Kokkur Pútíns hættur að ráða fanga í Wagner Samúel Karl Ólason skrifar 9. febrúar 2023 22:34 Yevgeny Prigozhin, viðurkenndi í fyrra að hann ætti málaliðahópinn Wagner Group sem hefur lengi verið kallaður skuggaher Rússlands. AP Yevgeny Prigozhin, eigandi rússneska málaliðahópsins Wagner Group, sagði frá því í dag að hann væri hættur að ráða málaliða úr fangelsum Rússlands. Föngum hefur um nokkurra mánaða skeið boðist að ganga til liðs við Wagner og þjóna í sex mánuði í Úkraínu í skiptum fyrir frelsi. Talið er að Prigozhin hafi ráðið um fjörutíu til fimmtíu þúsund fanga. Leiðtogar Wagner hafa látið fanga sækja fram gegn víggirtum varnarstöðvum Úkraínumanna í austurhluta Úkraínu og eru þeir sagðir hafa fallið í massavís. Prigozhin gaf ekki upp ástæðu fyrir því að hann væri að hætta að ráða fanga. Í frétt CNN segir að líklegast séu þrjár ástæður fyrir því. Ein er sú að fangar séu hættir að bjóða sig fram. Önnur er að yfirvöld í Rússlandi hafi lokað á aðgang auðjöfursins að fangelsum og sú þriðja er að stríðsreksturinn hafi mögulega komið verulega niður á pyngju Prigozhins. Tölfræði fangelsismálayfirvalda í Rússlandi gefur til kynna að færri fangar hafi verið að bjóða sig fram. Fjöldi fanga í Rússlandi lækkaði um sex þúsund milli í nóvember og desember. Hann hafði lækkað um 23 þúsund í september og október. Prigozhin er gjarnan kallaður „kokkur Pútíns“ þar sem hann rak veitingastað í St. Pétursborg sem Pútin sótti reglulega. Prigozhin hefur einnig gert umfangsmikla samninga við rússneska ríkið og framleiðir meðal annars mat fyrir skólabörn og hermenn í Rússlandi. Hann er einnig sagður fjármagna rekstur Internet Research Agency sem er gjarnan þekkt sem tröllaverksmiðja Rússlands. Þá er hann eftirlýstur í Bandaríkjunum vegna afskipta IRA af forsetakosningunum 2016. Wagner hefur á undanförnum mánuðum spilað stóra rullu í sókn Rússa að Bakhmut í Dónetsk héraði. Málaliðarnir höfðu náð mjög kostnaðarsömum árangri. Deilur hafa myndast milli málaliðahópsins og hersins og Prigozhin hefur reynt að mála Wagner sem einu aðilana sem geta náð árangri í Úkraínu. Þá hefur rússneskum hermönnum fjölgað verulega í Úkraínu eftir umfangsmikla herkvaðningu í haust svo Rússar þurfa minna að reiða sig á Wagner. Þessar nýjustu vendingar þykja til marks um að yfirvöld í Rússlandi séu reyna að draga úr áhrifum Wagner, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Án aðgengi að fangelsum Rússlands munu forsvarsmenn málaliðahópsins þurfa að finna aðrar leiðir til að ráða málaliða eða gera miklar breytingar á Málaliðar Wagner hafa verið sakaðir um ýmis ódæði í gegnum árin en yfirvöld í Bandaríkjunum skilgreindu hópinn nýverið sem alþjóðleg glæpasamtök. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Alræmdur málaliðaforingi skotinn í höfuðið á stuttu færi Hinn alræmdi herforingi og málaliði Igor Mangushev er látinn eftir að hafa verið skotinn í höfuðið af stuttu færi við varðstöð í Kadiivka. Eiginkona hans segir um aftöku að ræða og ýjað hefur verið að því að yfirmaður Wagner-hópsins hafi fyrirskipað morðið. 