Pútín hafi ákveðið að senda eldflaugina sem notuð var gegn MH17 Samúel Karl Ólason skrifar 8. febrúar 2023 19:15 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Vladimir Smirnov Alþjóðlegt teymi rannsakenda segist hafa fundið sterkar vísbendingar um að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefði persónulega heimilað sendingu loftvarnarkerfis til aðskilnaðarsinna í Úkraínu sem notað var árið 2014 til að skjóta niður farþegaþotu frá Malasíu. Ólíklegt sé þó að hægt verði að sækja hann til saka. Farþegaþota Flugfélags Malasíu sem verið var að fljúga frá Hollandi til Malasíu var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014. 298 manns létust en rannsakendur komust að þeirri niðurstöðu að flugvélin hefði verið skotin niður af úkraínskum aðskilnaðarsinnum studdum af Rússlandi. Þeir hafi notast við BUK-loftvarnakerfi sem þeir hafi fengið frá Rússlandi. Sjá einnig: Röktu slóð Buk-kerfisins til Rússlands Yfirvöld í Rússlandi hafa ávallt neitað að starfa með rannsakendunum og segja Rússa ekki hafa komið að ódæðinu á nokkurn hátt. Rannsóknarteymið sem myndað var eftir að flugvélin var skotin niður segir yfirvöld í Rússlandi hafa nokkrum sinnum sent fölsuð gögn til rannsakenda. Í lok síðasta árs voru þrír menn sakfelldir af dómstól í Hollandi vegna atviksins en ólíklegt er að þeir muni nokkurn tíma sitja inni. Flestir farþegar í flugvélinni voru frá Hollandi. Rannsakendurnir luku rúmlega átta ára rannsókn þeirra í dag. Andy Kraag, frá lögreglunni í Hollandi, sagði á blaðamannafundi í dag að ættingjar þeirra sem dóu væru vonsviknir með að ekki hefði tekist að svara því af hverju flugvélin hefði verið skotin niður. Fyrir lægi hvað hefði gerst en ekki af hverju. Kraag sagði mögulegt að finna svarið við þeirri spurningu í Rússlandi en án samstarfs frá Rússum væri það ekki hægt. Því væri ekki tilefni til að halda rannsókninni áfram. Komust lengra en talið var hægt Í frétt AP fréttaveitunnar er haft eftir Kraag að meðlimir teymisins séu þó ekki vonsviknir með það hvernig rannsóknin gekk. Hún hafi gengið mun betur en vonast var í upphafi, þó þau vildu auðvitað hafa komist lengra. Leiðum sem fólk hefur notað til að koma ábendingum til teymisins verður haldið opnum áfram og líti nýjar upplýsingar dagsins ljós yrði hægt að kalla teymið saman á nýjan leik til að halda rannsókninni áfram. Yfirvöld í Hollandi og Úkraínu hafa höfðað mál gegn Rússlandi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna MH17. Saksóknarar við Alþjóðaglæpadómstólinn eru einnig að rannsaka meinta stríðsglæpi í Úkraínu. Áhugasamir geta horft á blaðamannafundinn frá því í dag í spilaranum hér að neðan. Rússland Holland Úkraína Malasía MH17 Vladimír Pútín Tengdar fréttir Lögmönnum fjölskyldna þeirra sem fórust með MH17 ógnað Lögfræðingar fjölskyldna fólks sem dó þegar flugvélin MH17 var skotin niður yfir Úkraínu hafa orðið fyrir ógnunum. Yfirvöld Hollands telja rússneska útsendarar á bakvið þær en réttarhöld standa nú yfir í Hollandi gegn mönnum frá Rússlandi og Úkraínu sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á ódæðinu. 29. október 2021 11:05 MH17: Ferðast alltaf með bakpokann sem fylgdi syninum í hans hinstu för Faðir fórnarlambs sem lést þegar MH17, farþegaflugvél Malaysian Airlines, var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 ferðast alltaf með bakpokann sem fylgdi syni hans í sinni hinstu för. Bakpokinn fannst nánast óskemmdur í braki vélarinnar. 10. september 2021 23:31 Holland stefnir Rússlandi vegna hraps MH17 Hollensk yfirvöld hyggjast stefna Rússlandi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna aðildar Rússa að hrapi vélar Malaysia Airlines MH17 yfir Úkraínu árið 2014. 10. júlí 2020 17:57 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Sjá meira
