Viðskipti innlent

Þóra Arnórs­dóttir til Lands­virkjunar

Bjarki Sigurðsson skrifar
Þóra Arnórsdóttir er nýr forstöðumaður samskipta og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun.
Þóra Arnórsdóttir er nýr forstöðumaður samskipta og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun.

Þóra Arnórsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður samskipta og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun. Þóra hætti störfum hjá RÚV fyrr í vikunni eftir 25 ára starf í fjölmiðlum.

Þóra hefur unnið bæði í útvarpi og sjónvarpi, hjá Stöð 2 og RÚV, en síðustu ár hefur hún starfað sem ritstjóri fréttaskýringaþáttarins Kveiks. 

Þóra er með B.A.-gráðu í heimspeki frá HÍ og háskólanum í Genóa og M.A.-gráðu í alþjóðastjórnmálum og þróunarhagfræði frá Johns Hopkins SAIS, Bologna og Washington DC. 

Í gær var greint frá því að Þóra hafi hætt störfum hjá RÚV en Ingólfur Bjarni Sigfússon tók við sem ritstjóri Kveiks. Í samtali við fréttastofu sagðist hún reikna með því að það tæki hana nokkra daga að ganga frá í Efstaleiti. 

„Ég er búin að vera í 25 ára í útvarpi, sjónvarpi, gert heimildaþætti, fréttaskýringaþætti, kosningaþætti og skemmtiþætti. Ég hef tekið á móti fleiri Eddum en flestir sjónvarpsmenn. Ég get alveg verið sátt við þennan aldarfjórðung,“ sagði Þóra.


Tengdar fréttir

Þóra Arnórs­dóttir hættir hjá RÚV

Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri fréttaskýringaþáttarins Kveiks hjá Ríkisútvarpinu, hefur sagt upp störfum hjá Ríkisutvarpinu. Hún segist skilja sátt eftir 25 ára starf í fjölmiðlum og ætlar í annan bransa sem þó er leyndarmál fyrst um sinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×