9. febrúar 2023 08:58 Frökkum gert að yfirgefa Búrkína Fasó Franskir hermenn munu yfirgefa Búrkína Fasó í næsta mánuði. Herforingjastjórn Afríkuríkisins hefur krafist þess að fyrrverandi nýlenduherrar þess fari á brott en herforingjastjórnin hefur að undanförnu leitað frekar til Rússlands eftir aðstoð gegn umsvifamiklum vígahópum á Sahel-svæðinu svokallaða. 27. janúar 2023 09:03 Pútín skiptir um herforingja í Úkraínu Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, tilkynnti í dag að Valery Gerasimov, formaður herforingjaráðs Rússlands, muni taka yfir stjórn innrásar Rússa í Úkraínu. Gerasimov tekur við af herforingjanum Sergei Surovikin, sem hefur verið yfir innrásinni undanfarna þrjá mánuði. 11. janúar 2023 18:10 Kokkur Pútíns segir hvert hús í Bakhmut vera virki Rússneski herinn á í basli með að brjóta varnir Úkraínumanna við Bakhmut á bak aftur þar sem „hvert hús er virki“, samkvæmt Yevgeny Prigozhin, eiganda Wagner Group málaliðahópsins. Hann og Wagner hafa leitt viðleitni Rússa við að ná tökum á bænum um mánaða skeið en víglínunum þar hefur verið lýst sem „hakkavél“. 3. janúar 2023 15:13 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Talið er að Prigozhin hafi ráðið um fjörutíu til fimmtíu þúsund fanga. Leiðtogar Wagner hafa látið fanga sækja fram gegn víggirtum varnarstöðvum Úkraínumanna í austurhluta Úkraínu og eru þeir sagðir hafa fallið í massavís. Prigozhin gaf ekki upp ástæðu fyrir því að hann væri að hætta að ráða fanga. Í frétt CNN segir að líklegast séu þrjár ástæður fyrir því. Ein er sú að fangar séu hættir að bjóða sig fram. Önnur er að yfirvöld í Rússlandi hafi lokað á aðgang auðjöfursins að fangelsum og sú þriðja er að stríðsreksturinn hafi mögulega komið verulega niður á pyngju Prigozhins. Tölfræði fangelsismálayfirvalda í Rússlandi gefur til kynna að færri fangar hafi verið að bjóða sig fram. Fjöldi fanga í Rússlandi lækkaði um sex þúsund milli í nóvember og desember. Hann hafði lækkað um 23 þúsund í september og október. Prigozhin er gjarnan kallaður „kokkur Pútíns“ þar sem hann rak veitingastað í St. Pétursborg sem Pútin sótti reglulega. Prigozhin hefur einnig gert umfangsmikla samninga við rússneska ríkið og framleiðir meðal annars mat fyrir skólabörn og hermenn í Rússlandi. Hann er einnig sagður fjármagna rekstur Internet Research Agency sem er gjarnan þekkt sem tröllaverksmiðja Rússlands. Þá er hann eftirlýstur í Bandaríkjunum vegna afskipta IRA af forsetakosningunum 2016. Wagner hefur á undanförnum mánuðum spilað stóra rullu í sókn Rússa að Bakhmut í Dónetsk héraði. Málaliðarnir höfðu náð mjög kostnaðarsömum árangri. Deilur hafa myndast milli málaliðahópsins og hersins og Prigozhin hefur reynt að mála Wagner sem einu aðilana sem geta náð árangri í Úkraínu. Þá hefur rússneskum hermönnum fjölgað verulega í Úkraínu eftir umfangsmikla herkvaðningu í haust svo Rússar þurfa minna að reiða sig á Wagner. Þessar nýjustu vendingar þykja til marks um að yfirvöld í Rússlandi séu reyna að draga úr áhrifum Wagner, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Án aðgengi að fangelsum Rússlands munu forsvarsmenn málaliðahópsins þurfa að finna aðrar leiðir til að ráða málaliða eða gera miklar breytingar á Málaliðar Wagner hafa verið sakaðir um ýmis ódæði í gegnum árin en yfirvöld í Bandaríkjunum skilgreindu hópinn nýverið sem alþjóðleg glæpasamtök.