Atvinnulíf

Gott fólk: Allt önnur lögmál og jafnvel harðari í pólitík miðað við annars staðar

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Í nýjasta hlaðvarpsþættinum Gott fólk með Guðrúnu Högna er rætt við Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra Alþingis, sem meðal annars rifjar upp þann tíma þegar hún var ráðherra og hversu mikið hefur breyst í orkugeiranum frá því að hún fyrst starfaði þar.
Í nýjasta hlaðvarpsþættinum Gott fólk með Guðrúnu Högna er rætt við Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra Alþingis, sem meðal annars rifjar upp þann tíma þegar hún var ráðherra og hversu mikið hefur breyst í orkugeiranum frá því að hún fyrst starfaði þar. Vísir/Vilhelm

Gott fólk með Guðrúnu Högna eru nýir hlaðvarpsþættir í umsjón Guðrúnar Högnadóttur framkvæmdastjóra Franklin Covey.

Í þættinum ræðir Guðrún við reynslumikla stjórnendur um starfsframa þeirra og feril. Í lýsingu á þættinum segir að þættirnir séu „Stutt spjall við leiðtoga víða að sem varpar ljósi á öfluga stjórnun, vaxandi vinnustaði, bestu ráð, góðar sögur, sæta sigra, súrar áskoranir, hagnýtar lexíur og lífsins speki.“

Í þessum þætti er rætt við Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra Alþingis sem lýsir starfinu og starfsumhverfinu sínu í því starfi. Ragna starfaði sem fagráðherra utan þings 1.febrúar 2009 til 2.september árið 2010. Frá árinu 2010 starfaði Ragna hjá Landsvirkjun, þar af sem aðstoðarforstjóri 2012-2019 þegar hún var skipuð skrifstofustjóri Alþingis. Ragna er lögfræðingur að mennt.

„Þegar að það er hægt að ganga inn af hógværð og hlustun þá geri ég það, en þegar að ég tók við sem ráðherra var enginn tími til þess, þá var bara að stökkva út í djúpu laugina,“ segir Ragna aðspurð um það hvernig hún tekst á við nýtt starf eða hlutverk hverju sinni.

Ragna segir önnur mál gilda í pólitík en víðast hvar annars staðar, þar séu lögmálin jafnvel harðari. Þá segir hún margt hafa breyst í orkugeiranum frá því að hún kynntust þeim geira fyrst. Í upphafi hafi karlmenn verið dóminerandi í öllum störfum.

Þáttinn má hlusta á hér.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×