Innlent

Mikill viðbúnaður í íbúagötu á Sauðárkróki

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Sérsveit lögreglunnar á höfuðborgarsvæði er sögð á leið sinni norður. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Sérsveit lögreglunnar á höfuðborgarsvæði er sögð á leið sinni norður. Myndin tengist fréttinni ekki beint. vísir/vilhelm

Nokkrir lögreglubílar eru staddir í íbúagötu á Sauðárkróki vegna vopnaðs manns. Sérsveit ríkislögeglustjóra hefur verið send frá Akureyri til aðstoðar en ekkert aðhafst neitt. 

Gunnar Hörður Garðarsson samskiptastjóri ríkislögreglustjóra staðfestir í samtali við fréttastofu að sérsveitin hafi verið send á staðinn en gat ekki veitt frekari upplýsingar að svo stöddu. Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra, vildi lítið sem ekkert sig um málið að svo stöddu. 

Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Í frétt Rúv er haft eftir sjónarvottum sem segja að um einhvers konar umsátur sé að ræða vegna vopnaðs manns sem sé innanhúss þar í götunni. Birgir Jónasson segir hins vegar að umsátur sé ekki rétta orðið yfir aðgerðir lögreglu sem standi þar yfir. 

Uppfært kl. 22:00: 

Aðgerðum lögreglu er nú lokið án handtöku. Ekki er grunur um ætlaða refsiverða háttsemi. 

Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×