Harðar ásakanir á víxl: Meint verkfallsbrot og Sólveig sögð áreita gesti Máni Snær Þorláksson skrifar 9. febrúar 2023 15:41 Sólveig Anna Jónsdóttir sakar Íslandshótel um verkfallsbrot en Íslandshótel saka Sólveigu um að áreita gesti. Vísir/Vilhelm Formaður Eflingar sakar lögmenn Samtaka atvinnulífsins um að hjálpa eigendum og yfirmönnum á Íslandshótelum við að stunda verkfallsbrot. Íslandshótel segja að um tilhæfulausar ásakanir sé að ræða og að gestir séu áreittir af forystufólki Eflingar. „Annan daginn í röð mæta lögmenn Samtaka atvinnulífsins til að liðsinna eigendum og yfirmönnum á hótelum við að stunda verkfallsbrot,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Með færslunni birtir Sólveig myndband sem hún segir sýna lögmennina hjálpa yfirmönnum hótelsins við að halda hótelinu í fullri starfsemi. Myndbandið sem um ræðir má sjá í spilaranum hér fyrir neðan: Klippa: Sólveig Anna um lögmenn SA „Svo mikilvægt finnst þeim að brjóta niður efnahagslega réttlætisbaráttu lægst launaðasta fólksins á íslenskum vinnumarkaði. Mikil er skömm þessarar hálaunamanna!“ segir Sólveig Anna. Segja Sólveigu hafa áreitt gesti Í tilkynningu frá Íslandshótelum segir þó að ásakanir Eflingar séu tilhæfulausar. Enn fremur segir að gestir hafi verið áreittir af forystufólki stéttarfélagsins. Fullyrt er að Sólveig Anna hafi sjálf áreitt gesti sem voru við innskráningu á eitt hótel Íslandshótela. „Áreitni við gesti og ógnandi hegðun forystu Eflingar við starfsfólk hótelanna hefur mikil áhrif á það samstarf sem Íslandshótel vilja eiga við stéttarfélagið og verkfallsverði þess. Eins og fram hefur komið hefur forystufólk Eflingar viðhaft ógnandi hegðun gagnvart starfsfólki og yfirmönnum Íslandshótela, krafist þess að starfsfólk í öðrum stéttarfélögum leggi niður vinnu sína, áreitt gesti hótelanna og sakað Íslandshótel um verkfallsbrot, án þess að nokkuð slíkt hafi átt sér stað,“ segir í tilkynningunni. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Íslandshótel sendu fjölmiðlum af Sólveigu Önnu ræða við gesti hótelsins. Klippa: Myndband frá Íslandshótelum af verkfallsvörðum Þá segir að forystumenn Eflingar hafi lýst því yfir við starfsfólk og gesti að hótelin eigi ekki að vera starfandi vegna verkfallsins. „Slíkt er að sjálfsögðu ekki í samræmi við þá stöðu sem uppi er, þar sem einungis starfsfólk í Eflingu sem vinnur hjá Íslandshótelum er í verkfalli, en starfsfólk annarra stéttarfélaga er við vinnu sína,“ segir í tilkynningunni. „Faglært matreiðslufólk, þjónar, starfsfólk í gestamóttöku og stjórnendur eru þannig til að mynda ekki í verkfalli og halda áfram sýnum daglegu störfum.“ Segjast hafa tekið á móti Eflingu af gestrisni Í tilkynningunni kemur fram að verkfallið hafi þegar haft veruleg áhrif á starfsemi Íslandshótela sem hefur þurft að vísa mörgum gestum frá hótelinu. Draga hafi þurft verulega úr þjónustu við gesti hótelsins. Forsvarsmenn Íslandshótela segjast hafa lagt sig fram um að taka á móti verkfallsvörðum Eflingar af gestrisni, virða verkfallsrétt Eflingarfólks og gætt þess að engin verkfallsbrot séu framin. „Því miður hafa forystumenn Eflingar ítrekað slegið á útrétta sáttahönd Íslandshótela varðandi eftirliti með slíku.“ Að lokum segir að Samtök atvinnulífsins hafi ritað forystu Eflingar bréf þar sem brugðist er við fullyrðingum Eflingar um verkfallsbrot. Fullyrt er að fullyrðingar Eflingar séu ekki á rökum reistar. „Ef Efling getur ekki fylgt lögum og reglum og látið af áreiti og ógnandi hegðun við starfsfólk og gesti hótelanna, sjá forsvarsmenn Íslandshótela sér ekki annan kost en að taka fyrir aðgang verkfallsvarða Eflingar að hótelunum.“ Rangt að ekki megi ganga í störf Á vef Samtaka atvinnulífsins kemur fram að verkfallsboðunin nái til félagsfólks Eflingar á sjö tilgreindum hótelum Íslandshótela ehf. og Fosshótels Reykjavíkur ehf. og sem starfar eftir kjarasamningi Eflingar við Samtök atvinnulífsins um vinnu í veitinga- og gistihúsum. „Verkfallsboðunin nær ekki til starfsfólks sem starfar eftir öðrum kjarasamningum SA við Eflingu eða önnur stéttarfélög. Hjá Íslandshótelum eru í starfi t.d.faglærðir matreiðslumenn og þjónar, starfsfólk í gestamóttöku og stjórnendur sem starfa allir eftir öðrum kjarasamningum.“ Búið sé að ganga frá kjarasamningum vegna umrædds starfsfólks sem haldi áfram sínum daglegu störfum eins og aðrir launamenn á vinnumarkaði sem verkfallið nái ekki til. „Efling heldur því fram að enginn geti gengið í störf verkfallsmanna. Sú fullyrðing er röng en eigendur, fjölskyldumeðlimir og stjórnendur geta m.a. gengið í störf Eflingarfólks í verkfalli,“ segir í tilkynningu SA. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Sjá meira