Farþegaþota Flugfélags Malasíu sem verið var að fljúga frá Hollandi til Malasíu var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014. 298 manns létust en rannsakendur komust að þeirri niðurstöðu að flugvélin hefði verið skotin niður af úkraínskum aðskilnaðarsinnum studdum af Rússlandi. Þeir hafi notast við BUK-loftvarnakerfi sem þeir hafi fengið frá Rússlandi. Sjá einnig: Röktu slóð Buk-kerfisins til Rússlands Yfirvöld í Rússlandi hafa ávallt neitað að starfa með rannsakendunum og segja Rússa ekki hafa komið að ódæðinu á nokkurn hátt. Rannsóknarteymið sem myndað var eftir að flugvélin var skotin niður segir yfirvöld í Rússlandi hafa nokkrum sinnum sent fölsuð gögn til rannsakenda. Í lok síðasta árs voru þrír menn sakfelldir af dómstól í Hollandi vegna atviksins en ólíklegt er að þeir muni nokkurn tíma sitja inni. Flestir farþegar í flugvélinni voru frá Hollandi. Rannsakendurnir luku rúmlega átta ára rannsókn þeirra í dag. Andy Kraag, frá lögreglunni í Hollandi, sagði á blaðamannafundi í dag að ættingjar þeirra sem dóu væru vonsviknir með að ekki hefði tekist að svara því af hverju flugvélin hefði verið skotin niður. Fyrir lægi hvað hefði gerst en ekki af hverju. Kraag sagði mögulegt að finna svarið við þeirri spurningu í Rússlandi en án samstarfs frá Rússum væri það ekki hægt. Því væri ekki tilefni til að halda rannsókninni áfram. Komust lengra en talið var hægt Í frétt AP fréttaveitunnar er haft eftir Kraag að meðlimir teymisins séu þó ekki vonsviknir með það hvernig rannsóknin gekk. Hún hafi gengið mun betur en vonast var í upphafi, þó þau vildu auðvitað hafa komist lengra. Leiðum sem fólk hefur notað til að koma ábendingum til teymisins verður haldið opnum áfram og líti nýjar upplýsingar dagsins ljós yrði hægt að kalla teymið saman á nýjan leik til að halda rannsókninni áfram. Yfirvöld í Hollandi og Úkraínu hafa höfðað mál gegn Rússlandi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna MH17. Saksóknarar við Alþjóðaglæpadómstólinn eru einnig að rannsaka meinta stríðsglæpi í Úkraínu. Áhugasamir geta horft á blaðamannafundinn frá því í dag í spilaranum hér að neðan.
Rússland Holland Úkraína Malasía MH17 Vladimír Pútín Tengdar fréttir Lögmönnum fjölskyldna þeirra sem fórust með MH17 ógnað Lögfræðingar fjölskyldna fólks sem dó þegar flugvélin MH17 var skotin niður yfir Úkraínu hafa orðið fyrir ógnunum. Yfirvöld Hollands telja rússneska útsendarar á bakvið þær en réttarhöld standa nú yfir í Hollandi gegn mönnum frá Rússlandi og Úkraínu sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á ódæðinu. 29. október 2021 11:05 MH17: Ferðast alltaf með bakpokann sem fylgdi syninum í hans hinstu för Faðir fórnarlambs sem lést þegar MH17, farþegaflugvél Malaysian Airlines, var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 ferðast alltaf með bakpokann sem fylgdi syni hans í sinni hinstu för. Bakpokinn fannst nánast óskemmdur í braki vélarinnar. 10. september 2021 23:31 Holland stefnir Rússlandi vegna hraps MH17 Hollensk yfirvöld hyggjast stefna Rússlandi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna aðildar Rússa að hrapi vélar Malaysia Airlines MH17 yfir Úkraínu árið 2014. 10. júlí 2020 17:57 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Sjá meira
Lögmönnum fjölskyldna þeirra sem fórust með MH17 ógnað Lögfræðingar fjölskyldna fólks sem dó þegar flugvélin MH17 var skotin niður yfir Úkraínu hafa orðið fyrir ógnunum. Yfirvöld Hollands telja rússneska útsendarar á bakvið þær en réttarhöld standa nú yfir í Hollandi gegn mönnum frá Rússlandi og Úkraínu sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á ódæðinu. 29. október 2021 11:05
MH17: Ferðast alltaf með bakpokann sem fylgdi syninum í hans hinstu för Faðir fórnarlambs sem lést þegar MH17, farþegaflugvél Malaysian Airlines, var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 ferðast alltaf með bakpokann sem fylgdi syni hans í sinni hinstu för. Bakpokinn fannst nánast óskemmdur í braki vélarinnar. 10. september 2021 23:31
Holland stefnir Rússlandi vegna hraps MH17 Hollensk yfirvöld hyggjast stefna Rússlandi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna aðildar Rússa að hrapi vélar Malaysia Airlines MH17 yfir Úkraínu árið 2014. 10. júlí 2020 17:57