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Alræmdur málaliðaforingi skotinn í höfuðið á stuttu færi Hinn alræmdi herforingi og málaliði Igor Mangushev er látinn eftir að hafa verið skotinn í höfuðið af stuttu færi við varðstöð í Kadiivka. Eiginkona hans segir um aftöku að ræða og ýjað hefur verið að því að yfirmaður Wagner-hópsins hafi fyrirskipað morðið. 9. febrúar 2023 08:58 Frökkum gert að yfirgefa Búrkína Fasó Franskir hermenn munu yfirgefa Búrkína Fasó í næsta mánuði. Herforingjastjórn Afríkuríkisins hefur krafist þess að fyrrverandi nýlenduherrar þess fari á brott en herforingjastjórnin hefur að undanförnu leitað frekar til Rússlands eftir aðstoð gegn umsvifamiklum vígahópum á Sahel-svæðinu svokallaða. 27. janúar 2023 09:03 Pútín skiptir um herforingja í Úkraínu Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, tilkynnti í dag að Valery Gerasimov, formaður herforingjaráðs Rússlands, muni taka yfir stjórn innrásar Rússa í Úkraínu. Gerasimov tekur við af herforingjanum Sergei Surovikin, sem hefur verið yfir innrásinni undanfarna þrjá mánuði. 11. janúar 2023 18:10 Kokkur Pútíns segir hvert hús í Bakhmut vera virki Rússneski herinn á í basli með að brjóta varnir Úkraínumanna við Bakhmut á bak aftur þar sem „hvert hús er virki“, samkvæmt Yevgeny Prigozhin, eiganda Wagner Group málaliðahópsins. Hann og Wagner hafa leitt viðleitni Rússa við að ná tökum á bænum um mánaða skeið en víglínunum þar hefur verið lýst sem „hakkavél“. 3. janúar 2023 15:13 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Alræmdur málaliðaforingi skotinn í höfuðið á stuttu færi Hinn alræmdi herforingi og málaliði Igor Mangushev er látinn eftir að hafa verið skotinn í höfuðið af stuttu færi við varðstöð í Kadiivka. Eiginkona hans segir um aftöku að ræða og ýjað hefur verið að því að yfirmaður Wagner-hópsins hafi fyrirskipað morðið. 9. febrúar 2023 08:58
Frökkum gert að yfirgefa Búrkína Fasó Franskir hermenn munu yfirgefa Búrkína Fasó í næsta mánuði. Herforingjastjórn Afríkuríkisins hefur krafist þess að fyrrverandi nýlenduherrar þess fari á brott en herforingjastjórnin hefur að undanförnu leitað frekar til Rússlands eftir aðstoð gegn umsvifamiklum vígahópum á Sahel-svæðinu svokallaða. 27. janúar 2023 09:03
Pútín skiptir um herforingja í Úkraínu Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, tilkynnti í dag að Valery Gerasimov, formaður herforingjaráðs Rússlands, muni taka yfir stjórn innrásar Rússa í Úkraínu. Gerasimov tekur við af herforingjanum Sergei Surovikin, sem hefur verið yfir innrásinni undanfarna þrjá mánuði. 11. janúar 2023 18:10
Kokkur Pútíns segir hvert hús í Bakhmut vera virki Rússneski herinn á í basli með að brjóta varnir Úkraínumanna við Bakhmut á bak aftur þar sem „hvert hús er virki“, samkvæmt Yevgeny Prigozhin, eiganda Wagner Group málaliðahópsins. Hann og Wagner hafa leitt viðleitni Rússa við að ná tökum á bænum um mánaða skeið en víglínunum þar hefur verið lýst sem „hakkavél“. 3. janúar 2023 15:13