„Gat ekki staðið í lappirnar og var mjög hrædd“ Sindri Sverrisson skrifar 6. febrúar 2023 10:34 Birkir Bjarnason og Sophie Gordon kærasta hans búa saman í Adana þar sem mikil eyðilegging varð af völdum jarðskjálftans í nótt. Tala látinna og slasaðra heldur áfram að hækka. @gordonsophie/Getty „Þetta er skelfilegt,“ segir Birkir Bjarnason, leikjahæsti landsliðsmaður Íslands í fótbolta, sem býr ásamt kærustu sinni í Tyrklandi þar sem risastór jarðskjálfti reið yfir í nótt og hefur orðið fjölda fólks að bana. Birkir býr ásamt kærustu sinni, Sophie Gordon, í Adana sem er rétt um 200 kílómetrum frá upptökum skjálftans sem var að stærð 7,8. Til samanburðar er talið að stærsti jarðskjálfti á Íslandi hafi verið 7,1 að stærð. Hundruð hafa látist og þúsundir slasast vegna skjálftans en Birkir og liðsfélagar hans í Adana Demirspor voru staðsettir í Istanbúl í nótt vegna leiks sem þeir áttu að spila í dag, sem nú hefur verið frestað líkt og öðrum íþróttaviðburðum í Tyrklandi. Bíða leikmenn þess nú að komast heim til fjölskyldu og vina. Skelkaður þegar hann vaknaði og sá skilaboðin „Við erum í Istanbúl og fundum ekkert hér en Sophie kærastan mín er í Adana og vaknaði við skjálftann. Upptökin eru mjög nálægt og hún gat ekki staðið í lappirnar og var mjög hrædd þegar skjálftinn reið yfir,“ segir Birkir í samtali við Vísi. „Ég vaknaði ekki þegar hún hringdi en vaknaði svo klukkutíma seinna, klukkan fimm, og sá að hún hafði hringt og sent mér SMS. Ég varð því auðvitað frekar stressaður þangað til ég náði í hana. Hún var mjög hrædd enda var skjálftinn upp á 7,8 sem er alveg svakalegt,“ segir Birkir. Birkir lét ættingja og vini vita af því á Facebook að hann væri óhultur eftir jarðskjálftann mikla. Byggingar í Adana hafa hrunið til grunna vegna skjálftans eins og sjá má á myndskeiðinu hér að neðan. Compilation of several videos from Adana #Deprem #Turkey pic.twitter.com/VaLInhKeXH— Aleph (@no_itsmyturn) February 6, 2023 Birkir og liðsfélagar hans fljúga í dag heim til Adana til að hitta sitt fólk. „Það voru allir vakandi í nótt,“ segir Birkir sem kveðst ekki vita til þess að neinn í liðinu hafi misst einhvern nákominn en hafði heyrt að skyldmenni einhverra úr starfsliði liðsins hefðu mögulega slasast. „En þetta er svo nýskeð að maður veit ekki mikið um þetta. Hugur manns er að sjálfsögðu hjá þeim sem hafa lent í þessum skjálfta, og eiga fjölskyldu eða vini sem er verið að leita að. Maður vonar bara að þetta sé minna en maður heldur en mér skilst að þetta sé sterkasti skjálfti sem mælst hefur hérna,“ segir Birkir. Tyrkland Eldgos og jarðhræringar Tyrkneski boltinn Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tengdar fréttir Að minnsta kosti 640 látnir eftir skjálftann í Tyrklandi og Sýrlandi Að minnsta kosti 640 eru látnir eftir að 7,8 stiga skjálfti reið yfir suðurhluta Tyrklands og norðurhluta Sýrlands snemma í morgun. Gert er ráð fyrir að raunverulegur fjöldi látinna sé mun meiri og hundruð manns sögð föst undir rústum bygginga. 6. febrúar 2023 09:22 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Sjá meira
Birkir býr ásamt kærustu sinni, Sophie Gordon, í Adana sem er rétt um 200 kílómetrum frá upptökum skjálftans sem var að stærð 7,8. Til samanburðar er talið að stærsti jarðskjálfti á Íslandi hafi verið 7,1 að stærð. Hundruð hafa látist og þúsundir slasast vegna skjálftans en Birkir og liðsfélagar hans í Adana Demirspor voru staðsettir í Istanbúl í nótt vegna leiks sem þeir áttu að spila í dag, sem nú hefur verið frestað líkt og öðrum íþróttaviðburðum í Tyrklandi. Bíða leikmenn þess nú að komast heim til fjölskyldu og vina. Skelkaður þegar hann vaknaði og sá skilaboðin „Við erum í Istanbúl og fundum ekkert hér en Sophie kærastan mín er í Adana og vaknaði við skjálftann. Upptökin eru mjög nálægt og hún gat ekki staðið í lappirnar og var mjög hrædd þegar skjálftinn reið yfir,“ segir Birkir í samtali við Vísi. „Ég vaknaði ekki þegar hún hringdi en vaknaði svo klukkutíma seinna, klukkan fimm, og sá að hún hafði hringt og sent mér SMS. Ég varð því auðvitað frekar stressaður þangað til ég náði í hana. Hún var mjög hrædd enda var skjálftinn upp á 7,8 sem er alveg svakalegt,“ segir Birkir. Birkir lét ættingja og vini vita af því á Facebook að hann væri óhultur eftir jarðskjálftann mikla. Byggingar í Adana hafa hrunið til grunna vegna skjálftans eins og sjá má á myndskeiðinu hér að neðan. Compilation of several videos from Adana #Deprem #Turkey pic.twitter.com/VaLInhKeXH— Aleph (@no_itsmyturn) February 6, 2023 Birkir og liðsfélagar hans fljúga í dag heim til Adana til að hitta sitt fólk. „Það voru allir vakandi í nótt,“ segir Birkir sem kveðst ekki vita til þess að neinn í liðinu hafi misst einhvern nákominn en hafði heyrt að skyldmenni einhverra úr starfsliði liðsins hefðu mögulega slasast. „En þetta er svo nýskeð að maður veit ekki mikið um þetta. Hugur manns er að sjálfsögðu hjá þeim sem hafa lent í þessum skjálfta, og eiga fjölskyldu eða vini sem er verið að leita að. Maður vonar bara að þetta sé minna en maður heldur en mér skilst að þetta sé sterkasti skjálfti sem mælst hefur hérna,“ segir Birkir.
Tyrkland Eldgos og jarðhræringar Tyrkneski boltinn Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tengdar fréttir Að minnsta kosti 640 látnir eftir skjálftann í Tyrklandi og Sýrlandi Að minnsta kosti 640 eru látnir eftir að 7,8 stiga skjálfti reið yfir suðurhluta Tyrklands og norðurhluta Sýrlands snemma í morgun. Gert er ráð fyrir að raunverulegur fjöldi látinna sé mun meiri og hundruð manns sögð föst undir rústum bygginga. 6. febrúar 2023 09:22 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Sjá meira
Að minnsta kosti 640 látnir eftir skjálftann í Tyrklandi og Sýrlandi Að minnsta kosti 640 eru látnir eftir að 7,8 stiga skjálfti reið yfir suðurhluta Tyrklands og norðurhluta Sýrlands snemma í morgun. Gert er ráð fyrir að raunverulegur fjöldi látinna sé mun meiri og hundruð manns sögð föst undir rústum bygginga. 6. febrúar 2023 09:22