hittist hress hópur samstarfsfólks fyrirtækisins EngFlow á Íslandi. Gerðu sér glaðan dag á ýmsum veitingastöðum í Reykjavík, tóku vinnudag og spjall, skelltu sér upp á Langjökul og í notalegheit í Kraumu í Húsafelli svo eitthvað sé nefnt. 18. september 2022 08:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Sirrý og Rakel Guðmundsdóttir stofnuðu fyrirtækið Venja sem sendir konum heim 30 daga áskriftarpakka af bætiefnum sem taka mið af því hverjar þarfirnar eru hverju sinni. Enda breytist líkami kvenna mjög mikið yfir ævina. Þótt Sirrý og Rakel séu góðar vinkonur í dag, er ekkert langt síðan þær kynntust. Í teboði hjá sameiginlegum vini. „Við vorum samt búnar að vita af hvor annarri í mörg ár. Hist á sýningum erlendis og þannig. En það var ekki fyrr en þetta kvöld sem við töluðum saman fyrir alvöru.“ Frumskógur og alls kyns tilboð Sirrý starfaði lengi sem markaðsstjóri Yggdrasill og segir ástríðuna sína í upphafi hafa beinst að því að fólk borðaði lífræna fæðu. Starfið þróaðist þó síðar í að hjá Yggdrasil fór hún að sjá um bætiefnin frá Now. „Eitt sinn var ég stödd í Nettó þegar þar voru Heilsudagar. Ég fylgdist með fólki í dágóða stund hvernig fólk greip hin og þessi vítamín og setti í körfuna. Og man að ég hugsaði: Annað hvort hendir fólk miklu af þessu eða það fer heim og fer að taka þetta allt. Ég vissi ekki hvort mér þótti verra.“ Sirrý segist hafa kynnst því í starfinu hjá Yggdrasil að þótt bætiefnamarkaðurinn sé yfir 100 ára gamall, er hann mikill frumskógur fyrir neytendur. „Það er eiginlega ekki hægt að átta sig á því hvað við í raun þurfum að taka inn. Enda þrífst þessi heimur svolítið á því að við séum ekki að skilja það.“ Rakel starfaði hins vegar lengi sem rekstrarstjóri Gló en hún er rekstrarverkfræðingur og hefur yfir höfuð alltaf starfað í fjármálum og rekstri á meðan Sirrý þekkir markaðsmálin. Þegar Sirrý og Rakel hittust stóðu þær báðar á ákveðnum krossgötum starfsframalega séð. „Andrés Jónsson hjá Góðum samskiptum er góður vinur minn og hann er rosalega duglegur að halda svona teboð þar sem hann tengir saman fólk. Andrés bauð mér í teboð en ég sagðist ekki hafa neinn áhuga. Við erum hins vegar svo góðir vinir þannig að ég ætlaði að koma og hjálpa honum en tilkynnti mjög formfast að ég yrði ekki áfram um kvöldið,“ segir Sirrý og er greinilega skemmt. Enda sat hún lengi fram eftir að ræða við Rakel. Sirrý og Rakel kynntust í teboði hjá sameiginlegum vini en tóku sér sinn tíma í að kynnast áður en þær létu vaða að stofna fyrirtæki saman. Sirrý segir þær oft hlæja þegar þær rifja upp fyrstu kynnin, sem helst má líkja við þegar par er að kynnast og reyna að taka ákvörðun um næstu skref. Vísir/Vilhelm Óvænt stefna: Þróuðu sjálfar bætiefnalínu Sirrý segir þær stöllur oft hafa hlegið af upphafinu hjá sér. Því þær eru báðar varkárar að eðlisfari og þótt fyrir lægi mjög snemma að hugmyndirnar þeirra um hvað mætti betur gera í heimi fæðubótarefnis, tóku þær sér sinn tíma í að kynnast. „Síðan kom að því að önnur okkar sagði: Ég væri til í að fá símanúmerið þitt,“ segir Sirrý hlæjandi og líkir augnablikinu