Bara tvö eftir Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. febrúar 2023 20:01 Abdo og Jinan misstu alla fjölskyldu sína í jarðskjálftanum. Fimm manna fjölskylda og sextán ára piltur eru á meðal þeirra sem fundust á lífi í Tyrklandi í dag, heilum fimm dögum eftir gríðarlegan jarðskjálfta á mánudag. Þúsundir barna hafa orðið munaðarlaus í hamförunum, þar á meðal sýrlensk systkini sem upplifðu ólýsanlegan hrylling. Um tuttugu og fimm þúsund eru nú staðfest látin eftir jarðskjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi og von um að finna fólk á lífi dvínar nú sem aldrei fyrr. Ótrúleg björgunarafrek eru þó enn unnin á hverjum degi. Fimm manna fjölskylda í bænum Nurdagi var innlyksa í rústum eigin heimilis í fimm daga áður en þeim var bjargað í dag. Björgunarmenn náðu fyrst til móður og dóttur og fundu síðar föðurinn, sem krafðist þess að annarri dóttur hans og syni yrði bjargað á undan. Þá var sextán ára pilti og níu ára dreng bjargað í bænum Kahramanmaras við mikinn fögnuð og létti björgunarmanna. Það þykir kraftaverki líkast að strákarnir hafi fundist á lífi. Staðan er einnig skelfileg í Sýrlandi, sem farið um tvö þúsund manns sem misstu heimili sín hafast nú við í íþróttahöll í borginni Latakia. Margir hafa þó í engin hús að venda á svæðinu - og kuldinn sverfur að. Systkinin Jinan og Abdo voru föst undir rústum heimilis síns í borginni Harem í tvo daga áður en þeim var bjargað. Foreldrar þeirra og systkini létust öll í jarðskjálftanum. Ungu systkinin tvö eru nú komin undir læknishendur á sjúkrahúsi í Idlib en þau slösuðust bæði talsvert. Frændi þeirra hyggst taka þau að sér þegar þau útskrifast af sjúkrahúsinu. „Húsið hrundi yfir okkur. Pabbi vakti mömmu og byggingin hrundi ofan á mig og Abdo, bróður minn. Mamma, pabbi og allar systur mínar dóu,“ segir hin fimm ára Jinan. Hver eru þá eftir? „Bara ég og Abdo.“ Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tyrkland Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Um tuttugu og fimm þúsund eru nú staðfest látin eftir jarðskjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi og von um að finna fólk á lífi dvínar nú sem aldrei fyrr. Ótrúleg björgunarafrek eru þó enn unnin á hverjum degi. Fimm manna fjölskylda í bænum Nurdagi var innlyksa í rústum eigin heimilis í fimm daga áður en þeim var bjargað í dag. Björgunarmenn náðu fyrst til móður og dóttur og fundu síðar föðurinn, sem krafðist þess að annarri dóttur hans og syni yrði bjargað á undan. Þá var sextán ára pilti og níu ára dreng bjargað í bænum Kahramanmaras við mikinn fögnuð og létti björgunarmanna. Það þykir kraftaverki líkast að strákarnir hafi fundist á lífi. Staðan er einnig skelfileg í Sýrlandi, sem farið um tvö þúsund manns sem misstu heimili sín hafast nú við í íþróttahöll í borginni Latakia. Margir hafa þó í engin hús að venda á svæðinu - og kuldinn sverfur að. Systkinin Jinan og Abdo voru föst undir rústum heimilis síns í borginni Harem í tvo daga áður en þeim var bjargað. Foreldrar þeirra og systkini létust öll í jarðskjálftanum. Ungu systkinin tvö eru nú komin undir læknishendur á sjúkrahúsi í Idlib en þau slösuðust bæði talsvert. Frændi þeirra hyggst taka þau að sér þegar þau útskrifast af sjúkrahúsinu. „Húsið hrundi yfir okkur. Pabbi vakti mömmu og byggingin hrundi ofan á mig og Abdo, bróður minn. Mamma, pabbi og allar systur mínar dóu,“ segir hin fimm ára Jinan. Hver eru þá eftir? „Bara ég og Abdo.“
Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tyrkland Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira