Harðar ásakanir á víxl: Meint verkfallsbrot og Sólveig sögð áreita gesti Máni Snær Þorláksson skrifar 9. febrúar 2023 15:41 Sólveig Anna Jónsdóttir sakar Íslandshótel um verkfallsbrot en Íslandshótel saka Sólveigu um að áreita gesti. Vísir/Vilhelm Formaður Eflingar sakar lögmenn Samtaka atvinnulífsins um að hjálpa eigendum og yfirmönnum á Íslandshótelum við að stunda verkfallsbrot. Íslandshótel segja að um tilhæfulausar ásakanir sé að ræða og að gestir séu áreittir af forystufólki Eflingar. „Annan daginn í röð mæta lögmenn Samtaka atvinnulífsins til að liðsinna eigendum og yfirmönnum á hótelum við að stunda verkfallsbrot,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Með færslunni birtir Sólveig myndband sem hún segir sýna lögmennina hjálpa yfirmönnum hótelsins við að halda hótelinu í fullri starfsemi. Myndbandið sem um ræðir má sjá í spilaranum hér fyrir neðan: Klippa: Sólveig Anna um lögmenn SA „Svo mikilvægt finnst þeim að brjóta niður efnahagslega réttlætisbaráttu lægst launaðasta fólksins á íslenskum vinnumarkaði. Mikil er skömm þessarar hálaunamanna!“ segir Sólveig Anna. Segja Sólveigu hafa áreitt gesti Í tilkynningu frá Íslandshótelum segir þó að ásakanir Eflingar séu tilhæfulausar. Enn fremur segir að gestir hafi verið áreittir af forystufólki stéttarfélagsins. Fullyrt er að Sólveig Anna hafi sjálf áreitt gesti sem voru við innskráningu á eitt hótel Íslandshótela. „Áreitni við gesti og ógnandi hegðun forystu Eflingar við starfsfólk hótelanna hefur mikil áhrif á það samstarf sem Íslandshótel vilja eiga við stéttarfélagið og verkfallsverði þess. Eins og fram hefur komið hefur forystufólk Eflingar viðhaft ógnandi hegðun gagnvart starfsfólki og yfirmönnum Íslandshótela, krafist þess að starfsfólk í öðrum stéttarfélögum leggi niður vinnu sína, áreitt gesti hótelanna og sakað Íslandshótel um verkfallsbrot, án þess að nokkuð slíkt hafi átt sér stað,“ segir í tilkynningunni. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Íslandshótel sendu fjölmiðlum af Sólveigu Önnu ræða við gesti hótelsins. Klippa: Myndband frá Íslandshótelum af verkfallsvörðum Þá segir að forystumenn Eflingar hafi lýst því yfir við starfsfólk og gesti að hótelin eigi ekki að vera starfandi vegna verkfallsins. „Slíkt er að sjálfsögðu ekki í samræmi við þá stöðu sem uppi er, þar sem einungis starfsfólk í Eflingu sem vinnur hjá Íslandshótelum er í verkfalli, en starfsfólk annarra stéttarfélaga er við vinnu sína,“ segir í tilkynningunni. „Faglært matreiðslufólk, þjónar, starfsfólk í gestamóttöku og stjórnendur eru þannig til að mynda ekki í verkfalli og halda áfram sýnum daglegu störfum.“ Segjast hafa tekið á móti Eflingu af gestrisni Í tilkynningunni kemur fram að verkfallið hafi þegar haft veruleg áhrif á starfsemi Íslandshótela sem hefur þurft að vísa mörgum gestum frá hótelinu. Draga hafi þurft verulega úr þjónustu við gesti hótelsins. Forsvarsmenn Íslandshótela segjast hafa lagt sig fram um að taka á móti verkfallsvörðum Eflingar af gestrisni, virða verkfallsrétt Eflingarfólks og gætt þess að engin verkfallsbrot séu framin. „Því miður hafa forystumenn Eflingar ítrekað slegið á útrétta sáttahönd Íslandshótela varðandi eftirliti með slíku.“ Að lokum segir að Samtök atvinnulífsins hafi ritað forystu Eflingar bréf þar sem brugðist er við fullyrðingum Eflingar um verkfallsbrot. Fullyrt er að fullyrðingar Eflingar séu ekki á rökum reistar. „Ef Efling getur ekki fylgt lögum og reglum og látið af áreiti og ógnandi hegðun við starfsfólk og gesti hótelanna, sjá forsvarsmenn Íslandshótela sér ekki annan kost en að taka fyrir aðgang verkfallsvarða Eflingar að hótelunum.“ Rangt að ekki megi ganga í störf Á vef Samtaka atvinnulífsins kemur fram að verkfallsboðunin nái til félagsfólks Eflingar á sjö tilgreindum hótelum Íslandshótela ehf. og Fosshótels Reykjavíkur ehf. og sem starfar eftir kjarasamningi Eflingar við Samtök atvinnulífsins um vinnu í veitinga- og gistihúsum. „Verkfallsboðunin nær ekki til starfsfólks sem starfar eftir öðrum kjarasamningum SA við Eflingu eða önnur stéttarfélög. Hjá Íslandshótelum eru í starfi t.d.faglærðir matreiðslumenn og þjónar, starfsfólk í gestamóttöku og stjórnendur sem starfa allir eftir öðrum kjarasamningum.“ Búið sé að ganga frá kjarasamningum vegna umrædds starfsfólks sem haldi áfram sínum daglegu störfum eins og aðrir launamenn á vinnumarkaði sem verkfallið nái ekki til. „Efling heldur því fram að enginn geti gengið í störf verkfallsmanna. Sú fullyrðing er röng en eigendur, fjölskyldumeðlimir og stjórnendur geta m.a. gengið í störf Eflingarfólks í verkfalli,“ segir í tilkynningu SA. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