„Annan daginn í röð mæta lögmenn Samtaka atvinnulífsins til að liðsinna eigendum og yfirmönnum á hótelum við að stunda verkfallsbrot,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Með færslunni birtir Sólveig myndband sem hún segir sýna lögmennina hjálpa yfirmönnum hótelsins við að halda hótelinu í fullri starfsemi. Myndbandið sem um ræðir má sjá í spilaranum hér fyrir neðan: Klippa: Sólveig Anna um lögmenn SA „Svo mikilvægt finnst þeim að brjóta niður efnahagslega réttlætisbaráttu lægst launaðasta fólksins á íslenskum vinnumarkaði. Mikil er skömm þessarar hálaunamanna!“ segir Sólveig Anna. Segja Sólveigu hafa áreitt gesti Í tilkynningu frá Íslandshótelum segir þó að ásakanir Eflingar séu tilhæfulausar. Enn fremur segir að gestir hafi verið áreittir af forystufólki stéttarfélagsins. Fullyrt er að Sólveig Anna hafi sjálf áreitt gesti sem voru við innskráningu á eitt hótel Íslandshótela. „Áreitni við gesti og ógnandi hegðun forystu Eflingar við starfsfólk hótelanna hefur mikil áhrif á það samstarf sem Íslandshótel vilja eiga við stéttarfélagið og verkfallsverði þess. Eins og fram hefur komið hefur forystufólk Eflingar viðhaft ógnandi hegðun gagnvart starfsfólki og yfirmönnum Íslandshótela, krafist þess að starfsfólk í öðrum stéttarfélögum leggi niður vinnu sína, áreitt gesti hótelanna og sakað Íslandshótel um verkfallsbrot, án þess að nokkuð slíkt hafi átt sér stað,“ segir í tilkynningunni. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Íslandshótel sendu fjölmiðlum af Sólveigu Önnu ræða við gesti hótelsins. Klippa: Myndband frá Íslandshótelum af verkfallsvörðum Þá segir að forystumenn Eflingar hafi lýst því yfir við starfsfólk og gesti að hótelin eigi ekki að vera starfandi vegna verkfallsins. „Slíkt er að sjálfsögðu ekki í samræmi við þá stöðu sem uppi er, þar sem einungis starfsfólk í Eflingu sem vinnur hjá Íslandshótelum er í verkfalli, en starfsfólk annarra stéttarfélaga er við vinnu sína,“ segir í tilkynningunni. „Faglært matreiðslufólk, þjónar, starfsfólk í gestamóttöku og stjórnendur eru þannig til að mynda ekki í verkfalli og halda áfram sýnum daglegu störfum.“ Segjast hafa tekið á móti Eflingu af gestrisni Í tilkynningunni kemur fram að verkfallið hafi þegar haft veruleg áhrif á starfsemi Íslandshótela sem hefur þurft að vísa mörgum gestum frá hótelinu. Draga hafi þurft verulega úr þjónustu við gesti hótelsins. Forsvarsmenn Íslandshótela segjast hafa lagt sig fram um að taka á móti verkfallsvörðum Eflingar af gestrisni, virða verkfallsrétt Eflingarfólks og gætt þess að engin verkfallsbrot séu framin. „Því miður hafa forystumenn Eflingar ítrekað slegið á útrétta sáttahönd Íslandshótela varðandi eftirliti með slíku.“ Að lokum segir að Samtök atvinnulífsins hafi ritað forystu Eflingar bréf þar sem brugðist er við fullyrðingum Eflingar um verkfallsbrot. Fullyrt er að fullyrðingar Eflingar séu ekki á rökum reistar. „Ef Efling getur ekki fylgt lögum og reglum og látið af áreiti og ógnandi hegðun við starfsfólk og gesti hótelanna, sjá forsvarsmenn Íslandshótela sér ekki annan kost en að taka fyrir aðgang verkfallsvarða Eflingar að hótelunum.“ Rangt að ekki megi ganga í störf Á vef Samtaka atvinnulífsins kemur fram að verkfallsboðunin nái til félagsfólks Eflingar á sjö tilgreindum hótelum Íslandshótela ehf. og Fosshótels Reykjavíkur ehf. og sem starfar eftir kjarasamningi Eflingar við Samtök atvinnulífsins um vinnu í veitinga- og gistihúsum. „Verkfallsboðunin nær ekki til starfsfólks sem starfar eftir öðrum kjarasamningum SA við Eflingu eða önnur stéttarfélög. Hjá Íslandshótelum eru í starfi t.d.faglærðir matreiðslumenn og þjónar, starfsfólk í gestamóttöku og stjórnendur sem starfa allir eftir öðrum kjarasamningum.“ Búið sé að ganga frá kjarasamningum vegna umrædds starfsfólks sem haldi áfram sínum daglegu störfum eins og aðrir launamenn á vinnumarkaði sem verkfallið nái ekki til. „Efling heldur því fram að enginn geti gengið í störf verkfallsmanna. Sú fullyrðing er röng en eigendur, fjölskyldumeðlimir og stjórnendur geta m.a. gengið í störf Eflingarfólks í verkfalli,“ segir í tilkynningu SA.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Sjá meira