við það þegar par er búið að hittast í nokkur skipti og vill staðfesta frekari áhuga. Sem í þeirra tilfelli snérist um að taka af skarið og stofna Venju. Venja átti upphaflega að höfða til allra sem þyrftu á bætiefnum að halda en snemma í ferlinu sáu Sirrý og Rakel að bætiefnin sem konum bauðst voru einfaldlega ekki þróuð til að styðja við breytilegu þarfir kvenna, en staðreyndin er sú að næringarþörf kvenna tekur sífellt breytingum yfir ævina. Í stað þess að horfa á alla sem þyrftu á bætiefnum að halda, ákváðu þær að Venja yrði fyrirtæki sem myndi einbeita sér að vítamínum fyrir konur á öllum aldri. Við sáum fyrir okkur áskriftarmódel þar sem konur gætu keypt 30 daga áskriftir af vítamínum sem væru sérsniðin að þeirra þörfum. Markmiðið var að einfalda líf kvenna svo þær þurfi ekki lengur að giska á hvaða bætiefni þær þurfi hverju sinni. Fljótt kom þó upp babb í bátinn. „Eitt stærsta vandamálið við bætiefnamarkaðinn er að hann er mjög karllægur og við ætluðum varla að trúa okkar eigin augum þegar að við áttuðum okkur á því að langflest bætiefni taka einungis mið af þörfum karla en ekki kvenna.“ Sem dæmi má nefna að næringartöflur á vítamínum eru miðaðar út frá þörfum karla sem ganga hvorki með barn né fara reglulega á blæðingar og upplifa allt annars konar breytingaskeið. Það sem vinkonurnar ákváðu því að gera var að heyra í fólki sem starfar í heilbrigðisgeiranum. Læknum, hjúkrunarfræðinga, næringarfræðingum og svo framvegis. Hér heima og erlendis. „Við héldum fyrst að þessi hópur fólks væri frekar skeptískur á bætiefni og jafnvel á móti þeim. En komust að því andstæða. Það sem heilbrigðisfólki er hins vegar illa við er þessi ofneysla á fæðubótarefnum þar sem fólk er að taka inn hitt og þetta sem það þarf ekki á að halda.“ Úr varð að áður en stöllurnar vissu af, voru þær farnar að þróa heila bætiefnalínu frá grunni. Venja þróaði sína eigin bætiefnalínu sem er sérsniðin þörfum íslenskra kvenna. Markmiðið með áskriftarþjónustu Venju er að einfalda líf kvenna svo þær þurfi ekki lengur að giska á hvaða bætiefni þær þurfi hverju sinni.Vísir/Vilhelm Konur fyrir konur Bætiefnin sem Venja framleiðir eru framleidd í Hollandi. Þau eru einungis seld sem áskriftarþjónusta í gegnum vefsíðuna venja.is. Sirrý segir það alveg geta komið til greina síðar að Venja sæki á erlenda markaði. Þar er þá sérstaklega horft til Skandinavíu þar sem íslenskar konur og skandinavískar glíma við svipaðaðar áskoranir. Til dæmis minni joðneyslu kvenna á barneignaraldri. Viðtökurnar segir Sirrý hafa verið framar björtustu vonum. „Við horfum oft á hvor aðra og veltum fyrir okkur hvernig þetta geti verið, það viti enginn af okkur! Okkur óraði ekki fyrir því að við myndum vaxa svona hratt. En það staðfestir bara hvað konur eru leitandi að lausnum til að finna það sem hentar þeim og þeirra líkama miðað við hvar þær eru staddar í dag.““ segir Sirrý og bætir við: „Við vorum svo heppnar að fá styrk frá Frumkvöðlaauði Kviku sem hjálpaði okkur mikið en að öðru leyti höfum við verið að fjármagna þetta sjálfar. Sem er lífsins lukka út af fyrir sig því það sem gerist í svona frumkvöðlastarfsemi er að þegar það er ekki mikill peningur að moða úr, er maður þvingaður til að einblína alltaf á aðalatriðin og halda fókus. Við erum því þakklátar fyrir að hafa þróað vöruna og byrjað eins og við gerðum. “ Báðar eru þær með heimili og börn að sinna líka og viðurkennir Sirrý að auðvitað kalli rekstur á ungu fyrirtæki á smá púsluspil. Það sem hafi hins vegar komið í ljós er að Sirrý og Rakel vinna mjög vel saman, enda gengu þær alla leið áður en farið var af stað. Við tókum svona persónuleikapróf. Svona eins og gert er þegar fólk er ráðið í nýtt starf. Nema að við gerðum þetta fyrir hvor aðra vegna þess að við vorum að kynnast. En sáum líka hvar styrkleikarnir liggja hjá okkur og það má segja að verkefnaskiptingin hjá okkur taki svolítið mið af því hvað kom út úr þessum prófi.“ Hvar sæir þú Venju fyrir þér í framtíðinni? „Það tók okkur um tvö ár að þróa konseptið en sem fyrirtæki verðum við eins árs þann 17.mars næstkomandi. Við erum auðvitað bara að horfa til íslenskra kvenna og þeirra þarfa en ef ég svara þessu út frá háleitari markmiðum þá langar okkur að breyta þessari úreltu nálgun bætiefna frá því að þar sé verið að benda á eina pillu sem hentar konum alla ævi eða einhverjar tískubylgjur, yfir í að konur fái góða leiðsögn og ráðgjöf um hvaða bætiefni eru réttu vítamínin fyrir þær og þennan margslungna og breytilega líkama sem kvenlíkaminn er.“
Nýsköpun Heilsa Starfsframi Tengdar fréttir Hjón í nýsköpun: Hugmyndin kom óvart í feðraorlofi í Barcelona „Fyrstu mánuðina okkar í Barcelona var ég í feðraorlofi og að læra spænsku eftir að hafa flutt fra Danmörku. Ég hafði útbúið gagnagrunn í Excel um fýsileika vindmylluverkefna og velti fyrir mér hvort ég gæti selt þetta sem vöru en áttaði mig þó á því að ég myndi fljótt gera mig atvinnulausan sem ráðgjafi ef ég seldi grunninn frá mér,“ segir Edvald Edvaldsson um aðdragandann að því að nýsköpunarfyrirtækið Youwind Renewables varð til. 6. febrúar 2023 07:01 Vantar ekki fleiri styrki eða meiri peninga heldur einfalda hvata „Það sem er svo mikilvægt er að fólk fari að átta sig á er að hringrásarhagkerfið er nýsköpun í raunheimum þar sem tíminn er naumur og við þurfum að fá sem flesta til að hlaupa hratt. Það vantar ekki fleiri styrki eða meiri peninga. Það er nóg til af þeim og nóg til af hugmyndum. En það þarf leiðandi aðila til að eiga verkefnin og því þarf að búa til einfalda og almenna hvata svo að sem flestir geti hlaupið af stað,“ segir Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir. 25. janúar 2023 07:01 Forvarnir: Íslenska módelið fyrirmynd í sextán löndum og fimm heimsálfum Við höfum öll heyrt af þeim árangri á Íslandi að hér hafi tekist betur upp en á flestum öðrum stöðum í heiminum að draga úr áfengis- og vímuefnaneyslu ungmenna. Forvarnarstarfið sem hófst á áttunda áratugnum, varð mjög sýnilegt á þeim níunda og tíunda og reglulegar fréttir um hvernig mældur árangur á Íslandi sýnir að þetta íslenska módel í áfengis- og vímuefnaforvörnum hreinlega svínvirkaði. 24. janúar 2023 07:50 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn „Ég var með einn gaffal, einn hníf, einn disk og örbylgjuofn. Ég vaskaði upp þegar að ég fór í sturtu í áhaldageymslunni í kjallaranum,“ segir Eyþór Máni Steinarsson framkvæmdastjóri og einn af eigendum Hopp rafhlaupahjólaleigunnar þegar hann rifjar upp fyrstu misserin sín í Reykjavík. Þá rétt að verða 16 ára, á leigumarkaði og í skóla. 2. janúar 2023 07:00 Fyrrum stórstjörnur Google á Íslandi og einn í Mosó Á dögunum hittist hress hópur samstarfsfólks fyrirtækisins EngFlow á Íslandi. Gerðu sér glaðan dag á ýmsum veitingastöðum í Reykjavík, tóku vinnudag og spjall, skelltu sér upp á Langjökul og í notalegheit í Kraumu í Húsafelli svo eitthvað sé nefnt. 18. september 2022 08:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Hjón í nýsköpun: Hugmyndin kom óvart í feðraorlofi í Barcelona „Fyrstu mánuðina okkar í Barcelona var ég í feðraorlofi og að læra spænsku eftir að hafa flutt fra Danmörku. Ég hafði útbúið gagnagrunn í Excel um fýsileika vindmylluverkefna og velti fyrir mér hvort ég gæti selt þetta sem vöru en áttaði mig þó á því að ég myndi fljótt gera mig atvinnulausan sem ráðgjafi ef ég seldi grunninn frá mér,“ segir Edvald Edvaldsson um aðdragandann að því að nýsköpunarfyrirtækið Youwind Renewables varð til. 6. febrúar 2023 07:01
Vantar ekki fleiri styrki eða meiri peninga heldur einfalda hvata „Það sem er svo mikilvægt er að fólk fari að átta sig á er að hringrásarhagkerfið er nýsköpun í raunheimum þar sem tíminn er naumur og við þurfum að fá sem flesta til að hlaupa hratt. Það vantar ekki fleiri styrki eða meiri peninga. Það er nóg til af þeim og nóg til af hugmyndum. En það þarf leiðandi aðila til að eiga verkefnin og því þarf að búa til einfalda og almenna hvata svo að sem flestir geti hlaupið af stað,“ segir Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir. 25. janúar 2023 07:01
Forvarnir: Íslenska módelið fyrirmynd í sextán löndum og fimm heimsálfum Við höfum öll heyrt af þeim árangri á Íslandi að hér hafi tekist betur upp en á flestum öðrum stöðum í heiminum að draga úr áfengis- og vímuefnaneyslu ungmenna. Forvarnarstarfið sem hófst á áttunda áratugnum, varð mjög sýnilegt á þeim níunda og tíunda og reglulegar fréttir um hvernig mældur árangur á Íslandi sýnir að þetta íslenska módel í áfengis- og vímuefnaforvörnum hreinlega svínvirkaði. 24. janúar 2023 07:50
24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn „Ég var með einn gaffal, einn hníf, einn disk og örbylgjuofn. Ég vaskaði upp þegar að ég fór í sturtu í áhaldageymslunni í kjallaranum,“ segir Eyþór Máni Steinarsson framkvæmdastjóri og einn af eigendum Hopp rafhlaupahjólaleigunnar þegar hann rifjar upp fyrstu misserin sín í Reykjavík. Þá rétt að verða 16 ára, á leigumarkaði og í skóla. 2. janúar 2023 07:00
Fyrrum stórstjörnur Google á Íslandi og einn í Mosó Á dögunum hittist hress hópur samstarfsfólks fyrirtækisins EngFlow á Íslandi. Gerðu sér glaðan dag á ýmsum veitingastöðum í Reykjavík, tóku vinnudag og spjall, skelltu sér upp á Langjökul og í notalegheit í Kraumu í Húsafelli svo eitthvað sé nefnt. 18. september 2022 08:00