Greiða 67 þúsund á fermetra fyrir stækkun lóða við Sundlaugartún Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. febrúar 2023 09:47 Þessar girðingar verða fjarlægðar en á móti hafa eigendur þriggja fasteigna við Einimel gert samning um að lóðir þeirra stækki með tilgreindum hætti. Vísir/Vilhelm Eigendur Einimels 18, 24 og 26 greiða að meðaltali 67.897 krónur á fermetra til borgarinnar fyrir stækkun á lóðum þeirra við Sundlaugartún. Áætlað er að borgin fái samtals um sextán milljónir í sinn hlut í viðskiptunum. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í fylgiskjölum með fundargerð borgarráðs Reykjavíkurborgar frá því í gær. Þar var deiliskipulagstillaga sem gerir ráð fyrir að lóðir umræddra fasteigna stækki tekin fyrir, og samþykkt. Töluvert hefur verið fjallað um málið, sem snýst í stuttu máli um það á sínum tíma reistu eigendur húsa við Einimel 22 til 26 girðingu við lóðir sínar sem ganga að verulegu leyti inn á almannarými. Umhverfis- og skipulagsráð borgarinnar samþykkti í síðustu viku deiliskipulagstillögu sem kynnt var sem lausn á málinu. Hún fól í sér að eigendum einbýlishúsa við Einimel 18-26 var boðið að kaupa hluta af því svæði sem um ræðir og lóðirnar stækkaðar til samræmis við það. Eigendur Einimels 18, 24 og 26 gengu að tilboðinu. Tillagan felur einnig í sér að umræddar girðingar verða fjarlægðar. Það þýðir að lóðir húsanna við Einimel 18, 24 og 26 munu stækka. Lóðin við Einimel 18 fer úr 640 fermetrum í 687 fermetra. Lóðin við Einimel 24 fer úr 690 fermetrum í 769 fermetra og lóðin við Einimel 26 fer úr 689 fermetrum í 799 fermetra. Samtals stækka lóðirnar því um 236 fermetra. Borgarlandið minnkar til samræmis við það. Tveir óháðir fasteignasalar gerðu verðmat Borgarráð tók deiliskipulagstillöguna fyrir á fundi í gær. Þar var tillagan samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa meirihlutans gegn þremur atkvæðum fulltrúa minnihlutans. Einnig voru lagðir fram samningar við eigendur Einimels 18,24 og 26 þar sem fram kemur á hvaða verði viðskiptin fara fram. Brotna línan sýnir hvernig lóðirnar stækka. Þar segir að meðalverð á fermetra sé 67.897 kr sem fengið hafi verið með mati tveggja óháðra fasteignasala. Endanlegt kaupverð miðast þó við endanlega stækkun lóðar. Lóðin við Einimel 26 stækkar mest, eða um 110 fermetra. Þar er kostnaður við stækkunina metin á 68.313 krónur á fermetra, eða samtals 7,5 milljónir króna. Er það verðið sem eigendur Einimels greiða fyrir stækkunina. Málið hefur verið til umfjöllunar innan borgarkerfisinsVísir/Vilhelm Lóðin við Einimel 24 stækkar um 79 fermetra. Þar er kostnaður við stækkunina metin á 67.184 krónur á fermetra, eða samtals 5,3 milljónir króna. Lóðin við Einimel 18 stækkar um 47 fermetra. Þar er kostnaður við stækkunina metin á 68.192 krónur á fermetra, eða samtals um 3,2 milljónir króna. Samtals fær borgin því rétt rúmar sextán milljónur í sinn hlut fyrir borgarlandið. Allir samningarnir þrír eru gerðir með fyrirvara um að deiliskipulagstillagan verði endanlega samþykkt. Eftir samþykkt borgarráðs í gær bíður hún nú borgarstjórnar til endanlegrar samþykktar. Skipulag Nágrannadeilur Deilur um Sundlaugartún Reykjavík Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir „Það er það sem maður óttast“ Borgarland Reykjavíkurborgar minnkar um meira en 200 fermetra ef borgarráð samþykir nýtt deiliskipulag fyrir umdeilt tún við Vesturbæjarlaug. Borgarfulltrúi minnihlutans segir slæmt ef málið verður fordæmisgefandi. 27. janúar 2023 23:31 Borgarlandið umdeilda sem stækkar við að minnka Borgarland Reykjavíkurborgar mun minnka um 236 fermetra samþykki borgarráð nýtt deiluskipulag Sundlaugartúnsins í Vesturbæ borgarinnar. Engu að síður er ákvörðunin kynnt þannig að svokallað „opið borgarland“ muni með breytingunni stækka, þrátt fyrir að skipulag svæðisins hafi fyrir breytinguna gert ráð fyrir að um opið leiksvæði væri að ræða. 27. janúar 2023 11:18 Girðingarnar fjarlægðar en lóðir stækkaðar Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur samþykkt breytingu á deiliskipulagi Vesturbæjarlaugar við Sundlaugartúnið, sem felur í sér lausn á Sundlaugartúnsmálinu svokallaða. Tillagan nær fram að ganga samþykki borgarráð deiliskipulagið. 26. janúar 2023 09:10 Vandalismi vestur í bæ vegna ágreinings um lóðamörk Deilan um Sundlaugartúnið hefur harðnað en um helgina voru þrír bílar sem standa við hús að Einimel 22 til 26 í Vesturbæ Reykjavík rispaðir. 29. mars 2022 11:03 Segir af og frá að borgin hafi samþykkt landtöku hljóðalaust Formaður skipulags- og samgöngunefndar segir af og frá að Reykjavíkurborg hafi samþykkt „landtöku“ hljóðalaust. Þvert á móti. Vesturbæingar eigi að gleðjast yfir fyrirhuguðum breytingum á deiliskipulagi við Sundlaugartún og mikilvægt sé að sátt hafi náðst í málinu. 2. mars 2022 22:41 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í fylgiskjölum með fundargerð borgarráðs Reykjavíkurborgar frá því í gær. Þar var deiliskipulagstillaga sem gerir ráð fyrir að lóðir umræddra fasteigna stækki tekin fyrir, og samþykkt. Töluvert hefur verið fjallað um málið, sem snýst í stuttu máli um það á sínum tíma reistu eigendur húsa við Einimel 22 til 26 girðingu við lóðir sínar sem ganga að verulegu leyti inn á almannarými. Umhverfis- og skipulagsráð borgarinnar samþykkti í síðustu viku deiliskipulagstillögu sem kynnt var sem lausn á málinu. Hún fól í sér að eigendum einbýlishúsa við Einimel 18-26 var boðið að kaupa hluta af því svæði sem um ræðir og lóðirnar stækkaðar til samræmis við það. Eigendur Einimels 18, 24 og 26 gengu að tilboðinu. Tillagan felur einnig í sér að umræddar girðingar verða fjarlægðar. Það þýðir að lóðir húsanna við Einimel 18, 24 og 26 munu stækka. Lóðin við Einimel 18 fer úr 640 fermetrum í 687 fermetra. Lóðin við Einimel 24 fer úr 690 fermetrum í 769 fermetra og lóðin við Einimel 26 fer úr 689 fermetrum í 799 fermetra. Samtals stækka lóðirnar því um 236 fermetra. Borgarlandið minnkar til samræmis við það. Tveir óháðir fasteignasalar gerðu verðmat Borgarráð tók deiliskipulagstillöguna fyrir á fundi í gær. Þar var tillagan samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa meirihlutans gegn þremur atkvæðum fulltrúa minnihlutans. Einnig voru lagðir fram samningar við eigendur Einimels 18,24 og 26 þar sem fram kemur á hvaða verði viðskiptin fara fram. Brotna línan sýnir hvernig lóðirnar stækka. Þar segir að meðalverð á fermetra sé 67.897 kr sem fengið hafi verið með mati tveggja óháðra fasteignasala. Endanlegt kaupverð miðast þó við endanlega stækkun lóðar. Lóðin við Einimel 26 stækkar mest, eða um 110 fermetra. Þar er kostnaður við stækkunina metin á 68.313 krónur á fermetra, eða samtals 7,5 milljónir króna. Er það verðið sem eigendur Einimels greiða fyrir stækkunina. Málið hefur verið til umfjöllunar innan borgarkerfisinsVísir/Vilhelm Lóðin við Einimel 24 stækkar um 79 fermetra. Þar er kostnaður við stækkunina metin á 67.184 krónur á fermetra, eða samtals 5,3 milljónir króna. Lóðin við Einimel 18 stækkar um 47 fermetra. Þar er kostnaður við stækkunina metin á 68.192 krónur á fermetra, eða samtals um 3,2 milljónir króna. Samtals fær borgin því rétt rúmar sextán milljónur í sinn hlut fyrir borgarlandið. Allir samningarnir þrír eru gerðir með fyrirvara um að deiliskipulagstillagan verði endanlega samþykkt. Eftir samþykkt borgarráðs í gær bíður hún nú borgarstjórnar til endanlegrar samþykktar.
Skipulag Nágrannadeilur Deilur um Sundlaugartún Reykjavík Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir „Það er það sem maður óttast“ Borgarland Reykjavíkurborgar minnkar um meira en 200 fermetra ef borgarráð samþykir nýtt deiliskipulag fyrir umdeilt tún við Vesturbæjarlaug. Borgarfulltrúi minnihlutans segir slæmt ef málið verður fordæmisgefandi. 27. janúar 2023 23:31 Borgarlandið umdeilda sem stækkar við að minnka Borgarland Reykjavíkurborgar mun minnka um 236 fermetra samþykki borgarráð nýtt deiluskipulag Sundlaugartúnsins í Vesturbæ borgarinnar. Engu að síður er ákvörðunin kynnt þannig að svokallað „opið borgarland“ muni með breytingunni stækka, þrátt fyrir að skipulag svæðisins hafi fyrir breytinguna gert ráð fyrir að um opið leiksvæði væri að ræða. 27. janúar 2023 11:18 Girðingarnar fjarlægðar en lóðir stækkaðar Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur samþykkt breytingu á deiliskipulagi Vesturbæjarlaugar við Sundlaugartúnið, sem felur í sér lausn á Sundlaugartúnsmálinu svokallaða. Tillagan nær fram að ganga samþykki borgarráð deiliskipulagið. 26. janúar 2023 09:10 Vandalismi vestur í bæ vegna ágreinings um lóðamörk Deilan um Sundlaugartúnið hefur harðnað en um helgina voru þrír bílar sem standa við hús að Einimel 22 til 26 í Vesturbæ Reykjavík rispaðir. 29. mars 2022 11:03 Segir af og frá að borgin hafi samþykkt landtöku hljóðalaust Formaður skipulags- og samgöngunefndar segir af og frá að Reykjavíkurborg hafi samþykkt „landtöku“ hljóðalaust. Þvert á móti. Vesturbæingar eigi að gleðjast yfir fyrirhuguðum breytingum á deiliskipulagi við Sundlaugartún og mikilvægt sé að sátt hafi náðst í málinu. 2. mars 2022 22:41 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
„Það er það sem maður óttast“ Borgarland Reykjavíkurborgar minnkar um meira en 200 fermetra ef borgarráð samþykir nýtt deiliskipulag fyrir umdeilt tún við Vesturbæjarlaug. Borgarfulltrúi minnihlutans segir slæmt ef málið verður fordæmisgefandi. 27. janúar 2023 23:31
Borgarlandið umdeilda sem stækkar við að minnka Borgarland Reykjavíkurborgar mun minnka um 236 fermetra samþykki borgarráð nýtt deiluskipulag Sundlaugartúnsins í Vesturbæ borgarinnar. Engu að síður er ákvörðunin kynnt þannig að svokallað „opið borgarland“ muni með breytingunni stækka, þrátt fyrir að skipulag svæðisins hafi fyrir breytinguna gert ráð fyrir að um opið leiksvæði væri að ræða. 27. janúar 2023 11:18
Girðingarnar fjarlægðar en lóðir stækkaðar Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur samþykkt breytingu á deiliskipulagi Vesturbæjarlaugar við Sundlaugartúnið, sem felur í sér lausn á Sundlaugartúnsmálinu svokallaða. Tillagan nær fram að ganga samþykki borgarráð deiliskipulagið. 26. janúar 2023 09:10
Vandalismi vestur í bæ vegna ágreinings um lóðamörk Deilan um Sundlaugartúnið hefur harðnað en um helgina voru þrír bílar sem standa við hús að Einimel 22 til 26 í Vesturbæ Reykjavík rispaðir. 29. mars 2022 11:03
Segir af og frá að borgin hafi samþykkt landtöku hljóðalaust Formaður skipulags- og samgöngunefndar segir af og frá að Reykjavíkurborg hafi samþykkt „landtöku“ hljóðalaust. Þvert á móti. Vesturbæingar eigi að gleðjast yfir fyrirhuguðum breytingum á deiliskipulagi við Sundlaugartún og mikilvægt sé að sátt hafi náðst í málinu. 2. mars 2022 22:41