„Annan daginn í röð mæta lögmenn Samtaka atvinnulífsins til að liðsinna eigendum og yfirmönnum á hótelum við að stunda verkfallsbrot,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Með færslunni birtir Sólveig myndband sem hún segir sýna lögmennina hjálpa yfirmönnum hótelsins við að halda hótelinu í fullri starfsemi. Myndbandið sem um ræðir má sjá í spilaranum hér fyrir neðan: Klippa: Sólveig Anna um lögmenn SA „Svo mikilvægt finnst þeim að brjóta niður efnahagslega réttlætisbaráttu lægst launaðasta fólksins á íslenskum vinnumarkaði. Mikil er skömm þessarar hálaunamanna!“ segir Sólveig Anna. Segja Sólveigu hafa áreitt gesti Í tilkynningu frá Íslandshótelum segir þó að ásakanir Eflingar séu tilhæfulausar. Enn fremur segir að gestir hafi verið áreittir af forystufólki stéttarfélagsins. Fullyrt er að Sólveig Anna hafi sjálf áreitt gesti sem voru við innskráningu á eitt hótel Íslandshótela. „Áreitni við gesti og ógnandi hegðun forystu Eflingar við starfsfólk hótelanna hefur mikil áhrif á það samstarf sem Íslandshótel vilja eiga við stéttarfélagið og verkfallsverði þess. Eins og fram hefur komið hefur forystufólk Eflingar viðhaft ógnandi hegðun gagnvart starfsfólki og yfirmönnum Íslandshótela, krafist þess að starfsfólk í öðrum stéttarfélögum leggi niður vinnu sína, áreitt gesti hótelanna og sakað Íslandshótel um verkfallsbrot, án þess að nokkuð slíkt hafi átt sér stað,“ segir í tilkynningunni. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Íslandshótel sendu fjölmiðlum af Sólveigu Önnu ræða við gesti hótelsins. Klippa: Myndband frá Íslandshótelum af verkfallsvörðum Þá segir að forystumenn Eflingar hafi lýst því yfir við starfsfólk og gesti að hótelin eigi ekki að vera starfandi vegna verkfallsins. „Slíkt er að sjálfsögðu ekki í samræmi við þá stöðu sem uppi er, þar sem einungis starfsfólk í Eflingu sem vinnur hjá Íslandshótelum er í verkfalli, en starfsfólk annarra stéttarfélaga er við vinnu sína,“ segir í tilkynningunni. „Faglært matreiðslufólk, þjónar, starfsfólk í gestamóttöku og stjórnendur eru þannig til að mynda ekki í verkfalli og halda áfram sýnum daglegu störfum.“ Segjast hafa tekið á móti Eflingu af gestrisni Í tilkynningunni kemur fram að verkfallið hafi þegar haft veruleg áhrif á starfsemi Íslandshótela sem hefur þurft að vísa mörgum gestum frá hótelinu. Draga hafi þurft verulega úr þjónustu við gesti hótelsins. Forsvarsmenn Íslandshótela segjast hafa lagt sig fram um að taka á móti verkfallsvörðum Eflingar af gestrisni, virða verkfallsrétt Eflingarfólks og gætt þess að engin verkfallsbrot séu framin. „Því miður hafa forystumenn Eflingar ítrekað slegið á útrétta sáttahönd Íslandshótela varðandi eftirliti með slíku.“ Að lokum segir að Samtök atvinnulífsins hafi ritað forystu Eflingar bréf þar sem brugðist er við fullyrðingum Eflingar um verkfallsbrot. Fullyrt er að fullyrðingar Eflingar séu ekki á rökum reistar. „Ef Efling getur ekki fylgt lögum og reglum og látið af áreiti og ógnandi hegðun við starfsfólk og gesti hótelanna, sjá forsvarsmenn Íslandshótela sér ekki annan kost en að taka fyrir aðgang verkfallsvarða Eflingar að hótelunum.“ Rangt að ekki megi ganga í störf Á vef Samtaka atvinnulífsins kemur fram að verkfallsboðunin nái til félagsfólks Eflingar á sjö tilgreindum hótelum Íslandshótela ehf. og Fosshótels Reykjavíkur ehf. og sem starfar eftir kjarasamningi Eflingar við Samtök atvinnulífsins um vinnu í veitinga- og gistihúsum. „Verkfallsboðunin nær ekki til starfsfólks sem starfar eftir öðrum kjarasamningum SA við Eflingu eða önnur stéttarfélög. Hjá Íslandshótelum eru í starfi t.d.faglærðir matreiðslumenn og þjónar, starfsfólk í gestamóttöku og stjórnendur sem starfa allir eftir öðrum kjarasamningum.“ Búið sé að ganga frá kjarasamningum vegna umrædds starfsfólks sem haldi áfram sínum daglegu störfum eins og aðrir launamenn á vinnumarkaði sem verkfallið nái ekki til. „Efling heldur því fram að enginn geti gengið í störf verkfallsmanna. Sú fullyrðing er röng en eigendur, fjölskyldumeðlimir og stjórnendur geta m.a. gengið í störf Eflingarfólks í verkfalli,“ segir í tilkynningu SA.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira