„Ég fór í markþjálfun til þess að átta mig á því hvernig ég vildi halda áfram“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 1. febrúar 2023 07:00 Jón Magnús Kristjánsson læknir fór í markþjálfun hjá Aldísi Örnu Tryggvadóttur markþjálfa og sér ekki eftir því. Markþjálfun er meðal annars leið fyrir fólk sem vill fá meira út úr lífinu og hefur hugrekki til að mæta sjálfu sér. Þannig er markþjálfun ekki ráðgjöf heldur speglun, þar sem markþjálfinn notar ákveðna aðferðarfræði til að leiða samtalið. Vísir/Vilhelm „Ég fór í markþjálfun til þess að átta mig á því hvernig ég vildi halda áfram og hvernig ég vildi helst beita mér í því að bæta þjónustuna og kerfið,“ segir Jón Magnús Kristjánsson læknir en hann er einn þeirra sem mun halda erindi á Markþjálfunardeginum 2023 sem haldinn verður næstkomandi fimmtudag. Jón hefur oft verið í fréttum. Ekki síst í starfi yfirlæknis bráðamóttökunnar. Þar hætti hann fyrir tveimur árum, fyrst og fremst vegna þess að honum bauðst spennandi starf sem framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsuvernd. Í fyrra hætti hann þar og stuttu síðar bárust fregnir um að hann myndi leiða viðbragðsteymi heilbrigðisráðuneytisins um bráðaþjónustu í landinu. Flest af ofangreindu höfum við fylgst með í fréttum. Það sem fæst okkar vissu hins vegar að hluti af þessari vegferð Jóns skýrist af því að hann nýtti sér það að fara í markþjálfun hjá Aldísi Örnu Tryggvadóttur, PCC markþjálfa hjá Heilsuvernd. „Ég var rosalega spennt yfir því þegar Jón leitaði til mín. Enda var hann einn af okkar lykilmönnum. Jón tók það skýrt fram að hann vildi engin vettlingatök,“ segir Aldís Arna og brosir. Í tilefni Markþjálfunardagsins 2023 fjallar Atvinnulífið um markþjálfun í dag og á morgun. Markþjálfunardagurinn er stærsti árlegi markþjálfunarviðburðurinn á Íslandi. Viðburðurinn er haldinn á Hilton Reykjavík Nordica og að þessu sinni er boðið upp á dagskrá í tvo daga. Annars vegar eru vinnustofur í dag frá klukkan 10-16 en hins vegar ráðstefna á morgun sem hefst klukkan 13. Dagskrá Markþjálfunardagsins má sjá hér. Markþjálfun er speglun en ekki ráðgjöf Aldís segir það nýstárlegt að markþjálfi sé ráðinn til heilbrigðisfyrirtækis eins og Heilsuvernd. Hún segir skýringuna að hluta til þá að Heilsuvernd keypti Streituskólann, sem Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir stofnaði og leiddi. „Ólafur er tvímælalaust einn helsti streitusérfræðingur landsins og ég er svo heppin að hann hefur mjög mikla trú á þeirri aðferðarfræði sem markþjálfunin byggir á og getur meðal annars nýst vel sem leið til að sporna gegn streitu,“ segir Aldís. Hún viðurkennir að hafa nánast hoppað hæð sína af gleði þegar sjálfur yfirlæknirinn leitaði til hennar og vildi koma í tíma. „Jón er ótrúlega framsýnn og flottur og mér varð ljóst þegar hann leitaði til mín að tímarnir með honum yrðu engir Elsku mamma tímar. Því Jón var mjög ákveðinn í því að við tækjum þetta samtal alla leið og þá speglun sem þar er, án þess að tipla á tánum.“ Úr varð að Jón fór til Aldísar í þrjú viðtöl. Markþjálfun vinnur með heilbrigt ástand sem þýðir að þetta er góð leið fyrir fólk sem vill fá meira út úr lífinu og hefur hugrekki til að mæta sjálfu sér. Því út frá mannrækt er mesti töffaraskapurinn alls ekki sá að sópa öllu undir teppið og bera harm sinn í hljóði. Þvert á móti er það meira töff að vera einlægur og berskjaldaður. Það er hluti af sjálfsrækt,“ segir Aldís. Aldís segir fleiri karlmenn leita til sín en konur, en markþjálfun sé hins vegar fyrir alla. Hún segir mikilvægt að fólk átti sig á því að markþjálfi gefur ekki ráð. Samtalstæknin byggi hins vegar á því að markþeginn speglar sjálfan sig með því að svara spurningum markþjálfans. Þar af segir Aldís eftirfarandi fjórar spurningar mjög mikilvægar. „Fyrsta spurningin er: Hver er tilgangurinn minn? Af hverju fæddist ég? Hvað á ég að gefa og þiggja? Þetta fyrsta atriði er reyndar oft svolítið torvelt fyrir streituhópinn að fara í gegnum, því þar á fólk hreinlega oft erfitt með að hugsa út frá því að auðvitað sé í lagi að þiggja, ekki bara gefa. Önnur spurningin er tilhlökkunin. Hvað þarf til að ég hlakki til lífsins, að vakna alla daga, knúsa heimilisfólkið eða mæta í vinnuna? Hér er ég þó ekki að tala um neinn Pollyönnuleik, ekkert okkar er yfir mennskuna hafið og við eigum öll okkar daga. En rauði þráðurinn er þó sá að við eigum öll að hafa gaman og lífið á að vera okkur til ánægju og yndisauka. Enda, til hvers er lifað? Þriðja spurningin snýst um sáttina. Hvernig næ ég að vera sáttur við sjálfan mig og mínar tilfinningar og líðan, ákvarðanir, sjálfsmynd, heilbrigði, einkalíf og svo framvegis? Loks er það fjórða spurningin þar sem við förum að skoða hvernig við getum náð markmiðunum. Þar horfi ég fyrst og fremst til karaktersins því í raun er það karakterinn okkar sem segir mest til um það hvenær við ákveðum að hrökkva eða stökkva.“ Jóni þætti líklegt að meðferðarheldni yrði betri og meiri árangur myndi nást ef markþjálfun væri útbreiddari innan heilbrigðisgeirans. Aldís segir markþjálfun fyrir löngu þekkt fyrirbæri í heimi íþrótta og viðskipta en ekki komin eins langt innan heilbrigðisgeirans. Í Harvard háskólanum í Bandaríkjunum er markþjálfun hins vegar hluti af læknanámi.Vísir/Vilhelm „Eldmóðurinn færðist annað“ Jón er ánægður með það hvað markþjálfunin gaf honum mikið. „Ég fann í kjölfarið að eldmóðurinn minn leitaði annað en til þess að stjórna heilbrigðisfyrirtæki. Ég stóð því frammi fyrir því að þurfa að taka ákvörðun í framhaldinu um hvert ég vildi fara.“ Hann segir það vel geta verið að sumir séu hissa á því að hann hafi hætt sem framkvæmdastjóri lækninga Heilsuverndar aðeins ári eftir að hann tók við því starfi. „Sú ákvörðun byggir hins vegar á þeirri löngun minni að vinna að því að bæta þjónustuna og kerfið fyrir alla notendur. Þegar það tækifæri bauðst að leiða þessa vinnu fyrir heilbrigðisráðuneytið var ég því fljótur að stökkva á það en við skiluðum af okkur skýrslu núna í desember.“ Jón segir markþjálfunin hafa gefið honum tækifæri til að átta sig betur á því hvað hann vill helst sjálfur og hvað ekki. „Ég hef til dæmis aldrei verið að leita af einhverjum titili eða frama. Heldur fyrst og fremst því hvar og hvernig ég get haft sem mest áhrif á það sem ég brenn mest fyrir.“ Þá segist Jón hafa trú á því að markþjálfun innan heilbrigðisþjónustunnar gæti leitt margt gott af sér. Samtalstækni markþjálfunarinnar er til dæmis þess eðlis að ég teldi líklegt að meðferðarheldni héldist betur. Því aðferðarfræðin er þannig að sjúklingar tækju meira ákvörðun um það sjálfir hvaða ráð og lausnir henti viðkomandi best í bataferli viðkomandi. Besti árangurinn næst nefnilega oft þegar sjúklingur tekur ábyrgð á sinni heilsu og meðferð sjálfur og samtalstækni markþjálfunarinnar er líkleg til að leiða samtalið þangað.“ Aldís segist sjálf hafa mikla trú á því að markþjálfun innan heilbrigðisgeirans gæti breytt miklu. „Á Íslandi er markþjálfun löngu orðin þekkt í heimi íþrótta og viðskipta en hún er nokkuð á eftir þegar kemur að þessum geira. Víða annars staðar er markþjálfunin orðin mun viðurkenndari. Í Harvardháskóla í Bandaríkjunum er markþjálfun til dæmis orðin hluti af læknanáminu svo ég nefni dæmi. Ég er sjálf sannfærð um að sú aðferðarfræði sem markþjálfun byggir á myndi spara kerfinu stórar upphæðir, auka vellíðan, flýta bata, flýta endurkomu mannauðs á vinnumarkað og fleira.“ Að dansa í takt við músíkina Á ráðstefnu Markþjálfunardagsins á fimmtudag munu Aldís og Jón halda saman erindi þar sem þau segja nánar frá samstarfinu sínu sem markþegi og markþjálfi og hvaða atriði það eru sem geta leitt til þess að markþjálfunin leiðir til persónulegs vaxtar þar sem lífið jafnvel tekur óvænta stefnu. Aldís segist sjálf telja að ein snilldin í aðferðarfræði markþjálfunarinnar felist einmitt í því að í markþjálfun áttar fólk sig á því að við búum öll yfir þeirri visku og styrk sem til þarf til að skapa farsæld í okkar eigin lífi. „Og þegar okkur tekst að gera það, fyllumst við af svona sigurtilfinningu, við valdeflumst, göngum betur í takt við okkur sjálf og ssækjum fram á fleiri sviðum lífs okkar. .“ Jón segir markþjálfun líka góða leið fyrir stjórnendur að fara. Því þar leiðir aðili samtalið, án þess að teljast yfirmaður eða undirmaður en kann þá aðferðarfræði að fá viðkomandi til að spegla sjálfan sig „Í kjölfarið á maður auðveldara með að sjá hvernig við fylgjum betur eftir sannfæringunni okkar, eða hvernig maður vill móta sig sem stjórnandi, við verðum betri í samskiptum við samstarfsaðila og fleira.“ Og Aldís bætir við: Markþjálfun er í raun hlutlaus vettvangur þar sem við fáum að hugsa upphátt og tala við hjartað okkar og innsæi. Í kjölfarið líður okkur betur og erum sjálfum okkur og okkar gildum samkvæm. Ég líki þessu oft við að fara loksins að dansa í takt við músíkina. Því með aukinni vellíðan og velgengni fer okkur að líða betur andlega, líkamlega og félagslega. Útkoman er algjört win win.“ Mannauðsmál Góðu ráðin Stjórnun Heilsugæsla Heilsa Geðheilbrigði Starfsframi Landspítalinn Tengdar fréttir Algengt að starfsfólk missi trúna á stefnumótun og stjórnendum Of algengt er að fyrirtæki og stofnanir fari í stefnumótunarvinnu sem á endanum breytir litlu sem engu. 18. janúar 2023 07:01 Trendin 2023: Hæfni en ekki starfsheiti eða prófgráður verður málið „Hæfniþættir verða miðjan í vinnunni, ekki starfsheiti eða prófgráður. Við munum gera spár um mannaflaþörf, ráðningar, skipulag fræðslu, starfsþróun og fleira út frá hæfniþáttum en ekki starfsheitum eða deildum,“ segir Herdís Pála Pálsdóttir stjórnunarráðgjafi og annar stofnenda Opus Futura meðal annars um áherslur í mannauðsmálum árið 2023. 11. janúar 2023 07:00 Z kynslóðin er allt öðruvísi en eldri kynslóðir og mun breyta öllu „Við þurfum alltaf að taka samtalið. Við þurfum alltaf að passa að vera í samráði við unga fólkið því að þau munu breyta öllu. Z kynslóðin, sem nú er 10 til 27 ára, er kynslóð sem er allt öðruvísi en kynslóðin sem er ríkjandi stjórnendahópur í dag,“ segir Anna Steinsen einn eigandi KVAN. 15. desember 2022 07:01 Kulnun eftir Covid áberandi hjá 18-24 ára og sölu- og markaðsfólki „Það sem gerir niðurstöðurnar fyrir 18 til 24 ára sláandi er hversu mikil breyting er á milli ára. Kulnun hjá þessum aldurshópi mælist 6 til 7% fyrir og í Covid en eykst hratt og mælist 17% eftir Covid. Sú starfsgrein þar sem kulnun mælist líka mjög há er til dæmis hjá sölu- og markaðsfólki,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósent. 12. október 2022 07:00 40 ára plús: Myndir þú fá starfið þitt í dag ef það væri auglýst? „Eftir fertugt getur myndast ákveðin hætta á að fólk festist í ákveðnu fari eða fari að líða of vel í þægindahringnum, án þess að velta því fyrir sér hvort eitthvað þarfnist skoðunar, upp á framtíðar atvinnuhæfni“ segir Herdís Pála Pálsdóttir stjórnendaráðgjafi og margreyndur mannauðstjóri, til skýringar á því hvers vegna örnámskeiðið Ferillinn eftir fertugt miðast við fólk sem er fertugt eða eldri og vill skoða starfsferil sinn. 4. október 2022 07:00 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Jón hefur oft verið í fréttum. Ekki síst í starfi yfirlæknis bráðamóttökunnar. Þar hætti hann fyrir tveimur árum, fyrst og fremst vegna þess að honum bauðst spennandi starf sem framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsuvernd. Í fyrra hætti hann þar og stuttu síðar bárust fregnir um að hann myndi leiða viðbragðsteymi heilbrigðisráðuneytisins um bráðaþjónustu í landinu. Flest af ofangreindu höfum við fylgst með í fréttum. Það sem fæst okkar vissu hins vegar að hluti af þessari vegferð Jóns skýrist af því að hann nýtti sér það að fara í markþjálfun hjá Aldísi Örnu Tryggvadóttur, PCC markþjálfa hjá Heilsuvernd. „Ég var rosalega spennt yfir því þegar Jón leitaði til mín. Enda var hann einn af okkar lykilmönnum. Jón tók það skýrt fram að hann vildi engin vettlingatök,“ segir Aldís Arna og brosir. Í tilefni Markþjálfunardagsins 2023 fjallar Atvinnulífið um markþjálfun í dag og á morgun. Markþjálfunardagurinn er stærsti árlegi markþjálfunarviðburðurinn á Íslandi. Viðburðurinn er haldinn á Hilton Reykjavík Nordica og að þessu sinni er boðið upp á dagskrá í tvo daga. Annars vegar eru vinnustofur í dag frá klukkan 10-16 en hins vegar ráðstefna á morgun sem hefst klukkan 13. Dagskrá Markþjálfunardagsins má sjá hér. Markþjálfun er speglun en ekki ráðgjöf Aldís segir það nýstárlegt að markþjálfi sé ráðinn til heilbrigðisfyrirtækis eins og Heilsuvernd. Hún segir skýringuna að hluta til þá að Heilsuvernd keypti Streituskólann, sem Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir stofnaði og leiddi. „Ólafur er tvímælalaust einn helsti streitusérfræðingur landsins og ég er svo heppin að hann hefur mjög mikla trú á þeirri aðferðarfræði sem markþjálfunin byggir á og getur meðal annars nýst vel sem leið til að sporna gegn streitu,“ segir Aldís. Hún viðurkennir að hafa nánast hoppað hæð sína af gleði þegar sjálfur yfirlæknirinn leitaði til hennar og vildi koma í tíma. „Jón er ótrúlega framsýnn og flottur og mér varð ljóst þegar hann leitaði til mín að tímarnir með honum yrðu engir Elsku mamma tímar. Því Jón var mjög ákveðinn í því að við tækjum þetta samtal alla leið og þá speglun sem þar er, án þess að tipla á tánum.“ Úr varð að Jón fór til Aldísar í þrjú viðtöl. Markþjálfun vinnur með heilbrigt ástand sem þýðir að þetta er góð leið fyrir fólk sem vill fá meira út úr lífinu og hefur hugrekki til að mæta sjálfu sér. Því út frá mannrækt er mesti töffaraskapurinn alls ekki sá að sópa öllu undir teppið og bera harm sinn í hljóði. Þvert á móti er það meira töff að vera einlægur og berskjaldaður. Það er hluti af sjálfsrækt,“ segir Aldís. Aldís segir fleiri karlmenn leita til sín en konur, en markþjálfun sé hins vegar fyrir alla. Hún segir mikilvægt að fólk átti sig á því að markþjálfi gefur ekki ráð. Samtalstæknin byggi hins vegar á því að markþeginn speglar sjálfan sig með því að svara spurningum markþjálfans. Þar af segir Aldís eftirfarandi fjórar spurningar mjög mikilvægar. „Fyrsta spurningin er: Hver er tilgangurinn minn? Af hverju fæddist ég? Hvað á ég að gefa og þiggja? Þetta fyrsta atriði er reyndar oft svolítið torvelt fyrir streituhópinn að fara í gegnum, því þar á fólk hreinlega oft erfitt með að hugsa út frá því að auðvitað sé í lagi að þiggja, ekki bara gefa. Önnur spurningin er tilhlökkunin. Hvað þarf til að ég hlakki til lífsins, að vakna alla daga, knúsa heimilisfólkið eða mæta í vinnuna? Hér er ég þó ekki að tala um neinn Pollyönnuleik, ekkert okkar er yfir mennskuna hafið og við eigum öll okkar daga. En rauði þráðurinn er þó sá að við eigum öll að hafa gaman og lífið á að vera okkur til ánægju og yndisauka. Enda, til hvers er lifað? Þriðja spurningin snýst um sáttina. Hvernig næ ég að vera sáttur við sjálfan mig og mínar tilfinningar og líðan, ákvarðanir, sjálfsmynd, heilbrigði, einkalíf og svo framvegis? Loks er það fjórða spurningin þar sem við förum að skoða hvernig við getum náð markmiðunum. Þar horfi ég fyrst og fremst til karaktersins því í raun er það karakterinn okkar sem segir mest til um það hvenær við ákveðum að hrökkva eða stökkva.“ Jóni þætti líklegt að meðferðarheldni yrði betri og meiri árangur myndi nást ef markþjálfun væri útbreiddari innan heilbrigðisgeirans. Aldís segir markþjálfun fyrir löngu þekkt fyrirbæri í heimi íþrótta og viðskipta en ekki komin eins langt innan heilbrigðisgeirans. Í Harvard háskólanum í Bandaríkjunum er markþjálfun hins vegar hluti af læknanámi.Vísir/Vilhelm „Eldmóðurinn færðist annað“ Jón er ánægður með það hvað markþjálfunin gaf honum mikið. „Ég fann í kjölfarið að eldmóðurinn minn leitaði annað en til þess að stjórna heilbrigðisfyrirtæki. Ég stóð því frammi fyrir því að þurfa að taka ákvörðun í framhaldinu um hvert ég vildi fara.“ Hann segir það vel geta verið að sumir séu hissa á því að hann hafi hætt sem framkvæmdastjóri lækninga Heilsuverndar aðeins ári eftir að hann tók við því starfi. „Sú ákvörðun byggir hins vegar á þeirri löngun minni að vinna að því að bæta þjónustuna og kerfið fyrir alla notendur. Þegar það tækifæri bauðst að leiða þessa vinnu fyrir heilbrigðisráðuneytið var ég því fljótur að stökkva á það en við skiluðum af okkur skýrslu núna í desember.“ Jón segir markþjálfunin hafa gefið honum tækifæri til að átta sig betur á því hvað hann vill helst sjálfur og hvað ekki. „Ég hef til dæmis aldrei verið að leita af einhverjum titili eða frama. Heldur fyrst og fremst því hvar og hvernig ég get haft sem mest áhrif á það sem ég brenn mest fyrir.“ Þá segist Jón hafa trú á því að markþjálfun innan heilbrigðisþjónustunnar gæti leitt margt gott af sér. Samtalstækni markþjálfunarinnar er til dæmis þess eðlis að ég teldi líklegt að meðferðarheldni héldist betur. Því aðferðarfræðin er þannig að sjúklingar tækju meira ákvörðun um það sjálfir hvaða ráð og lausnir henti viðkomandi best í bataferli viðkomandi. Besti árangurinn næst nefnilega oft þegar sjúklingur tekur ábyrgð á sinni heilsu og meðferð sjálfur og samtalstækni markþjálfunarinnar er líkleg til að leiða samtalið þangað.“ Aldís segist sjálf hafa mikla trú á því að markþjálfun innan heilbrigðisgeirans gæti breytt miklu. „Á Íslandi er markþjálfun löngu orðin þekkt í heimi íþrótta og viðskipta en hún er nokkuð á eftir þegar kemur að þessum geira. Víða annars staðar er markþjálfunin orðin mun viðurkenndari. Í Harvardháskóla í Bandaríkjunum er markþjálfun til dæmis orðin hluti af læknanáminu svo ég nefni dæmi. Ég er sjálf sannfærð um að sú aðferðarfræði sem markþjálfun byggir á myndi spara kerfinu stórar upphæðir, auka vellíðan, flýta bata, flýta endurkomu mannauðs á vinnumarkað og fleira.“ Að dansa í takt við músíkina Á ráðstefnu Markþjálfunardagsins á fimmtudag munu Aldís og Jón halda saman erindi þar sem þau segja nánar frá samstarfinu sínu sem markþegi og markþjálfi og hvaða atriði það eru sem geta leitt til þess að markþjálfunin leiðir til persónulegs vaxtar þar sem lífið jafnvel tekur óvænta stefnu. Aldís segist sjálf telja að ein snilldin í aðferðarfræði markþjálfunarinnar felist einmitt í því að í markþjálfun áttar fólk sig á því að við búum öll yfir þeirri visku og styrk sem til þarf til að skapa farsæld í okkar eigin lífi. „Og þegar okkur tekst að gera það, fyllumst við af svona sigurtilfinningu, við valdeflumst, göngum betur í takt við okkur sjálf og ssækjum fram á fleiri sviðum lífs okkar. .“ Jón segir markþjálfun líka góða leið fyrir stjórnendur að fara. Því þar leiðir aðili samtalið, án þess að teljast yfirmaður eða undirmaður en kann þá aðferðarfræði að fá viðkomandi til að spegla sjálfan sig „Í kjölfarið á maður auðveldara með að sjá hvernig við fylgjum betur eftir sannfæringunni okkar, eða hvernig maður vill móta sig sem stjórnandi, við verðum betri í samskiptum við samstarfsaðila og fleira.“ Og Aldís bætir við: Markþjálfun er í raun hlutlaus vettvangur þar sem við fáum að hugsa upphátt og tala við hjartað okkar og innsæi. Í kjölfarið líður okkur betur og erum sjálfum okkur og okkar gildum samkvæm. Ég líki þessu oft við að fara loksins að dansa í takt við músíkina. Því með aukinni vellíðan og velgengni fer okkur að líða betur andlega, líkamlega og félagslega. Útkoman er algjört win win.“
Mannauðsmál Góðu ráðin Stjórnun Heilsugæsla Heilsa Geðheilbrigði Starfsframi Landspítalinn Tengdar fréttir Algengt að starfsfólk missi trúna á stefnumótun og stjórnendum Of algengt er að fyrirtæki og stofnanir fari í stefnumótunarvinnu sem á endanum breytir litlu sem engu. 18. janúar 2023 07:01 Trendin 2023: Hæfni en ekki starfsheiti eða prófgráður verður málið „Hæfniþættir verða miðjan í vinnunni, ekki starfsheiti eða prófgráður. Við munum gera spár um mannaflaþörf, ráðningar, skipulag fræðslu, starfsþróun og fleira út frá hæfniþáttum en ekki starfsheitum eða deildum,“ segir Herdís Pála Pálsdóttir stjórnunarráðgjafi og annar stofnenda Opus Futura meðal annars um áherslur í mannauðsmálum árið 2023. 11. janúar 2023 07:00 Z kynslóðin er allt öðruvísi en eldri kynslóðir og mun breyta öllu „Við þurfum alltaf að taka samtalið. Við þurfum alltaf að passa að vera í samráði við unga fólkið því að þau munu breyta öllu. Z kynslóðin, sem nú er 10 til 27 ára, er kynslóð sem er allt öðruvísi en kynslóðin sem er ríkjandi stjórnendahópur í dag,“ segir Anna Steinsen einn eigandi KVAN. 15. desember 2022 07:01 Kulnun eftir Covid áberandi hjá 18-24 ára og sölu- og markaðsfólki „Það sem gerir niðurstöðurnar fyrir 18 til 24 ára sláandi er hversu mikil breyting er á milli ára. Kulnun hjá þessum aldurshópi mælist 6 til 7% fyrir og í Covid en eykst hratt og mælist 17% eftir Covid. Sú starfsgrein þar sem kulnun mælist líka mjög há er til dæmis hjá sölu- og markaðsfólki,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósent. 12. október 2022 07:00 40 ára plús: Myndir þú fá starfið þitt í dag ef það væri auglýst? „Eftir fertugt getur myndast ákveðin hætta á að fólk festist í ákveðnu fari eða fari að líða of vel í þægindahringnum, án þess að velta því fyrir sér hvort eitthvað þarfnist skoðunar, upp á framtíðar atvinnuhæfni“ segir Herdís Pála Pálsdóttir stjórnendaráðgjafi og margreyndur mannauðstjóri, til skýringar á því hvers vegna örnámskeiðið Ferillinn eftir fertugt miðast við fólk sem er fertugt eða eldri og vill skoða starfsferil sinn. 4. október 2022 07:00 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Algengt að starfsfólk missi trúna á stefnumótun og stjórnendum Of algengt er að fyrirtæki og stofnanir fari í stefnumótunarvinnu sem á endanum breytir litlu sem engu. 18. janúar 2023 07:01
Trendin 2023: Hæfni en ekki starfsheiti eða prófgráður verður málið „Hæfniþættir verða miðjan í vinnunni, ekki starfsheiti eða prófgráður. Við munum gera spár um mannaflaþörf, ráðningar, skipulag fræðslu, starfsþróun og fleira út frá hæfniþáttum en ekki starfsheitum eða deildum,“ segir Herdís Pála Pálsdóttir stjórnunarráðgjafi og annar stofnenda Opus Futura meðal annars um áherslur í mannauðsmálum árið 2023. 11. janúar 2023 07:00
Z kynslóðin er allt öðruvísi en eldri kynslóðir og mun breyta öllu „Við þurfum alltaf að taka samtalið. Við þurfum alltaf að passa að vera í samráði við unga fólkið því að þau munu breyta öllu. Z kynslóðin, sem nú er 10 til 27 ára, er kynslóð sem er allt öðruvísi en kynslóðin sem er ríkjandi stjórnendahópur í dag,“ segir Anna Steinsen einn eigandi KVAN. 15. desember 2022 07:01
Kulnun eftir Covid áberandi hjá 18-24 ára og sölu- og markaðsfólki „Það sem gerir niðurstöðurnar fyrir 18 til 24 ára sláandi er hversu mikil breyting er á milli ára. Kulnun hjá þessum aldurshópi mælist 6 til 7% fyrir og í Covid en eykst hratt og mælist 17% eftir Covid. Sú starfsgrein þar sem kulnun mælist líka mjög há er til dæmis hjá sölu- og markaðsfólki,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósent. 12. október 2022 07:00
40 ára plús: Myndir þú fá starfið þitt í dag ef það væri auglýst? „Eftir fertugt getur myndast ákveðin hætta á að fólk festist í ákveðnu fari eða fari að líða of vel í þægindahringnum, án þess að velta því fyrir sér hvort eitthvað þarfnist skoðunar, upp á framtíðar atvinnuhæfni“ segir Herdís Pála Pálsdóttir stjórnendaráðgjafi og margreyndur mannauðstjóri, til skýringar á því hvers vegna örnámskeiðið Ferillinn eftir fertugt miðast við fólk sem er fertugt eða eldri og vill skoða starfsferil sinn. 4. október 2022 07:00